Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2020

Málsnúmer 201909038

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 87. fundur - 11.09.2019

Fyrir liggja upplýsingar frá byggðarráði er varða forsendur fjárhagsáætlunar 2020. Þar er m.a. vísað til kjarasamkomulags Sambands íslenskra sveitarfélaga þess efnis að almennar gjaldskráhækkanir fari ekki yfir 2,5% og að sjálfvirkar vísitöluhækkanir gjaldskáa verði felldar brott úr þeim.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun. Með hliðsjón af framkvæmdaþörf og fjárhagsstöðu Hitaveitu Dalvíkur telur veitu- og hafnaráð ekki ástæðu til breytinga á gjaldskrá.

Byggðaráð - 925. fundur - 21.10.2019

Á 87. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. september 2019 samþykkti ráðið samhljóða með fimm atkvæðum eftirfarandi bókun. "Með hliðsjón af framkvæmdaþörf og fjárhagsstöðu Hitaveitu Dalvíkur telur veitu- og hafnaráð ekki ástæðu til breytinga á gjaldskrá."

Sveitarstjórn var búin að vísa gjaldskránni til heildarumræðu um gjaldskrár en þar sem gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur þarf tvær umræður í sveitarstjórn er ofangreint nú á dagskrá.

Málið rætt.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu veitu- og hafnaráðs og vísar gjaldskránni óbreyttri til fyrri umræðu í sveitarstjórn.