Frá Umboðsmanni barna; Mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn

Málsnúmer 202201128

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1015. fundur - 03.02.2022

Tekið fyrir erindi frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 28. janúar 2022, um mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa. Óskað er eftir að erindinu sé komi áfram til viðeigandi aðila innan sveitarfélaga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til fræðsluráðs, íþrótta- og æskulýðsráðs og ungmennaráðs til umfjöllunar.

Fræðsluráð - 267. fundur - 09.02.2022

Tekið fyrir bréf frá umboðsmanni barna dags. 28.01.2022.
Lagt fram til kynningar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 137. fundur - 08.03.2022

Tekið fyrir erindi frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 28. janúar 2022, um mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa.

Þar kemur fram að sveitarfélög beri skyldu til að veita börnum rými og vettvang til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem þau varðar og ber að taka réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska, líkt og 12. gr. Barnasáttmálans kveður á um.
Íþrótta- og æskulýðsráð minnir á að mikilvægt er að öllum málum er varða börn og ungmenni sé vísað til ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.

Ungmennaráð - 32. fundur - 11.03.2022

Tekið fyrir erindi frá Umboðsmanni barna, dagsett þann 28. janúar 2022, um mat á áhrifum ákvarðana sveitarfélaga á börn og rétt barna til þátttöku og áhrifa. Þar kemur fram að sveitarfélög beri skyldu til að veita börnum rými og vettvang til að tjá skoðanir sínar í öllum málum sem þau varðar og ber að taka réttmætt tillit til þeirra í samræmi við aldur og þroska, líkt og 12. gr. Barnasáttmálans kveður á um.
Ungmennaráð minnir á að mikilvægt er að öllum málum er varða börn og ungmenni sé vísað til ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar.