Frá Varasjóði Húsnæðismála; Umsókn um framlag

Málsnúmer 201606040

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 780. fundur - 16.06.2016

Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 13. júní 2016 frá Varasjóði húsnæðismála þar sem fram kemur að ráðgjafarnefnd um Varasjóð húsnæðismála hefur samþykkt að ráðstafa 40 milljónum króna til greiðslu á framlögum vegna sölu félagslegra íbúða sveitarfélaga á almennum markaði. Ráðstafað verður að hámarki 20 milljónum vegna ársins 2016 og 20 milljónum á árinu 2017, samkvæmt reglugerð nr. 656/2002 og vinnureglum sjóðsins.



Sveitarfélög geta sótt um framlag frá og með 1. júlí 2016 vegna sölu félagslegra íbúða á almennum markaði þegar félagslegt húsnæði hefur staðið autt í viðkomandi sveitarfélagi og lítil eftirspurn er eftir húsnæði til leigu.







Byggðaráð fagnar ofangreindri ákvörðun ráðgjafarnefndar um Varasjóð húsnæðismála, þar sem þetta er skref í rétta átt, og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að endurnýja umsóknir vegna íbúða sem seldar voru á árinu 2015 og senda inn nýjar umsóknir vegna íbúða sem seldar hafa verið það sem af er árs 2016.

Byggðaráð - 816. fundur - 30.03.2017

Bjarni Th. Bjarnason kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 15:35.



Tekið fyrir svarbréf frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 13. mars 2017, þar sem fram kemur að umsóknum Dalvíkurbyggðar um framlag vegna sölu á félagslegu leiguíbúðarhúsnæði vegna 9 eigna er hafnað með vísun í skilyrði samkvæmt reglum nefndarinnar um að félagslegt húsnæði þurfi að hafa staðið autt og að lítil eftirspurn sé eftir því til leigu í sveitarfélaginu.
Lagt fram til kynningar.