Umhverfisráð

358. fundur 12. júlí 2021 kl. 08:15 - 10:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi
Dagskrá

1.Öldugata 2 Dalvík - Ósk um leyfi til að stækka bílastæði og að færa til ljósastaur.

Málsnúmer 202106037Vakta málsnúmer

Með tölvupósti, dagsettum 7. júní 2021, óskar Benedikt Snær Magnússon eftir leyfi til þess að stækka bílastæði við Öldugötu 2 á Dalvík til austurs og færa til ljósastaur á sinn kostnað. Einnig er óskað eftir leyfi til þess að lagfæra og lækka bakka við lóðarmörk að norðanverðu, meðfram Brimnesá.
Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Lynghólar 14 - snjósöfnun

Málsnúmer 202106101Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Önnu Maríu Bergsdóttur, dagsett þann 18. júní 2021, þar sem óskað er eftir að brugðist verði við snjósöfnun í Lynghólum.
Umhverfisráð þakkar fyrir erindið og vísar því til fyrirhugaðrar endurskoðunar á snjómokstursreglum Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnar við Dalvík.

Málsnúmer 202106113Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna við Sæból og Framnes norðan Dalvíkur. Um er að ræða 50 m framlengingu á sjóvörn við Sæból og 120 m nýja sjóvörn við Framnes.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fylgiskjöl:

4.Ósk um framkvæmdaleyfi vegna reiðstíga

Málsnúmer 202106169Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sævaldi J. Gunnarssyni, fyrir hönd reiðveganefndar Hestamannafélagsins Hrings, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðvegum í Svarfaðardal með akveginum frá enda reiðvegar milli Valla og Brautarhóls og fram að afleggjara að Hofsá. Meðfylgjandi er afstöðumynd af fyrirhuguðum reiðvegi.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Snerra - ósk um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202106150Vakta málsnúmer

Með erindi dagsettu 22. júní 2021 óskar Guðjón Magnússon, fyrir hönd Þrastar Karlssonar, eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir Snerru í Svarfaðardal. Meðfylgjandi er uppdráttur af fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu unnin af Guðjóni Magnússyni. Breytingin felst í 1,8 ha stækkun á landi Snerru í kjölfar makaskipta á landi og fjölgun byggingarreita um einn.
Umhverfisráð samþykkir erindið og leggur til að breyting á deiliskipulagi Snerru í Svarfaðardal verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um lóð - Sandskeið 20

Málsnúmer 202106167Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 29. júní 2021, óskar Börkur Þór Ottósson eftir lóðinni að Sandskeiði 20 (Baldurshagalóðinni) undir iðnaðarhúsnæði.
Umhverfisráð tekur mjög jákvætt í erindið en leggur áherslu á að ganga þurfi frá endurnýjun lóðarleigusamnings við lóðarhafa Sandskeiðs 22 áður en endanleg úthlutun lóðar að Sandskeiði 20 getur farið fram. Umhverfisráð felur skipulags- og tæknifulltrúa að ræða við lóðarhafa og ganga frá lóðarleigusamningum.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Umsókn um lóð - Aðalbraut 16

Málsnúmer 202107008Vakta málsnúmer

Með umsókn, dagsettri 2. júlí 2021, óska þau Sigurður Bragi Ólafsson og Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir eftir að fá úthlutaðri lóðinni að Aðalbraut 16 á Árskógssandi.
Umhverfisráð samþykkir erindið samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Umsókn um lóð við Skógarhóla 12.

Málsnúmer 202001024Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur dagsettur 29. júní 2021 frá Ara Má Gunnarssyni þar sem hann óskar eftir því að fá framlengingu á lóðarúthlutun sinni að Skógarhólum 12.
Umhverfisráð frestar erindinu og óskar eftir frekari rökstuðningi á framlengingu frá lóðarhafa.

9.Gunnarsbraut 8 - ósk um að fá að hefja vinnu við jarðvegsskipti.

Málsnúmer 202106086Vakta málsnúmer

Með tölvupósti dagsettum 24. júní 2021, óskar Gunnlaugur Svansson fyrir hönd GS frakt ehf. eftir leyfi til þess að hafa jarðvegsskipti á lóð sinni að Gunnarbraut 8.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið leyfi til jarðvegsskipta.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Landamerki Hrafnsstaða og Böggvisstaða

Málsnúmer 202107021Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu landamerkjaskráningar milli Hrafnsstaða og Böggvisstaða.
Lagt fram til kynningar.

11.HMS - úttekt á starfsemi slökkviliðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202107019Vakta málsnúmer

Lögð fram úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Dalvíkur sem gerð var þann 8. júní sl. Markmiðið með úttektinni var að staðreyna hvort framkvæmd slökkviliðsins væri í samræmi við lög og reglugerðir um brunavarnir og brunavarnaáætlun sveitarfélagsins og koma á framfæri leiðbeiningum til sveitarstjórnarinnar um það sem betur mætti fara eftir því sem við á.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfisráð óskar eftir því að fá Slökkviliðsstjóra á næsta fund ráðsins.

12.4. afgreiðslufundur byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202105029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynnigar fundargerð 4. afgreiðslufundar byggingafulltrúa Dalvíkurbyggðar sem haldinn var 29. júní 2021.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
  • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
  • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir embættismaður
  • Bjarni Daníel Daníelsson
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Skipulags- og tæknifulltrúi