Á 131.fundi veitu- og hafnaráðs þann 10.janúar 2024 var eftirfarandi bókað:
Í þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 er á árinu 2026 áætlað að bora vinnsluholu, staðsetning hefur ekki verið ákveðin. Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að fá ÍSOR til þess að hefja þá vinnu að rannsaka hvar skynsamlegast er að bora fyrirhugaða vinnsluholu. Þessi bókun veitu- og hafnaráðs var staðfest á 365.fundi sveitarstjórnar þann 23.janúar 2024.
Auður Agla Óladóttir, jarðfræðingur hjá ÍSOR kom til fundar á TEAMS kl. 8:30 og fór yfir stöðu jarðhitarannsókna í Dalvíkurbyggð.