Ósk um viðauka vegna göngstígs frá Olís að Árgerði

Málsnúmer 202006074

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 948. fundur - 25.06.2020

Tekið fyrir bréf frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs dagsett 12. júní 2020, ósk um viðauka vegna göngustígs frá Olís að Árgerði sunnan Dalvíkur.

Framkvæmdir vegna færslu lóðar við Ásgarð eru áætlaðar dýrari en gert var ráð fyrir við hönnun stígsins. Einnig var lægsta tilboð í verkið 11% yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Umhverfisráð fjallaði um málið og leggur til að beðið verði með framkvæmdir við gangstéttir upp á 3.000.000 kr til að mæta kostnaði en sótt verði um viðauka fyrir eftirstöðvunum, 7.812.400 kr.
Byggðaráð samþykkir samhljóða tilfærslu á verki E2001 yfir á E2007 kr. 3.000.000 og viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun 2020 upp á 7.812.400 kr á deild 32200-11900. Mætt með lækkun á handbæru fé.