Minnkandi starfshlutfall - atvinnuleysi

Málsnúmer 202004079

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 942. fundur - 30.04.2020

Lagðar fram upplýsingar teknar saman af Sambandi íslenskra sveitarfélaga um minnkandi starfshlutfall og atvinnuleysi í hverjum landshluta fyrir sig. Gögnin eru fengin frá Vinnumálastofnun og sýna atvinnuleysi um 2,5% í mánuðunum fyrir Covid19. Áætlað atvinnuleysi í Dalvíkurbyggð eftir Covid er 8,2% í mars, 19,6% í apríl og 16,7% í maí 2020.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð lýsir áhyggjum sínum af stöðu vinnuafls í Dalvíkurbyggð ef ofangreindar spár ganga eftir.

Byggðaráð - 948. fundur - 25.06.2020

Til kynningar uppfærð gögn frá Vinnumálastofnun m.v. 15. júní 2020, um fjölda þeirra sem hafa nýtt sér heimild er varðar minnkandi starfshlutfall og þeirra sem eru í almenna bótakerfinu.
Lagt fram til kynningar.