Málsnúmer 202306090Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá Umhverfisstofnun, nú Náttúruverndarstofnun, dags. 15. júní 2023, þar sem tilkynnt er um að rekstur losunarstaðar fyrir úrgang í Friðlandi Svarfdæla stangist á við reglur um svæðið. Stofnunin fer fram á að umræddum losunarstað verði lokað og starfseminni fundin önnur staðsetning.
Á 33. fundi Skipulagsráðs, þann 9. apríl sl. var lagt til að starfseminni yrði fundin tímabundin staðsetning í aflagðri námu neðan við Hringsholt. Framtíðarstaðsetningu á losunarstað er vísað til yfirstandandi vinnu við gerð nýs aðalskipulags.
Nú liggur fyrir samþykki Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra um tímabundið leyfi til að losa garðaúrgang og óvirkan úrgang í námunni við Hringsholt.