Ósk um framkvæmdaleyfi vegna reiðstíga

Málsnúmer 202106169

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 358. fundur - 12.07.2021

Tekið fyrir erindi frá Sævaldi J. Gunnarssyni, fyrir hönd reiðveganefndar Hestamannafélagsins Hrings, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðvegum í Svarfaðardal með akveginum frá enda reiðvegar milli Valla og Brautarhóls og fram að afleggjara að Hofsá. Meðfylgjandi er afstöðumynd af fyrirhuguðum reiðvegi.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 992. fundur - 29.07.2021

Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sævaldi J. Gunnarssyni, fyrir hönd reiðveganefndar Hestamannafélagsins Hrings, þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir reiðvegum í Svarfaðardal með akveginum frá enda reiðvegar milli Valla og Brautarhóls og fram að afleggjara að Hofsá. Meðfylgjandi er afstöðumynd af fyrirhuguðum reiðvegi.

Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir framkvæmdinni.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og ítrekar fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar fyrir framkvæmdinni.