Austurgarður, matskylda.

Málsnúmer 201708012

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 64. fundur - 08.08.2017

Hafnarsjóður Dalvíkurbyggðar sem, framkvæmdaaðili, fer þess á leit við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar, með vísan í 6. grein laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, að ákveða hvort lenging Norðurgarðs annars vegar og landfylling norðan hafnasvæðis merkt L4 á deiliskipulagi hins vegar séu háðar mati á umhverfisáhrifum.

Fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir Dalvíkurhöfn og aðliggjandi svæði dagsett 15. júlí 2016. Skipulagið var sent til umsagnar til hagsmunaaðila, svo og Skipulagsstofnunnar og Vegagerðarinnar. Í skipulaginu er gert ráð 150 metra lengingu á viðlegukanti og landfyllingu norðan við hafnasvæðið um 1,25 ha. að stærð merkt L4 á deiliskipulagsuppdrátti. Að auki var gert ráð fyrir í skipulaginu nýrri lóð á eldra hafnarsvæði þar sem rísa á fiskvinnsluhús Samherja hf. Að mati framkvæmdaaðila þá hafa framkvæmdirnar ekki umtalsverð umhverfisáhrif og ættu hvorugar að vera háðar mati á umhverfisáhrifum.

Verið er að tilkynna um tvær framkvæmdir, annars vegar lengingu viðlegubryggju um 150 m til norðurs og landfyllingu norðan við Norðurgarð merkt (L4)hins vegar.

Ofangreindar framkvæmdir eru háðar framkvæmda- og byggingaleyfi Dalvíkurbyggðar.
Veitu- og hafnaráð sækir um framkvæmda- og byggingarleyfi fyrir framkvæmdirnar og leggur fram greinargerð þar sem, að mati ráðsins, er sýnt fram á að þessar framkvæmdir falla í flokk C framkvæmda skv. viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Því til skýringar vísar ráðið í greinar 2.1, 2.2 10.14 og 10.23 í Viðauka 1. Að auki fylgja með skýringar frá Skipulagsstofnun um afgreiðslu mála af þessum toga.

Veitu- og hafnaráð - 65. fundur - 06.09.2017

Með tölvupósti frá Skipulagsstofnun, sem dagsettur er 25. ágúst 2017, kemur fram eftirfarandi "Vísað er til erindis Dalvíkurbyggðar dags. 9. ágúst sl. Í erindinu kemur fram að Dalvíkurbyggð hafi tekið ákvörðun um matsskyldu vegna landfyllingar, tl. 10.23 í og vegna viðlegubryggju, tl. 10.14 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum. Í ákvörðun um matsskyldu landfyllingar kemur fram að efni í fyllinguna sé um 75.000 m³ þar af sé um helmingur dýpkunarefni. Skipulagsstofnun staðfestir að skv. upplýsingum í meðfylgjandi greinargerð er hér um framkvæmdir í C-flokki að ræða og þ.a.l. á hendi sveitarfélagsins að taka ákvörðun um matsskyldu."
Með bréfi frá Umhverfisstofnun, sem dagsett er 28. ágúst 2017, er veitt leyfi til vörpunar efnis í hafið með ákveðum skilyrðum.
Með bréfi frá umhverfis- og tæknisviði Dalvíkurbyggðar, sem dagsett er 30. ágúst 2017, er veitt framkvæmdar- og byggingarleyfi vegna framkvæmda Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna landfyllingar L4 og lengingu viðlegubryggju.

Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 68. fundur - 30.10.2017

Fram komu upplýsingar um það að ágreiningur væri um efnistöku vegna landfyllingar. Dæling hefur nú verið stöðvuð á svæði sem er innan hafnamarka hafnarinnar á Árskógsandi.
Veitu- og hafnaráð leggur þunga áherslu á að leitað verði allra mögulegra leiða til að leyfi fáist til áframhaldandi dælingu efnis til landfyllingar við Austurgarð.