Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 201809045

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 315. fundur - 08.02.2019

Undir þessum lið kom inn á fundinn Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 08:15
Valur Þór fór yfir þau verkefni sem fyrirhuguð eru á næstunni og stöðu þeirra sem í gangi eru.
Valur Þór vék af fundi kl. 09:58
Ráðið þakkar Vali fyrir gagnlegar umræður og óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu hreinsunarátaks 2019 fyrir næsta fund.

Umhverfisráð - 318. fundur - 05.04.2019

Til umræðu framkvæmdir sumarsins og staða verkefna. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 08:17 Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri.
Umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra fyrir yfirferðina.

Umhverfisráð - 320. fundur - 03.05.2019

Til umræðu framkvæmdir sumarsins og staða verkefna. Undir þessum lið kom inn á fundinn kl. 08:20 Kristján Guðmundsson aðstoðarmaður umhverfisstjóra.
Kristján fór yfir þau verkefni sem voru fyrirhuguð í sumar og stöðu mála.
Umhverfisráð lýsir yfir þungum áhyggjum af verkefnastöðu sumarsins.

Umhverfisráð - 321. fundur - 06.05.2019

Farið í vettvangsferð um sveitarfélagið og farið yfir verkefni sumarsins.
Ráðið skoðaði öll leiksvæði í sveitarfélaginu og kortlagði þá staði sem gert er ráð fyrir að mála gangbrautir og miðlínur.

Umhverfisráð - 323. fundur - 24.06.2019

Til umræðu óskir íbúa um aðkomu að umhverfismálum í Dalvíkurbyggð.

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson,sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl.09:10.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 1.júlí 2019, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.000.000 á lið 10300-4396 vegna óvenju mikilla viðgerða á gatnakerfi
sveitarfélagsins auk þess sem kostnaður við götumálun varð töluvert meiri en gert var ráð fyrir.
Það skýrist af viðbótum sem gerðar voru í vor.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 1.000.000 við fjárhagsáætlun 2019 á lið 10300-4396 vegna viðhalds á götum, gangstéttum og kantsteinum, viðauki nr. 16/2019, og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.