Erindisbréf umhverfisráðs, fundartími ráðsins og tímamörk á móttöku innsendara erinda.

Málsnúmer 201807007

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 307. fundur - 06.07.2018

Til kynningar erindisbréf umhverfisráðs 2018-2022 ásamt tillögum um fundartíma ráðsins.
Ráðið leggur til að erindisbréfið verði endurskoðað samkvæmt umræðum á fundinum og lagt fram á næsta fundi ráðsins.
Ráðið leggur til að fundartími ráðsins verði óbreyttur frá fyrra kjörtímabili annar föstudagur í mánuð kl. 08:15
Ráðið minnir jafnframt á að innsend erindi skulu berast eigi síðar en 14:00 miðvikudaginn fyrir fund.

Varamennirnir Friðrik Vilhelmsson, Birta Dís Jónsdóttir, Júlíus Magnússon og Emil Júlíus Einarsson viku af fundi kl. 09:19.

Umhverfisráð - 308. fundur - 16.08.2018

Til afgreiðslu erindisbréf umhverfisráðs.
Umhverfisráð samþykkir framlagt erindisbréf.
Samþykkt með fimm atkvæðum.