Samgönguáætlun 2020 - 2024

Málsnúmer 201905093

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 86. fundur - 05.06.2019

Með bréfi, sem dagsett er 6.05.2019, frá Vegagerð ríkisins er vakin athygli á því að hafinn er undirbúningur að næstu fimm ára samgönguáætlun þ.e. 2020 - 2024.Óskað er eftir umsóknum um öll þau verkefni sem til greina koma að ráðast í að mati stjórnar Hafnasjóðs.

Við gerð áætlunar verður endurskoðuð núverandi samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 og bætt við hana áætlun sem framkvæma skal á árinu 2024.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum að hafnastjóri og sviðsstjóri ræði við Vegagerðina vegna endurskoðunar á núverandi samgönguáætlun og þeirri breytingu sem mun verða á henni.