Veitu- og hafnaráð

64. fundur 08. ágúst 2017 kl. 07:30 - 09:20 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir varaformaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
 • Gunnar Aðalbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá

1.Austurgarður, matskylda.

201708012

Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar sem, framkvæmdaaðili, fer þess á leit við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, með vísan í 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, að ákveða hvort lenging Norðurgarðs annars vegar og landfylling norðan hafnasvæðis merkt L4 á deiliskipulagi hins vegar séu háðar mati á umhverfisáhrifum.

Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir Dalvíkurhöfn og aðliggjandi svæði dagsett 15. júlí 2016. Skipulagið var sent til umsagnar til hagsmunaaðila, svo og Skipulagsstofnunnar og Vegagerðarinnar. Í skipulaginu er gert ráð 150 metra lengingu á viðlegukanti og landfyllingu norðan við hafnasvæðið um 1,25 ha. að stærð merkt L4 á deiliskipulagsuppdrátti. Að auki var gert ráð fyrir í skipulaginu nýrri lóð á eldra hafnarsvæði þar sem rísa á fiskvinnsluhús Samherja hf. Að mati framkvæmdaaðila þá hafa framkvæmdirnar ekki umtalsverð umhverfisáhrif og ættu hvorugar að vera háðar mati á umhverfisáhrifum.

Verið er að tilkynna um tvær framkvæmdir, annars vegar lengingu viðlegubryggju um 150 m til norðurs og landfyllingu norðan við Norðurgarð merkt (L4)hins vegar.

Ofangreindar framkvæmdir eru háðar framkvæmda- og byggingaleyfi Dalvíkurbyggðar.
Veitu- og hafnaráð sækir um framkvæmda- og byggingarleyfi fyrir framkvæmdirnar og leggur fram greinargerð þar sem, að mati ráðsins, er sýnt fram á að þessar framkvæmdir falla í flokk C framkvæmda skv. viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Því til skýringar vísar ráðið í greinar 2.1, 2.2 10.14 og 10.23 í Viðauka 1. Að auki fylgja með skýringar frá Skipulagsstofnun um afgreiðslu mála af þessum toga.

2.Fjögurra ára samgönguáætlun 2018-2021

201706096

Með rafpósti frá Vegagerð ríkisins, sem dagsettur er 16. júní 2017 fylgja umsóknareyðublöð vegna gerðar samgönguáætlunar fyrir árin 2018 - 2021. Sveitarstjóri og sviðsstjóri unnu að gerð umsókna um verkefni sem skilað var inn 15. júlí 2017. Sem fundargagn er umsóknin frá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar. Umsóknin byggist að mestu leyti á núverandi framkvæmd við Austurgarð og svo þeirri úttekt á viðhaldsþörf hafnarmannvirkja Hafnasjóðs sem unnin var fyrir hann á árinu 2015.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða innsent erindi vegna samgönguáætlunar 2018 - 2021.

3.Umsagnarbeiðni - Niðurlagning vita

201707022

Í viðhengi er beiðni frá Vegagerðinni, dags. 5. júlí 2017, þar sem óskað er eftir umsögn Hafnasambands Íslands um niðurlagningu vita. Í bréfinu er óskað eftir því að leitað verði eftir viðhorfum aðildarhafna og því sendir hafnasambandið eftirfarandi skjal til umsagnar til aðildarhafna.

Óskum við eftir að athugasemdir berist hafnasambandinu fyrir 24. ágúst nk.

Í bréfi frá Vegagerðinni kemur eftirfarandi fram:
"Vegagerðin sendir yður til umsagnar tillögur samráðshóps um vitamál um að leggja niður og afskrá 7 vita úr Vitaskrá upptalda í töflu 1 ásamt því að leggja niður 3 vita upptalda í töflu 2 sem landsvita og þeir verði hafnavitar. Óskað er eftir að félagið hlutist til um umsagnir til félagsmanna sinna og að umsögn berist í síðasta lagi 1. september eftir móttöku þessa bréfs og verði skilað inn á rafrænu formi á netfangið ggs@vegagerdin.is."
Veitu- og hafnaráð bendir á nauðsyn þess að vitum landsins sé viðhaldið og gamlir vitar verndaðir, að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við afgreiðslu Siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.

4.Ábyrgð umboðsmanna skemmtiferðaskipa

201706104

Þann 18. maí sl. barst Hafnasambandi Íslands erindi frá Gara Agents & Shipbrokers vegna ábyrgðar umboðsmanna skipa og óskað var eftir því að hafnir veiti 60 daga greiðslufrest á reikningum sínum (sjá viðhengi). Í viðhengi er einnig minnisblað sem unnið var af Jóhannesi Karli Sveinssyni hjá Landslögum, dags. 4. maí 2017, um ábyrgð umboðsmanna skipa.

Hver og ein höfn fyrir sig ákveður hver greiðslufrestur sinn er og því er erindið sem og minnisblaðið framsent á allar aðildarhafnir.Veitu- og hafnaráð telur að Hafnasamband íslands móti samræmdar reglur um gjaldfrest á hafnagjöldum skemmtiferðaskipa.

5.Bann gegn svartolíu og fleira

201706143

Hafnasambandi Íslands barst nýverið bréf frá Náttúruverndarsamtökum Íslands og aðgerðarhópi í loftslagsmálum þar sem hafnasambandið var beðið um að koma eftirfarandi erindi, sem finna má í viðhengi, á framfæri.

Þær hafnir sem eru reiðubúnar að leggja nafn sitt við þá áskorun er fram kemur í viðhengi vinsamlegast sendi svar annað hvort til: eythor@thekkingarmidlun.is eða arni@natturuvernd.is.
Lagt fram til kynningar.

6.Erindi vegna flotbryggju á Hauganesi

201707003

Með rafpósti sem dagsettur er 3. júlí 2017, óskar Whales Hauganes ehf. eftir því að fá flotbryggju í höfnina á Hauganesi fyrir tímabilið apríl 2018

Í rafpóstinum kemur fram að það þarf að byrja á því að kanna dýpið og ákveða staðsetningu og lengd bryggjunnar.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018.

7.Tilkynning um endurnýjun vigarleyfis - Fiskmarkaður Norðurlands

201706054

Með bréfi frá Fiskistofu, sem dagsett er 7. júlí 2017, kemur fram að stofnunin hefur endurnýjað vigtunarleyfi fyrir Fiskmarkað Norðurlands, Ránarbraut 1, 620 Dalvík.
Lagt fram til kynningar.
Ásdís Jónasdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar kl. 9:00
Ásdís kom til fundar aftur kl. 9:10

8.Stækkun dreifikerfis 2017.

201708011

Á fundinum var kynnt verðkönnun á stækkun dreifikerfis Hitaveitu Dalvíkur í Svarfaðardal og á Ströndinni.
Sviðsstjóra falið að semja við Steypustöðin Dalvík ehf um verkið.

Fundi slitið - kl. 09:20.

Nefndarmenn
 • Valdimar Bragason formaður
 • Ásdís Svanborg Jónasdóttir varaformaður
 • Kristján Hjartarson Aðalmaður
 • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
 • Gunnar Aðalbjörnsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
 • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
 • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs