Gangur á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur; fyrirhuguð sala

Málsnúmer 202201048

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1013. fundur - 20.01.2022

Í starfsáætlun Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2022 þá er gert ráð fyrir að eignarhluti Dalvíkurbyggðar á 2. hæð verði settur á sölu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindur eignarhluti verði settur á söluskrá sem fyrst og að Hvammur fasteignasala verði fengin til að sjá um ferlið. Leigjendur verði upplýstir um fyrirhugaða sölu.

Byggðaráð - 1015. fundur - 03.02.2022

Á 1013. fundi byggðaráðs þann 20. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Í starfsáætlun Dalvíkurbyggðar með fjárhagsáætlun 2022 þá er gert ráð fyrir að eignarhluti Dalvíkurbyggðar á 2. hæð verði settur á sölu. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindur eignarhluti verði settur á söluskrá sem fyrst og að Hvammur fasteignasala verði fengin til að sjá um ferlið. Leigjendur verði upplýstir um fyrirhugaða sölu."

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýsusviðs gerði grein fyrir stöðu mála og að breyta þurfi eignarskiptayfirlýsingu þar sem gangurinn á 2. hæð sem eru í eigu Dalvíkurbyggðar er ekki á sér eignarnúmeri. Búið er að upplýsa aðra eigendur í húsinu og þá með þeirri fyrirspurn hvort að gera þurfi einhverjar aðrar breytingar á eignaskiptayfirlýsingunni.

Lagt fram til kynningar.