Umhverfis- og dreifbýlisráð

32. fundur 16. maí 2025 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
  • Freyr Antonsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Óðinn Steinsson Verkefnastjóri hjá Framkvæmdasviði
Dagskrá

1.Mánaðarlegar skýrslur 2025

Málsnúmer 202502075Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu þeirra málaflokka er heyra undir ráðið.
Lagt fram til kynningar.

2.Framkvæmdir 2025

Málsnúmer 202501021Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á helstu framkvæmdum ársins 2025.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að áætlunum varðandi göngu- og hjólastíg meðfram Dalvíkurlínu verði breytt þannig að líka verði gert ráð fyrir bættum stígatengingum niður á Hauganes og Árskógssand núna í ár. Deildarstjóra er falið að ræða við landeiganda um uppbyggingu á gamla Hauganesveginum ofan Áss.
Ráðið leggur áherslu á að hönnun stígsins verði kláruð sem fyrst.
Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að leggja til breytingar á legu gatnamóta Grundargötu og Sandskeiðs og leggja fyrir Skipulagsráð.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að farið verði í gatnahönnun á Stórholti, nýrri götu á Hauganesi, og framkvæmdir þegar hönnun og lóðarblöð liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Göngur og réttir í Dalvíkurbyggð 2025

Málsnúmer 202505032Vakta málsnúmer

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2025.
Samkvæmt fyrri samþykktum er gert ráð fyrir að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði aðra helgi í september sem er 12.-13.september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar sem er 19.-20. september.
Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum sem er Holárafrétt, Sveinsstaðarafrétt og Kóngsstaðardalur verði 4. október.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Náttúruverndarnefnd Þingeyinga ósk um samstarf

Málsnúmer 202504022Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Norðurþingi, rafpóstur dagsettur þann 2. apríl sl., þar sem fram kemur að byggðaráð Norðurþings samþykkir að leita eftir samstarfi við sveitarfélögin á starfssvæði SSNE um stofnun og rekstur náttúruverndarnefndar. Norðurþing lýsir sig reiðubúið til að vera leiðandi sveitarfélag í starfi nefndarinnar
Afgreiðslu er frestað til næsta fundar og deildarstjóra falið að afla upplýsinga frá öðrum sveitarfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

5.Losun úrgangs í Friðlandi Svarfdæla

Málsnúmer 202306090Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Umhverfisstofnun, nú Náttúruverndarstofnun, dags. 15. júní 2023, þar sem tilkynnt er um að rekstur losunarstaðar fyrir úrgang í Friðlandi Svarfdæla stangist á við reglur um svæðið. Stofnunin fer fram á að umræddum losunarstað verði lokað og starfseminni fundin önnur staðsetning.
Á 33. fundi Skipulagsráðs, þann 9. apríl sl. var lagt til að starfseminni yrði fundin tímabundin staðsetning í aflagðri námu neðan við Hringsholt. Framtíðarstaðsetningu á losunarstað er vísað til yfirstandandi vinnu við gerð nýs aðalskipulags.
Nú liggur fyrir samþykki Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tímabundið leyfi til að losa garðaúrgang og óvirkan úrgang í námunni við Hringsholt.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur áherslu á að þessar breytingar á losun garðaúrgangs og óvirks úrgangs verði auglýstar og kynntar mjög vel fyrir íbúum og fyrirtækjum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

6.Sandskeið - umgengni og ásýnd svæðisins

Málsnúmer 202504021Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á hreinsunarátaki við Sandskeið og fleiri stöðum í sveitarfélaginu.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að auglýstir verði hreinsunardagar á Dalvík 23. - 24. maí. Fyrir liggur að árlegur hreinsunardagur verður á Árskógssandi fimmtudaginn 22. maí. Deildarstjóra falið að skipuleggja hreinsunardag á Hauganesi í samvinnu við íbúa.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Helga Íris vék af fundi kl. 10:30 og Óðinn Steinsson tók við ritun fundargerðar.

7.Umsókn um grenndargáma

Málsnúmer 202504078Vakta málsnúmer

Með umsókn dagsettri 18. apríl 2025 óskar Guðlaug Kristbjörg Jónsdóttir eftir því að komið verði upp grenndargámum á Hauganesi og Árskógssandi. Vísar hún í það hversu langt er á móttökustöð á Dalvík og að fordæmi séu fyrir grenndargámum í öðrum sveitarfélögum.
Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er falið að finna hentugar staðsetningar fyrir grenndarstöðvar á Árskógssandi og á Hauganesi fyrir gjaldfrjálsa úrgangsflokka.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

8.Sumarvinna ungmenna

Málsnúmer 202505028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi mál vísað var til ráðsins á 380. fundi sveitarstjórnar.
Á 173. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 6. maí sl. var eftirfarandi bókað:
Staða 17 ára ungmenna er varðar sumarvinnu á vegum sveitarfélagsins rædd. En sem stendur virðist ekki vera sem að sveitarfélagið bjóði upp á vinnu fyrir 17 ára ungmenni.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkti að boðið yrði upp á sumarvinnu fyrir 17 ára börn í sveitarfélaginu og fól Gísla Bjarnasyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að skila tillögu um málið til sveitastjórnar.
Í minnisblaði sviðsstjóra dags. 8. maí 2025 leggur hann til að ungmenni sem ekki fái sumarvinnu hjá fyrirtækjum í Dalvíkurbyggð fái tækifæri til að vinna í Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar og vísar í reglur um sérstök sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð frá árinu 2015.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að ungmennum 14-17 ára verði boðin vinna í vinnuskóla Dalvíkurbyggðar. Deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar er jafnframt falið að endurskoða Reglur um sérstök sumarstörf hjá Dalvíkurbyggð, sem eru síðan 2015.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

9.Samstarfssamningur vegna textíls

Málsnúmer 202505074Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu drög að samstarfssamningi milli Dalvíkurbyggðar og Akureyrarbæjar um flutning á umframtextíl frá starfsstöð Rauða krossins á Akureyri til meðhöndlunar hjá móttökuaðila. Með samningnum skuldbindur Dalvíkurbyggð sig til að greiða Akureyrarbæ hlutdeild af kostnaði vegna meðhöndlunar og flutnings textíls. Kostnaðarskiptingin miðast við hlutfall íbúafjölda Dalvíkurbyggðar og heildaríbúafjölda þeirra sveitarfélaga sem taka þátt í samstarfinu. Miða skal við íbúafjölda miðað við áramót, ár hvert
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir samhljóða með fjórum atkvæðum samningsdrög eins og þau liggja fyrir.

10.Umsókn um búfjárhald

Málsnúmer 202505039Vakta málsnúmer

Tekin fyrir umsókn Valgerðar Sifjar Hauksdóttur um leyfi til þess að halda 5 hænur í garði sínum að Böggvisbraut 2 á Dalvík.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir umsóknina samhljóða með fjórum atkvæðum.

11.Aðalfundur Flokkun Eyjafjörður ehf

Málsnúmer 202503134Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð aðalfundar Flokkun Eyjafjörður ehf frá 25. mars 2025 og ársreiningur félagsins fyrir árið 2024.
Lagt fram til kynningar

12.Fundargerðir HNE 2025

Málsnúmer 202502085Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 241. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 9. apríl 2025.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Emil Júlíus Einarsson varamaður
  • Freyr Antonsson varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Óðinn Steinsson Verkefnastjóri hjá Framkvæmdasviði