Vegagerðin - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna sjóvarnar við Dalvík.

Málsnúmer 202106113

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 358. fundur - 12.07.2021

Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna við Sæból og Framnes norðan Dalvíkur. Um er að ræða 50 m framlengingu á sjóvörn við Sæból og 120 m nýja sjóvörn við Framnes.
Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Fylgiskjöl:

Byggðaráð - 992. fundur - 29.07.2021

Á 358. fundi umhverfisráðs þann 12. júlí 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Vegagerðinni þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi vegna sjóvarna við Sæból og Framnes norðan Dalvíkur. Um er að ræða 50 m framlengingu á sjóvörn við Sæból og 120 m nýja sjóvörn við Framnes.

Umhverfisráð samþykkir að veita umbeðið framkvæmdaleyfi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs

Umhverfisráð - 368. fundur - 10.02.2022

Með fundarboði fylgdi verkfundargerð nr. 2 vegna sjóvarna, Sæból að Framnesi. Verkfundurinn var haldinn þann 28. janúar 2022. Verkið var á fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2021 en var ekki klárað að fullu. Framkvæmdin er á hendi Vegagerðarinnar.
Umhverfisráð leggur áherslu á að lokið verði við verkið og felur sviðsstjóra að sækja um viðauka til byggðaráðs vegna framkvæmdarinnar.