Umsagnarbeiðni - Niðurlagning vita

Málsnúmer 201707022

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 64. fundur - 08.08.2017

Í viðhengi er beiðni frá Vegagerðinni, dags. 5. júlí 2017, þar sem óskað er eftir umsögn Hafnasambands Íslands um niðurlagningu vita. Í bréfinu er óskað eftir því að leitað verði eftir viðhorfum aðildarhafna og því sendir hafnasambandið eftirfarandi skjal til umsagnar til aðildarhafna.

Óskum við eftir að athugasemdir berist hafnasambandinu fyrir 24. ágúst nk.

Í bréfi frá Vegagerðinni kemur eftirfarandi fram:
"Vegagerðin sendir yður til umsagnar tillögur samráðshóps um vitamál um að leggja niður og afskrá 7 vita úr Vitaskrá upptalda í töflu 1 ásamt því að leggja niður 3 vita upptalda í töflu 2 sem landsvita og þeir verði hafnavitar. Óskað er eftir að félagið hlutist til um umsagnir til félagsmanna sinna og að umsögn berist í síðasta lagi 1. september eftir móttöku þessa bréfs og verði skilað inn á rafrænu formi á netfangið ggs@vegagerdin.is."
Veitu- og hafnaráð bendir á nauðsyn þess að vitum landsins sé viðhaldið og gamlir vitar verndaðir, að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við afgreiðslu Siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.