Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201906008

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 86. fundur - 05.06.2019

Sviðsstjóri kynnti fyrir ráðsmönnum tímaramma vegna starfs- og fjárhagsáætlunar 2020.
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 89. fundur - 02.10.2019

Veitu- og hafnaráð fór yfir ramma sviðsins að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og gerði sviðsstjóri grein fyrir þeim breytingum sem þar er gert ráð fyrir. Einnig kynnti sviðsstjóri drög að fjárfestingum næsta árs og spunnust töluverðar umræður um þær.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum fram lagða ramma að fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 og mun ræða starfs- og fjárhagsáætlun veitu- og hafnasviðs, fyrir árið 2020, á næsta fundi ráðsins.

Veitu- og hafnaráð - 90. fundur - 06.11.2019

Sviðsstjóri kynnti starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2020 og drög framkvæmdalista 2020 - 2023 fyrir Hafnasjóð, Vatnsveitu, Hitaveitu og Fráveitu.
Veitu- og hafnaráð samþykkir með fimm samhljóðs atkvæðum starfsáætlun veitu- og hafnasviðs fyrir árið 2020 og framkvæmdalista veitu - og hafnasviðs fyrir árin 2020 - 2023.