Umsókn um svæði til aksturs vélsleða

Málsnúmer 202011187

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 345. fundur - 04.12.2020

Á 329. fundi sveitarstjórnar var ákveðið að vísa umsókn um skautasvell og æfingarsvæði fyrir vélsleða aftur til umhverfisráðs þar sem margvíslegar breytingar hafa orðið á umsókninni frá fyrri afgreiðslu ráðsins
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til að umbeðið leyfi verði veitt til reynslu í eitt ár.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Á 345. fundi umhverfisráðs þann 4. desember 2020 var eftirfarandi bókað:
"Á 329. fundi sveitarstjórnar var ákveðið að vísa umsókn um skautasvell og æfingarsvæði fyrir vélsleða aftur til umhverfisráðs þar sem margvíslegar breytingar hafa orðið á umsókninni frá fyrri afgreiðslu ráðsins
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur til að umbeðið leyfi verði veitt til reynslu í eitt ár. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tóku:
Guðmundur St. Jónsson.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Dagbjört Sigurpálsdóttir.
Jón Ingi Sveinsson.
Þórhalla Karlsdóttir.
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að umbeðið leyfi á grundvelli umsóknar um skautasvell og æfingarsvæði fyrir vélsleða verði veitt til reynslu í eitt ár. Umsækjandi er Akstursíþróttafélagið Miðgarður.