Tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Syðra-Hvarfsvegar nr. 8072 af vegaskrá

Málsnúmer 202011098

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 345. fundur - 04.12.2020

Tekið fyrir bréf frá Vegagerðinni sem barst þann 18. nóvember sl., tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Syðra-Hvarfsvegar nr. 8072-01 af vegaskrá.

Umhverfisráði mótmælir að Syðra-Hvarfsvegur nr. 8072-01 verði tekin af vegaskrá.
Með því að taka veginn af skrá er hoggið að jaðarbyggðum í sveitarfélaginu sem er andstætt vilja sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 345. fundi umhverfisráðs þann 4. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf frá Vegagerðinni sem barst þann 18. nóvember sl., tilkynning um fyrirhugaða niðurfellingu Syðra-Hvarfsvegar nr. 8072-01 af vegaskrá.
Umhverfisráði mótmælir að Syðra-Hvarfsvegur nr. 8072-01 verði tekin af vegaskrá. Með því að taka veginn af skrá er hoggið að jaðarbyggðum í sveitarfélaginu sem er andstætt vilja sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum bókun umhverfisráðs og mótmælir að Syðra-Hvarfsvegur nr. 8072-01 verði tekin af vegaskrá. Með því að taka veginn af skrá er hoggið að jaðarbyggðum í sveitarfélaginu.