Frá Mannvirkjastofnun; HMS - úttekt á starfsemi slökkviliðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202107019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 991. fundur - 08.07.2021

Tekinn fyrir rafpóstur og erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), dagsettur þann 6. júlí 2021, er varðar úttekt á starfsemi Slökkviliðs Dalvíkur. Hjálögð er niðurstaða þeirrar úttektar og er þess farið á leit að úttektin verði tekin til umfjöllunar í sveitarstjórn og ákvörðun tekin um hvenær ráðist verði í nauðsynlegar úrbætur. Óskað er eftir að HMS berist svar frá sveitarstjórn með áætlun um úrbætur.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi og úttekt til umhverfisráðs og slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar til umfjöllunar. Jafnframt að slökkviliðsstjóri og sviðsstjóri framkvæmdasviðs leggi fyrir umhverfisráð og síðan fyrir sveitarstjórn tillögu að tímasettri úrbótaáætlun. Fram komi í hverju úrbæturnar eru fólgnar, hver á að sjá um úrbæturnar, hvenær þeim á að vera lokið og kostnaðaráætlun fyrir hvert atriði fyrir sig.

Umhverfisráð - 358. fundur - 12.07.2021

Lögð fram úttekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Slökkviliði Dalvíkur sem gerð var þann 8. júní sl. Markmiðið með úttektinni var að staðreyna hvort framkvæmd slökkviliðsins væri í samræmi við lög og reglugerðir um brunavarnir og brunavarnaáætlun sveitarfélagsins og koma á framfæri leiðbeiningum til sveitarstjórnarinnar um það sem betur mætti fara eftir því sem við á.
Lagt fram til kynningar.
Umhverfisráð óskar eftir því að fá Slökkviliðsstjóra á næsta fund ráðsins.