Fundargerðir Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar 2018-2022

Málsnúmer 201811066

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 313. fundur - 14.12.2018

Til kynningar fundargerð almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 1. nóvember 2018
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 317. fundur - 27.03.2019

Lögð fram til kynninga fundargerð Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar frá 20.mars 2019
Lagt fram til kynningar

Byggðaráð - 924. fundur - 17.10.2019

Tekin fyrir fundargerð Almannavarnanefndar Eyjafjarðar frá 8. október 2019.

a) Á fundinum var rædd sameining Almannavarnanefnda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum og leggur nefndin til að þær verði sameinaðar í eina að fengnu samþykki sveitarstjórna á svæðinu.

b) Árgjald hefur verið 100 kr á íbúa í Eyjafirði en mun hærra austan við. Nefndin leggur til að árgjaldið til sameinaðrar Almannavarnarnefndar verði 190 kr á íbúa fyrir árið 2020 að fengnu samþykki sveitarstjórna á svæðinu.
a) Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, fyrir sitt leyti, tillögu Almannavarnanefndar Eyjafjarðar um að Almannavarnanefndir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum verði sameinaðar í eina.

b) Byggðaráð Dalvíkurbyggðar samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum, fyrir sitt leyti, tillögu Almannavarnanefndar Eyjafjarðar um að árgjald sameinaðrar Almannavarnarnefndar verði 190 kr á íbúa fyrir árið 2020.

Byggðaráð - 934. fundur - 13.02.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð Almannavarnanefndar Eyjafjarðar frá 6. febrúar 2020. Með fundargerðinni fylgdu til upplýsinga drög að nýjum samstarfssamningi Almannavarnanefndar Norðurlands eystra (ALNEY) og ársreikningur 2019 sem var samþykktur á fundinum.

Undir þessum lið var einnig rætt um viðbragðsáætlun vegna Kóróna veirunnar og farið yfir stöðuskýrslur frá aðgerðastjórn.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 967. fundur - 26.11.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð Haustfundar Almannavarnarnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn í fjarfundi þann 12.nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 345. fundur - 04.12.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð Haustfundar Almannavarnarnefndar Norðurlands eystra sem var haldinn í fjarfundi þann 12. nóvember 2020.
Lagt fram til kynningar