Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 35

Málsnúmer 1905012F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • .1 201802004 Undirbúningur framkvæmda
    Undir þessum lið kom á fund stjórnar Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses Ágúst Hafsteinsson, hönnunarstjóri frá Form ráðgjöf ehf.

    Verkefni fundarins var að fara yfir möppu frá verktakanum er varðar val á ýmsum búnaði.

    Ágúst vék af fundi kl. 12:14.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 35 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela hönnunarstjóra að upplýsa Kötlu ehf. um niðurstöður sínar hvað varðar tillögur frá verktakanum um val á búnaði.
  • .2 201810099 Fjármögnun framkvæmda og rekstrarform
    Til umræðu fjármögnun framkvæmdarinnar með lántöku en fyrir liggur að félagið getur ekki hafið lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga.

    Fyrir liggur lánsvilyrði frá Íbúðalánasjóði, dagsett þann 14. júní 2017, sem tengist umsókn um stofnframlag. Um er að ræða lánsvilyrði með 4,2% föstum verðtryggðum vöxtum til 50 ára. Lánsumsóknin miðast við 60% lánshlutfall.
    Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses - 35 Stjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um stöðu mála hvað varðar möguleika á lánafyrirgreiðslum vegna þessa verkefnis sem og möguleika á að breyta rekstrarformi í kringum íbúðirnar ef vilji stæði til þess. Jafnframt felur stjórnin framkvæmdastjóra að afla frekari upplýsinga hjá VSÓ varðandi reikningslíkanið og hlutfall lánsfjármögnunar.