Frá Ragnari Þ Þóroddssyni; Ósk um lán/leigu á gamla skóla um Fiskidagshelgina

Málsnúmer 201907023

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 912. fundur - 11.07.2019

Tekið fyrir erindi frá Ragnari Þ Þóroddssyni, rafbréf dagsett þann 5.júlí 2019, þar sem óskað er eftir að fá Gamla skóla, aðeins eldri part, og innganginn í hann í gegnum yngri partinn sem snýr að Skíðabraut að láni eða leigu í um þrjá daga í kringum Fiskidag eða frá og með 8. ágúst til og með 11. ágúst. Hugmyndin er að hafa opið og sýna gestum Fiskidagsins safn Brimars sem Dalvíkurbyggð á. Safnið hangir enn uppi í eldri parti Gamla skóla svo þetta sé ekki mikið mál.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að semja við Ragnar um leigu á Gamla skóla þessa daga samkvæmt skilyrðum byggðaráðs. Sveitarstjóra falið að koma þeim skilyrðum áleiðis til sviðsstjóra.