Hreinsunarátak á iðnaðarlóðum í Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201807010

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 307. fundur - 06.07.2018

Til umræðu áframhaldandi hreinunarátak á iðnaðarlóðum í Dalvíkurbyggð 2018.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra að útbúa drög að bréfi til fyrirtækja í sveitarfélaginu sem lagt verður fyrir næsta fund ráðsins.

Umhverfisráð - 308. fundur - 16.08.2018

Til umræðu drög að bréfi til rekstraraðila vegna fyrirhugaðs hreinsunarátaks.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að senda út bréfið með áorðnum breytingum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 311. fundur - 19.10.2018

Undir þessum lið mætti Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 11:18
Farið yfir stöðu mála eftir útsendingu á bréfi vegna hreinsunarátaks.
Valur Þór vék af fundi kl. 11:45.
Umhverfisráð þakka Val fyrir yfirferðina og leggur til að sent verði ítrekunarbréf á þá aðila sem ekki hafa orðið að neinu leyti við ábendingum.

Umhverfisráð - 313. fundur - 14.12.2018

Til umræðu staða hreinsunarátaks ofl. Undir þessum lið kom inn á fundinn Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl.09:40
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri kom inn á fundinn kl. 10:15 og vék af fundi 10:25
Valur vék af fundi k. 10:34.
Valur upplýsti um stöðu verkefnisins og hvað aðilar fengu ítrekunarbréf.
Ákveðið að Valur hafi samband við þá aðila sem ekki hafa brugðist við ábendingum á fullnægjandi hátt.

Umhverfisráð - 320. fundur - 03.05.2019

Til umræðu staða hreinsunarátaks ofl.
Kristján Guðmundsson aðstoðarmaður umhverfisstjóra vék af fundi kl.09:02
Farið var yfir stöðu hreinsunarátaksins. Ráðið leggur áherslu á að verkefninu verði haldið áfram.

Umhverfisráð - 321. fundur - 06.05.2019

Skoðaðar voru lóðir hjá þeim aðilum sem fengu bréf vegna hreinsunarátaks
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að fylgja eftir ábendingum ráðsins varðandi framhald hreinsunarátaksins.