ISOR kynning á stöðu jarðhitarannsókna Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202304061

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 124. fundur - 03.05.2023

Freyr Antonsson, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir (Teams), mættu kl. 08:15 og Rúnar Óskarsson, starfsmaður veitna mætti kl. 08:29
Bjarni Gautason fór yfir stöðu jarðhitarannsókna hjá Dalvíkurbyggð, kynning hans náði yfir dagskrárliði 1-4 á fundinum.
Veitu- og hafnarráð þakkar Bjarna Gautasyni fyrir góða yfirferð.

Veitu- og hafnaráð - 129. fundur - 01.11.2023

Undir þessum lið kom inn á fundinn í gegnum Teams kl. 8:15 Auður Agla Óladóttir frá ÍSOR og fór yfir stöðu jarðhitarannsókna í Dalvíkurbyggð.
Veitu- og hafnarráð þakkar Auði Öglu Óladóttur fyrir greinargóða yfirferð á stöðu mála í Dalvíkurbyggð.
Veitu- og hafnaráð leggur til að þegar minnisblað um Merkisvík liggur fyrir að þá fyrir verði tekin ákvörðun um borun hitastigulsholu á því svæði. Jafnframt er lagt til að þegar skýrsla um niðurstöður hitastigulsborana í Skíðadal liggja fyrir verði tekin ákvörðun um framhald leitar á því svæði. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

Auður Agla Óladóttir vék af fundi kl. 9:05

Veitu- og hafnaráð - 131. fundur - 10.01.2024

Auður Agla Óladóttir frá ÍSOR kom inn á fundinn á Teams kl. 8:20.
Í þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 er á árinu 2026 áætlað að bora vinnsluholu, staðsetning hefur ekki verið ákveðin. Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að fá ÍSOR til þess að hefja þá vinnu að rannsaka hvar skynsamlegast er að bora fyrirhugaða vinnsluholu.
Auður Agla vék af fundi kl. 08:57

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 131. fundi veitu- og hafnaráðs þann 10. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Auður Agla Óladóttir frá ÍSOR kom inn á fundinn á Teams kl. 8:20. Niðurstaða:Í þriggja ára fjárhagsáætlun 2025-2027 er á árinu 2026 áætlað að bora vinnsluholu, staðsetning hefur ekki verið ákveðin. Veitu- og hafnarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að fela veitustjóra að fá ÍSOR til þess að hefja þá vinnu að rannsaka hvar skynsamlegast er að bora fyrirhugaða vinnsluholu. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu veitu- og hafnaráðs um að fela veitustjóra að fá ÍSOR til þess að hefja þá vinnu að rannsaka hvar skynsamlegast er að bora fyrirhugaða vinnsluholu.