Landamerki Hrafnsstaða og Böggvisstaða

Málsnúmer 202107021

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 358. fundur - 12.07.2021

Farið yfir stöðu landamerkjaskráningar milli Hrafnsstaða og Böggvisstaða.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 992. fundur - 29.07.2021

Þórhalla vék af fundi kl. 13:02 vegna vanhæfis.
Helga Íris Ingólfsdóttir, skipulags- og tæknifulltrúi kom inn á fundinn kl. 13:02.

Með fundarboði fylgdi minnisblað skipulags- og tæknifulltrúa frá júlí 2021 vegna hnitsetningar landamerkja jarðanna Hrafnsstaða og Böggvisstaða.
Skipulagsfulltrúi fór yfir málið en rétt landamerki skarast á við suðurmörk fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli.

Helga Íris vék af fundi kl. 13:13.
Byggðaráð samþykkir með tveimur atkvæðum að mörk Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli verði færð miðað við rétt landamerki og deiliskipulagið auglýst að nýju.
Þórhalla greiðir ekki atkvæði vegna vanhæfis.