Móttaka sorps á gámasvæði

Málsnúmer 201402132

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 248. fundur - 05.03.2014

Til kynningar og umræðu breytingar á sorp móttökustæði Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð felur sviðs og umhverfisstjóra að kanna frekar umræddar breytingar.

Umhverfisráð - 269. fundur - 25.09.2015

Sviðsstjóri leggur fram tillögur að breytingum á gámasvæði og gámavelli austan svæðisins.
Ráðið felur sviðsstjóra að útfæra hugmyndina betur og einnig að fá álit Friðlandsnefndarinnar þar sem umrætt svæði er að hluta innan Friðlandsins.

Umhverfisráð - 270. fundur - 02.10.2015

Til umræðu breytingar á gámasvæði og gámastæðum austan svæðisins.
Umhverfisráð leggur til að kr. 1.100.000 verði fluttar af 32-200-11900.

Umhverfisráð - 308. fundur - 16.08.2018

Til umræðu breytingar á móttöku sorps á gámasvæðinu við Sandskeið.
Undir þessum lið koma á fundinn þeir Óskar Árnason og Ólafur Georgsson kl 08:15.
Óskar og Ólafur viku af fundi kl. 08:44.
Ráðið þakkar þeim fyrir greinargóða yfirferð á rekstri gámasvæðisins og hvað betur má fara.
Ráðið leggur til að gerð verði breyting á gjaldskrá sorphirðu í samræmi við gjaldskrár nágrannasveitarfélaganna fyrir móttöku sorps á gámasvæðinu.
Samþykkt með fimm atkvæðum.