Deiliskipulag í landi Upsa

Málsnúmer 201112047

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 232. fundur - 07.11.2012

Á 239. fundi bæjarstjórnar Dalvíkurbygðgar þann 11. október 2012 var eftirfarandi bókað og samþykkt:

1. Bæjarráð samþykkir að könnun á viðhorfi íbúa Dalvíkurbyggðar til deiliskipulags/frístundabyggðar í landi Upsa, fari fram 20. október 2012.
2. Niðurstaðan verður bindandi ef 66% kosningabærra íbúa taka þátt.
3. Ein spurning verður á kjörseðli: Spurningin er: Vilt þú hafa frístundabyggð í landi Upsa samkvæmt samþykktu deiliskipulagi? Gefinn er kostur á að svara JÁ eða NEI.
4. Rétt til þátttöku í íbúakönnuninni hafa allir íbúar Dalvíkurbyggðar 18 ára og eldri á kjördag. skv. íbúaskrá þann dag.

Niðurstaða íbúakönnunar 20. okt. sl. um frístundabyggð á deiliskipulagi í landi Upsa var eftirfarandi: 1368 voru á kjörskrá og greiddu 675 atkvæði eða um 49% íbúa 18 ára og eldri.
Já sögðu 207, nei sögðu 450. Auðir seðlar voru 17 og 1 ógildur.

Bæjarstjórn hafði sett þau mörk að kosningin yrði bindandi ef 66% íbúanna tæki þátt. Í kynningarbæklingi til íbúa fyrir atkvæðagreiðsluna kom einnig fram að annars yrði það mat bæjaryfirvalda hvað gert yrði með niðurstöðuna.
641. fundi bæjarráð var eftirfarandi samþykkt " Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að sú niðurstaða að um 33% íbúanna höfnuðu frístundabyggð samkvæmt samþykktu deiliskipulagi verði virt og skipulaginu breytt í samræmi við það. Jafnframt verði því beint til umhverfisráðs að fara yfir það hvort þessi breyting kalli á það að gerðar verði frekari breytingar á deiliskipulaginu." Á 240. fundi bæjarstjórnar var samþykkt bæjarráðs staðfest.
Umhverfisráð ræddi niðurstöðu íbúakönnunnar um framangreint málefni og tilmæli frá bæjarstjórn um að breytingar á deiliskipulaginu.Afgreiðslu frestað.Í ljósi framangreindar samþykktar bæjarstjórnar er byggingafulltrúa  falið að senda umsækjendum um frístundalóðir að Upsum svar við lóðaumsóknum þeirra og benda þeim á að það eru til lausar frístundalóðar á öðrum frístundasvæðum í Dalvíkurbyggð.

Umhverfisráð - 299. fundur - 18.12.2017

Til umræðu deilskipulag í landi Upsa.
Umhverfisráð leggur til að ákvörðun bæjarstjórnar frá 30.10.2012 þar sem bæjarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs um að sú niðurstaða að um 33% íbúanna höfnuðu frístundabyggð samkvæmt samþykktu deiliskipulagi verði virt og skipulaginu breytt í samræmi við það.
Ráðið felur sviðsstjóra að hefja vinnu við breytingu á skipulaginu í landi Upsa.




Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum

Umhverfisráð - 301. fundur - 02.02.2018

Á 299. fundi sveitarstjórna Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi samþykkt samhljóða með sjö atkvæðum

"Deiliskipulag svæðisins er enn í gildi samkvæmt staðfestingu Skipulagsstofnunnar fyrir 6 árum. Á undanförnum árum hafa borist fyrirspurnir um svæðið til viðbótar við fyrri umsóknir. Sveitarstjórn telur því rétt að fela umhverfisráði og sviðsstjóra umhverfissviðs að taka upp deiliskipulag í landi Upsa í heild sinni, endurskoða Svæði A (Frístundabyggð) í þeirri mynd sem það var kynnt fyrir íbúakosningu árið 2012. Sveitarstjórn leggur því jafnframt til að Upsasvæðið í heild sinni verði tekið til endurskoðunar enda eru forsendur varðandi aðgengi og annað við Upsasvæði breyttar frá því sem var fyrir 6 árum.
Umhverfisráð leggur áherslu á að endurskipuleggja þurfi svæðið í heild sinni.Þar sem ekki er gert ráð fyrir endurskoðun deiliskipulags í landi Upsa á fjárhagsáætlun 2018 leggur umhverfisráð til að gert verði ráð fyrir endurskoðun skipulagsins í heild sinni við gerð fjárhagsáætlunar 2019.

Samþykkt með fimm atkvæðum.