Lagðar fram upplýsingar teknar saman af Sambandi íslenskra sveitarfélaga um minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi í hverjum landshluta fyrir sig. Gögnin eru fengin frá Vinnumálastofnun og sýna atvinnuleysi um 2,5% í mánuðunum fyrir Covid19. Áætlað atvinnuleysi í Dalvíkurbyggð eftir Covid er 8,2% í mars, 19,6% í apríl og 16,7% í maí 2020.
Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum af stöðu vinnuafls í Dalvíkurbyggð ef ofangreindar spár ganga eftir.