Nýjar hugmyndir eigenda 0201 að Goðabraut 3, Dalvík

Málsnúmer 201801126

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 301. fundur - 02.02.2018

Með innsendu erindi dags. 31. janúar 2018 óskar Kristján E. Hjartarson eftir byggingarleyfi fyrir hönd eiganda 0201 að Goðabraut 3, Dalvík.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að afla samþykkis meðeiganda ásamt drögum að nýjum eignaskiptasamningi. Ráðið felur sviðsstjóra að grendarkynna þær breytingar sem óskað er eftir áður en byggingarleyfi er gefið út.

Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grendarkynnt eftirfarandi aðilum:
Ráðhús Dalvíkur
Menningarhúsið Berg
Goðabraut 4
Hafnarbraut ( Reitir)
Hafnarbraut 2a, 2b og 4
Sognstún 2 og 4


Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 303. fundur - 16.03.2018

Til afgreiðslu breyttar teikningar af áður samþykktum breytingu á Goðabraut 3, Dalvík
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að afla samþykkis meðeiganda ásamt drögum að nýjum eignaskiptasamningi. Ráðið felur sviðsstjóra að óska eftir grendarkynningu á þeim breytingum sem óskað er eftir áður en byggingarleyfi er gefið út, ásamt umsögn slökkvilisstjóra.

Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grendarkynnt eftirfarandi aðilum:
Ráðhús Dalvíkur
Menningarhúsið Berg
Goðabraut 4
Hafnarbraut ( Reitir)
Hafnarbraut 2a, 2b og 4
Sognstún 2 og 4


Samþykkt með fimm atkvæðum.

Umhverfisráð - 306. fundur - 08.06.2018

Undir þessum lið vék af fundi Heiða Hilmarsdóttir kl. 09:11.

Á 303 fundi umhverfisráðs þann 16. mars 2018 var eftirfanadi bókað
"Umhverfisráð felur sviðsstjóra að afla samþykkis meðeiganda ásamt drögum að
nýjum eignaskiptasamningi. Ráðið felur sviðsstjóra að óska eftir grendarkynningu
á þeim breytingum sem óskað er eftir áður en byggingarleyfi er gefið út, ásamt
umsögn slökkvilisstjóra. Ráðið óskar eftir að framkvæmdin verði grendarkynnt
eftirfarandi aðilum: Ráðhús Dalvíkur Menningarhúsið Berg Goðabraut 4
Hafnarbraut ( Reitir) Hafnarbraut 2a, 2b og 4 Sognstún 2 og 4 Samþykkt með
fimm atkvæðum "
Fyrir liggja ofnagreind gögn til afgreiðslu málsins.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sviðsstjóra að óska eftir teikningum sem sýna núverandi skuggavarp, einnig miðað við umbeðna hækkun hússins frá hönnuði.
Tímabilið frá júní til 15. ágúst.

Umhverfisráð - 307. fundur - 06.07.2018

Á 306. fundi umhverfisráðs var eftirfarandi bókað:
,,Umhverfisráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og felur sviðsstjóra að óska eftir teikningum sem sýna núverandi skuggavarp, einnig miðað við umbeðna hækkun hússins frá hönnuði.
Tímabilið frá júní til 15. ágúst."
Til kynninga umbeðin gögn frá umsækjanda.
Ráðið fór yfir innsend gögn sem sýna skuggavarp fyrirhugaðrar stækkunar á Goðabraut 3 ásamt þeim athugasemdum sem fram komu í grenndarkynningu.
Umhverfisráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum og byggir skoðun sína á fyrirliggjandi athugasemdum eftir grenndarkynningu og skuggavarps teikningum.

Umhverfisráð - 308. fundur - 16.08.2018

Undir þessum lið komu á fund ráðsins kl. 10:40 þau Friðrika og Sigurður eigendur 0201 að Goðabraut 3.
Til umræðu nýjar hugmyndir eigenda 0201 að Goðabraut 3, Dalvík vegna stækkunar.

Friðrika og Sigurður viku af fundi kl. 10:50.
Eigendur kynntu nýjar áætlanir fyrir ráðinu vegna stækkunar hússins.
Ráðið óskar eftir nánari teikningum af þeim tillögum sem kynntar voru.

Umhverfisráð - 315. fundur - 08.02.2019

Til kynningar nýjar hugmyndir eigenda að Goðabraut 3 0201, Dalvík vegna íbúðar á efstu hæð.
Umhverfisráð getur ekki tekið afstöðu miðað við fyrirliggjandi gögn og óskar eftir skuggavarpsmyndum á grunndvelli fyrirliggjandi uppdráttar.