Umhverfisráð

345. fundur 04. desember 2020 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Snjómokstur 2020

Málsnúmer 202002053Vakta málsnúmer

Til umræðu og endurskoðunar viðmiðunarreglur um snjómokstur í Dalvíkurbyggð.
Undir þessum lið koma Steinþór Björnssons, deildarstjóri Eigna- og framkvædmadeildar, til að kynna tillögur að breytingum kl. 08:26

Steinþór vék af fundi kl. 09:44
Umhverfisráð leggur áherslu á að gætt sé aðhalds í snjómokstri. Ekki skal hefja eða halda áfram snjómokstri nema skynsamlegt þyki með tilliti til veðurútlits.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu endurskoðunar á viðmiðunarreglum til næsta fundar.

2.Öryggismál við Sjávargötu og Norðurgarð

Málsnúmer 202010016Vakta málsnúmer

Á 343. fundi umhverfisráðs þann 6. nóvember 2020 var ákveðið að fá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs á fund umhverfisráðs.
Undir þessum lið kom Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 10:03

Þorsteinn vék af fundi kl. 10:20
Þar sem vinnutilhögun við landanir hefur breyst telur ráðið ekki þörf á breytingum á umferða og öryggismálum við Dalvíkurhöfn að svo stöddu.

3.Lækkun hámarkshraða á Svarfaðardalsvegi úr 90 í 70 km/kls.

Málsnúmer 202011050Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 05. nóvember 2020 óska þeir Ármann Gunnarsson og Felix Jósafatsson að umhverfisráð hlutist til um að umferðarhraði á Svarfaðardalsvegi verði lækkaður úr 90 km/klst í 70 km/klst.
Umhverfisráð vísar erindinu til endurskoðunar á umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202011191Vakta málsnúmer

Til kynningar umsókn um byggingarleyfi við Hringtún 17, Dalvík
Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 202011192Vakta málsnúmer

Til kynningar umsókn um byggingarleyfi við Hringtún 19, Dalvík
Lagt fram til kynningar.

6.Lýsing fyrir gerð landsskipulagsstefnu

Málsnúmer 201903132Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ósk frá Skipulagsstofnun dags. 13. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að viðauka við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 ásamt umhverfismati.
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerðir Almannavarnarnefndar Nl. eystra 2018-2022

Málsnúmer 201811066Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð Haustfundar Almannavarnarnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn í fjarfundi þann 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar

8.Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Syðra-Hvarfsvegar nr. 8072 af vegaskrá

Málsnúmer 202011098Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Vegagerðinni sem barst þann 18. nóvember sl., tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Syðra-Hvarfsvegar nr. 8072-01 af vegaskrá.

Umhverfisráði mótmælir að Syðra-Hvarfsvegur nr. 8072-01 verði tekin af vegaskrá.
Með því að taka veginn af skrá er hoggið að jaðarbyggðum í sveitarfélaginu sem er andstætt vilja sveitarstjórnar.

9.Til umsagnar frumvarp til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum (markmið, áhættumat, sektir o.fl.), 311. mál.

Málsnúmer 202011169Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ósk um umsögn frá Umhverfis- og samgönguráðuneytinu dags. 25. nóvember 2020 vegna frumvarps til laga um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum.
Lagt fram til kynningar

10.Svæðisskipulagsnefnd 2020

Málsnúmer 202004004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 6. fundi Svæðisskiðulagsnefndar frá 23. nóvember ásamt fjárhagsáætlun 2021.
Lagt fram til kynningar

11.Umsókn um svæði til aksturs vélsleða

Málsnúmer 202011187Vakta málsnúmer

Á 329. fundi sveitarstjórnar var ákveðið að vísa umsókn um skautasvell og æfingarsvæði fyrir vélsleða aftur til umhverfisráðs þar sem margvíslegar breytingar hafa orðið á umsókninni frá fyrri afgreiðslu ráðsins
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til að umbeðið leyfi verði veitt til reynslu í eitt ár.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
 • Haukur Gunnarsson formaður
 • Monika Margrét Stefánsdóttir varaformaður
 • Eva Björg Guðmundsdóttir aðalmaður
 • Lilja Bjarnadóttir aðalmaður
 • Helga Íris Ingólfsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs