Beiðni um umsögn, undanþága frá ákvæðum friðlýsingar

Málsnúmer 201610055

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 285. fundur - 02.12.2016

Kristín Dögg Jónsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Marinó Þorsteinsson
Til kynningar umsögn vegna undanþágu frá ákvæðum friðlýsingar vegna fyrirhugaðrar brúargerðar við Hánefsstaðarreit.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 299. fundur - 18.12.2017

Með innsendu erindi dags. 6. desember 2017 óskar Umhverfis- og auðlindaráðuneytið eftir umsögn umhverfisráðs um undanþágu frá ákvæðum auglýsingar um fólkvang í Böggvisstaðarfjalli vegna erindis Júlíusar Magnússonar um nýtingu á Stórhólstjörn.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar setur sig ekki upp á móti umsókninni svo fremi sem umsagnir Náttúrufræði og Umhverfisstofnunar gefi tilefni til að þessi starfsemin gangi ekki gegn markmiðum friðlýsingarinnar.
Samþykkt með fimm atkvæðum.