Fjárhagsáætlun 2015; Beiðni um viðauka; Viðbygging við Krílakot.

Málsnúmer 201506130

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 751. fundur - 12.10.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 8. október 2015, þar sem óskað er eftir breytingu á fjárhagsáætlun 2015 vegna framkvæmda við Krílakot. Gert var ráð fyrir á árinu 2015 kr. 88.200.000, en skv. tilboði og samningi verður upphæðin á árinu 2015 kr. 80.283.370. Um er að ræða lækkun að upphæð kr. 7.917.000 á lið 32200-11601.



Börkur Þór vék af fundi kl. 15:55.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um lækkun á fjárhagsáætlun 2015.

Byggðaráð - 761. fundur - 10.12.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 8. desember 2015, þar sem óskað er eftir viðauka vegna framkvæmda við viðbyggingu Krílakots, þ.e. lækkun.



Gert var ráð fyrir á árinu 2015 kr. 88.200.000 en samkvæmt verkstöðu í dag og áætluðum kostnaði verktaka fyrir desember er gert ráð fyrir að staða kostnaðar verði kr. 44.000.000 um áramót. Ástæða þessarar breytingar er að staða verksins er ekki samkvæmt upphaflegri verkáætlun. Því er óskað eftir kr. 44.200.000 lækkun á lið 32-200-11601.
Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka, þ.e. lækkun á framkvæmdaáætlun að upphæð kr. 44.200.000 á lið 32-200-11601, vísað á hækkun á handbæru fé.



Ljóst er að ofangreindar breytingar hafa áhrif á fjárhagsáætlun 2016.

Byggðaráð - 771. fundur - 17.03.2016

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 16. mars 2016, þar sem óskað er eftir viðauka vegna framkvæmda við viðbyggingu Krílakots sem hér segir:

Þann 8. desember 2015 var óskað eftir breytingum og viðauka vegna viðbyggingar við Krílakot á þá leið að árið 2015 kæmu kr. 44.200.000 til lækkunar á lið 32200-11601. Þá var gert ráð fyrir að staða verksins í árslok yrði sú en rauntala varð kr. 45.293.263.

Þann 8. október 2015 hafði áætlun 2015 verið lækkuð úr kr. 88.200.000 í kr. 80.283.370 og er því sótt um kr. 34.990.107 til hækkunar á lið 32200-11061 á milli ára 2015 og 2016.



Einnig er óskað eftir kr. 1.910.000 til viðbótar vegna hækkunar á verði innréttinga og innihurða.



Alls kr. 36.900.107 beiðni um viðauka 2016. Í fjárhagsáætlun 2016 er gert ráð fyrir kr. 101.366.000. Samtals framkvæmdarkostnaður árið 2016 yrði þá kr. 138.266.107.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 36.900.107,vísað á lið 32200-11061. Hækkunin kemur á móti lækkun á handfæru fé.

Byggðaráð - 780. fundur - 16.06.2016

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 14. júní 2016, þar sem óskað er eftir tilflutningi á fjármagni vegna breytinga á eldri hluta Krílakots. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði kr. 6.350.000. Við útboð á nýbyggingunni lá ekki ljóst fyrir hvernig þær breytingar sem gerðar verða á eldri húnæsði kæmu til með að verða.



Þar sem gert er ráð fyrir að kr. 13.000.000 fari í endurbætur á þaki Tónlistarskólans á 32200-11602 og alls óvíst hvort að fara á í þá framkvæmd er lagt til að kr. 6.350.000 fari yfir á 31120-4610. Ef ekki er vilji byggðaráðs að falla frá fyrirhuguðum framkvæmdum við Tónlistarskólann óskar undirritaður eftir viðauka að sömu upphæð.



Til umræðu ofangreint.



a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við beiðni sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að setja kr. 6.350.000 á lið 31120-4610 þannig að rekstrarkostnaður Eignasjóð hækkar um þá upphæð.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við þak á tónlistaskóla að upphæð kr. 13.000.000, að teknu tilliti til þess kostnaðar sem þegar er fallin til vegna hönnunar á þaki og undirbúningi á útboði, þar til ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarnýtingu Gamla skóla og Víkurrastar. Liður 32200-11602 lækkar þá um allt að 13,0 m.kr.

Byggðaráð - 789. fundur - 01.09.2016

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 13:00.



Á 780. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 14. júní 2016, þar sem óskað er eftir tilflutningi á fjármagni vegna breytinga á eldri hluta Krílakots. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði kr. 6.350.000. Við útboð á nýbyggingunni lá ekki ljóst fyrir hvernig þær breytingar sem gerðar verða á eldri húnæsði kæmu til með að verða. Þar sem gert er ráð fyrir að kr. 13.000.000 fari í endurbætur á þaki Tónlistarskólans á 32200-11602 og alls óvíst hvort að fara á í þá framkvæmd er lagt til að kr. 6.350.000 fari yfir á 31120-4610. Ef ekki er vilji byggðaráðs að falla frá fyrirhuguðum framkvæmdum við Tónlistarskólann óskar undirritaður eftir viðauka að sömu upphæð. Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við beiðni sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að setja kr. 6.350.000 á lið 31120-4610 þannig að rekstrarkostnaður Eignasjóð hækkar um þá upphæð. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við þak á tónlistaskóla að upphæð kr. 13.000.000, að teknu tilliti til þess kostnaðar sem þegar er fallin til vegna hönnunar á þaki og undirbúningi á útboði, þar til ákvörðun hefur verið tekin um framtíðarnýtingu Gamla skóla og Víkurrastar. Liður 32200-11602 lækkar þá um allt að 13,0 m.kr "



Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 31. ágúst 2016, þar sem fram kemur að samanlagður kostnaður vegna viðbyggingar og breytinga á eldri hluta Krílakots utan opinberra gjalda er kr. 208.374.249. Áætlaður heildarkostnaður var kr. 183.559.370. Samanlagt vantar kr. 19.978.879, þar af er kr. 9.774.860 vegna verðbóta á verkið.



Lagt er til að kr. 6.650.000 verði færðar af 32-200-11602 (þak tónlistarskóla), kr. 10.000.000 af 32-200-11604 (Félagsheimilið Ungó) og kr. 3.328.879 af 32-200-11860 (hönnun vegna sundlaugar). Samkvæmt mati þá er 10-15% af upphæðinni viðhald og ætti því að fara 31120-4610.



Fram kom á fundinum að samkvæmt fjárhagsáætlun 2016 er heimild fyrir búnaðarkaupum að upphæð 7,7 m.kr.



Áætlaður heildarkostnaður er þá samtals kr. 216.074.249 fyrir utan opinber gjöld.



Einnig tekið fyrir erindi dagsett þann 24. ágúst s.l. þar sem sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs óskar eftir að nota söluandvirði lausafjármuna úr eldhúsi Kátakots og Krílakots, áætlað kr. 440.000, til að setja upp þann búnað sem gert er ráð fyrir að kaupa samkvæmt heimild að upphæð 7,7 m.kr.



Til umræðu ofangreint.



Börkur vék af fundi kl. 13:30.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindri beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2016 þar sem ekki er leyft að gera breytingar á fjárhagsáætlun fyrir því sem liðið er og er komið til framkvæmda en þakkar fyrir samantektina.

Byggðaráð tekur jákvætt í að söluverð lausafjármuna úr eldhúsi úr leikskólunum fari upp í þann kostnað að setja upp búnaðinn í Krílakoti.