Samvinna byggðaráðs og eldri borgara, öldungaráð.

Málsnúmer 201610060

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 802. fundur - 27.10.2016

Tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 17. október 2016, þar sem fram kemur að á haustfundi félagsins þann 14. október s.l. var samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd til að annast samskipti hvað varðar samstarf Félags eldri borgara við Dalvíkurbyggð í stað þess að stofna sérstakt Öldungaráð.



Eftirtaldir voru kosnir í nefndina:

Kolbrún Pálsdóttir.

Helgi Björnsson.

Þorgerður Sveinbjarnardóttir.



Til vara:

Helga Mattína Björnsdóttir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við Félag eldri borgara hvað varðar samráðsvettvang með byggðaráði ásamt sviðsstjóra félagsmálasviðs. Fyrsti fundur yrði haldinn fyrir jól.

Byggðaráð - 815. fundur - 16.03.2017

Á 802. fundi byggðaráðs þann 27. október 2016 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð, dagsett þann 17. október 2016, þar sem fram kemur að á haustfundi félagsins þann 14. október s.l. var samþykkt að kjósa þriggja manna nefnd til að annast samskipti hvað varðar samstarf Félags eldri borgara við Dalvíkurbyggð í stað þess að stofna sérstakt Öldungaráð. Eftirtaldir voru kosnir í nefndina: Kolbrún Pálsdóttir. Helgi Björnsson. Þorgerður Sveinbjarnardóttir. Til vara: Helga Mattína Björnsdóttir.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við Félag eldri borgara hvað varðar samráðsvettvang með byggðaráði ásamt sviðsstjóra félagsmálasviðs. Fyrsti fundur yrði haldinn fyrir jól. "



Með fundarboð byggðaráðs fylgdi drög að samkomulagi um stofnun samráðsvettvangs á milli kjörinna fulltrúa og fulltrúa eldri borgara, undirritað af formanni Félags eldri borgara.



Til umræðu ofangreint.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint samkomulag og óskar eftir að fulltrúar Félags eldri borgara komi á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri.

Byggðaráð - 816. fundur - 30.03.2017

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Kolbrún Pálsdóttir og Þorgerður Sveinbjarnardóttir frá Félagi eldri borgara og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.



Á 815. fundi byggðaráðs þann 16. mars 2017 var samþykkt samhljóða samkomulag um stofnun samráðsvettvangs á milli kjörinna fulltrúa og fulltrúa eldri borgara. Tilgangurinn með samráðsvettvangi er að fulltrúar Félags eldri borgara og kjörnir fulltrúar ræði milliliðalaust um hagsmunamál eldri borgara. Jafnframt var óskað eftir að fulltrúar Félags eldri borgara kæmu á fund byggðaráðs við fyrsta tækifæri.





Kolbrún, Þorgerður og Eyrún viku af fundi kl. 13:40.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 841. fundur - 19.10.2017

Undir þessum lið komu á fundi byggðaráðs Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Þorgerður Sveinbjarnardóttir frá Félagi eldri borgara, kl. 13:00.

Samkvæmt samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Félags eldri borgara, frá 23. mars 2017, þá var stofnaður samráðsvettgangur þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 2 fundum á ári með byggðaráði og sviðsstjóra félagsmálasviðs. Tilgangurinn með samráðsvettvangi er að fulltrúar Félags eldri borgara og kjörnir fulltrúar ræði milliliðalaust um hagsmunamál eldri borgara.

Fyrri fundur ársins fór fram 30. mars 2017.

Farið yfir punkta frá eldri borgurum um áherslur og ábendingar. Ákveðið að byggðarráð fari á fund eldri borgara í janúar.

Kolbrún, Elín Rósa og Þorgerður viku af fundi kl. 13:43.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 854. fundur - 01.02.2018

Á 841. fundi byggðaráðs þann 19. október 2017 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fundi byggðaráðs Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Þorgerður Sveinbjarnardóttir frá Félagi eldri borgara, kl. 13:00. Samkvæmt samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Félags eldri borgara, frá 23. mars 2017, þá var stofnaður samráðsvettgangur þar sem gert er ráð fyrir a.m.k. 2 fundum á ári með byggðaráði og sviðsstjóra félagsmálasviðs. Tilgangurinn með samráðsvettvangi er að fulltrúar Félags eldri borgara og kjörnir fulltrúar ræði milliliðalaust um hagsmunamál eldri borgara. Fyrri fundur ársins fór fram 30. mars 2017. Farið yfir punkta frá eldri borgurum um áherslur og ábendingar. Ákveðið að byggðarráð fari á fund eldri borgara í janúar. Kolbrún, Elín Rósa og Þorgerður viku af fundi kl. 13:43.
Lagt fram til kynningar."

Kl. 14:00 fór byggðaráð í heimsókn til Félags eldri borgara í Mímisbrunn ásamt sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 886. fundur - 08.11.2018

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð Kolbrún Pálsdóttir, formaður, og Þorgerður Sveinbjarnardóttir, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

Samkvæmt samkomulagi við Félag eldri borgara frá 23. mars 2017 er gert ráð fyrir að minnsta kosti 2 fundum byggðaráðs á ári með Öldungaráði Félags eldri borgara og sviðsstjóra félagsmálasviðs.

Samkvæmt nýjum lögum og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi 1. október s.l. þá er meðal nýmæla að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraða hefur fram til þessa verið falið að sinna. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettar þann 19. júní 2018 og 5. nóvember 2018, er varða staðsetningu og fyrirkomulag Öldungaráðs í stjórnsýslu sveitarfélaga.

Til umræðu ofangreint sem og meðal annars bílastæðamál, samþætting þjónustu félagsþjónustu, Dalbæjar og HSN,kynning á heimilisþjónustu, upplýsingatækni, fleiri bekki úti, möguleika á akstursþjónustu, bílastæðamál við Berg, Heilsueflandi samfélag,húsnæðismál.

Kolbrún og Þorgerður viku af fundi kl. 14:26.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningum á þremur fulltrúum í Öldungaráð frá vettvangi eldri borgara og einum fulltrúa frá Heilsugæslunni.

Byggðaráð - 902. fundur - 28.03.2019

Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var samþykkt samhljóða að óska eftir tilnefningum á þremur fulltrúum í Öldungaráð frá vettvangi eldri borgara og einum fulltrúa frá Heilsugæslunni.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu eftirfarandi tilnefningar:
a) Frá HSN: Lilja Vilhjálmsdóttir.
b) Frá Félagi eldri borgara:
Fulltrúar eldri borgara í öldungaráði eru:
Kolbrún Pálsdóttir kt. 090837-4789, Kirkjuvegi 9, 620 Dalvík
Þorgerður Sveinbjarnardóttir kt. 200737-4909, Stórhólsvegi 3, 620 Dalvík

Til vara:
Helga Mattína Björnsdóttir kt. 150844-2589, Karlsrauðatorgi 26, 620 Dalvík
Elín Rósa Ragnarsdóttir kt. 110650-2139, Sunnubraut 7, 620 Dalvík
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að boða til fundar Öldungaráðs í apríl.

Byggðaráð - 904. fundur - 23.04.2019

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar í Öldungaráði þær Kolbrún Pálsdóttir, Þorgerður Sveinbjarnardóttir og Helga Mattína Björnsdóttir frá eldri borgurum , Lilja Vilhjálmsdóttir frá HSN og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

Samkvæmt samkomulagi um Öldungaráð þá er ráðið samráðsvettvangur um hagsmunamál eldri borgara og samkvæmt nýjum og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga frá 1. október s.l. þá er meðal nýmæla að Öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraða hefur verið fram til þessa falið að sinna.

Til umræðu ýmis mál er varðar málefni íbúa 60 ára og eldri í Dalvíkurbyggð. Sveitarstjóri tekur saman minnispunkta af fundinum.

Kolbrún, Þorgerður, Helga Mattína og Lilja viku af fundi kl. 14:19.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 928. fundur - 05.12.2019

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar í Öldungaráði þær Kolbrún Pálsdóttir, Elín Rósa Ragnarsdóttir og Helga Mattína Björnsdóttir frá eldri borgurum, Hildigunnur Jóhannesdóttir frá HSN og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 10:00.

Til umræðu ýmis mál er varðar málefni íbúa 60 ára og eldri í Dalvíkurbyggð. Sveitarstjóri tekur saman minnispunkta af fundinum og sendir út fundargerð eftir fund.

Þórhalla kom inn á fundinn kl. 10:44.

Kolbrún, Elín Rósa, Helga Mattína, Hildigunnur og Eyrún viku af fundi kl. 10:52.
Byggðaráð þakkar öldungaráði fyrir góðan fund.

Byggðaráð - 948. fundur - 25.06.2020

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs fulltrúar í Öldungaráði þær Kolbrún Pálsdóttir og Helga Mattína Björnsdóttir frá eldri borgurum og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

Til umræðu ýmis mál er varða málefni íbúa 60 ára og eldri í Dalvíkurbyggð. Sveitarstjóri tekur saman minnispunkta af fundinum og sendir út fundargerð eftir fund.

Kolbrún, Helga Mattína og Eyrún viku af fundi kl. 14:20.
Byggðaráð þakkar öldungaráði fyrir góðan fund.