Frá Háskólanum á Akureyri; Styrkur vegna sjávarútvegsskólans

Málsnúmer 201905013

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 906. fundur - 09.05.2019

Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett þann 3. maí 2019, þar sem óskað er eftir styrk frá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 250.000 vegna Sjávarútvegsskólans sem starfræktur verði í sumar á Dalvík. Fram kemur að Hafnasjóður styrkti skólann í fyrra.

Meðfylgjandi er kynningarbréf á Sjávarútvegsskólanum, dagsett þann 8. apríl 2019.

Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs.
Byggðaráð bendir Háskólanum á Akureyri á að senda þarf inn erindi fyrir tilskilinn auglýstan frest í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar hverju sinni og fer þess á leit að framvegis verði sá háttur hafður á ef óska á eftir framlagi frá sveitarfélaginu.

Veitu- og hafnaráð - 86. fundur - 05.06.2019

Tekið fyrir erindi frá Háskólanum á Akureyri, dagsett þann 3. maí 2019, þar sem óskað er eftir styrk frá Hafnasjóði Dalvíkurbyggðar að upphæð kr. 250.000 vegna Sjávarútvegsskólans sem starfræktur verði í sumar á Dalvík. Fram kemur að Hafnasjóður styrkti skólann í fyrra.

Meðfylgjandi er kynningarbréf á Sjávarútvegsskólanum, dagsett þann 8. apríl 2019.
Veitu- og hafnaráð tekur undir bókun byggðarráðs en þar segir. "Byggðaráð bendir Háskólanum á Akureyri á að senda þarf inn erindi fyrir tilskilinn auglýstan frest í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar Dalvíkurbyggðar hverju sinni og fer þess á leit að framvegis verði sá háttur hafður á ef óska á eftir framlagi frá sveitarfélaginu."

Veitu- og hafnaráð vill benda á að á heimasíðu Dalvíkurbyggðar er vakin athygli á umsóknarfresti um styrki til Dalvíkurbyggðar fyrir fjárhagsárið 2020 - 2023.