Sveitarstjórn

288. fundur 17. janúar 2017 kl. 16:15 - 17:27 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806, frá 21.12.2016.

Málsnúmer 1612008Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

1. liður.

2. liður.

10. liður a).

11. liður.
  • Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 8. desember 2016, þar sem gert er grein fyrir að launaliðir slökkviliðs stefna í það að fara fram úr gildandi fjárhagsáætlun 2016 og að ástæður þess eru margþættar, m.a. hækkanir skv. kjarasamningum og vegna starfsmats.

    Fram kemur að tvær leiðir eru í boði til að bregðast við ofangreindu:
    Önnur er sú að nýttar verði kr. 1.202.613 endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna kaupa á búnaði allt frá árinu 2011 til að koma á móts við launafrávikið.
    Hin leiðin er að fyrir mun liggja að frávik verður á niðurstöðu slökkviliðsins, deild 07210, vegna ársins 2016 í samanburði við heimild í fjárhagsáætlun og slökkviliðið haldi þessari endurgreiðslu á virðisaukaskatti til endurnýjunar á búnaði. Er það ósk slökkviliðsstjóra að síðari leiðin verði valin.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila slökkviliðsstjóra að nota endurgreiðslu á virðisaukaskatti til búnaðar- og tækjakaupa samkvæmt forgangsröðun slökkviliðsins.
    Byggðaráð bendir á mikilvægi þess að bregðast við þegar sýnt þykir að rekstur stefni fram úr fjárheimildum.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 7. desember 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Agnesar Önnu Sigurðardóttur fyrir hönd Bjórbaðanna ehf. kt. 540715-1140 um nýtt rekstrarleyfi til sölu veitingu veitinga í Bjórböðunum við Öldugötu, flokkur II. Veitingastaðurinn er í byggingu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra, sem liggja ekki fyrir.
  • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð Dalvíkurbyggðar harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Með þeirri lokun tapast ekki bara störf úr sveitarfélaginu heldur er um gríðarlega þjónustuskerðingu að ræða. Verslunin á Dalvík hefur þjónað verktökum og íbúum á svæðinu frá Akureyri og út á Siglufjörð til fjölda ára og er því um hagsmunamál að ræða fyrir fleiri heldur en bara verktaka og íbúa í Dalvíkurbyggð. Sem dæmi má nefna að verslunin á Dalvík er eina timburafgreiðslan við utanverðan Eyjafjörð og með lokun hennar verður einungis hægt að versla timbur á Akureyri.
    Byggðaráð skorar á Húsasmiðjuna að endurskoða þessa ákvörðun sína og gera sitt til að viðhalda því góða þjónustustigi sem er á svæðinu.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
    "Sveitarstjórn fagnar þeirri ákvörðun eins og fram hefur komið að fresta eigi lokun Húsasmiðjunnar á Dalvík um eitt ár til reynslu eftir þrýsting frá íbúum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hvetur íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að styðja við viðskipti, verslun og þjónustu í heimabyggð þannig að hér verði gott vöruúrval á góðu verði með góðri þjónustu, þannig getum við sem samfélag styrkt innviði sveitarfélagsins og stuðlað að öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi."

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs Eyfjörðs að bókun.
  • Tekið fyrir erindi frá Þroskahjálp, bréf dagsett þann 7. desember 2016, þar sem fram kemur að Landssamtökin Þroskahjálp hvetja stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlum og fatlaðs fólks almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Vísað til vinnuhóps hvað varðar búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og til félagsmálaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 14. desember 2016, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins), 6. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 15. desesmber s.l. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. desember, þar sem m.a. kemur fram að starfshópur um skoðun á skráningum upplýsinga um nemendur grunnskóla í rafræn upplýsingakerfi hefur lokið störfum en hópurinn var stofnaður hinn 3. nóvember 2015 í kjölfar álits Persónuverndar í máli nr. 2015/1203. Sveitarfélög eru hvött til að hefjast þegar handa við að aðlaga framkvæmd við skráningu og meðferð persónuupplýsinga í grunnskólum i samræmi við tillögur starfshópsins. Einnig kemur fram að á árinu 2018 er áætlað að ný persónuverndarlöggjöf taki gildi á Íslandi þegar ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvern leysir af hólmi núgildandi löggöf. Þar sem sveitarfélög vinna með persónuupplýsingar hvetur Sambandið öll sveitarfélög til þess að hefja undirbúning vegna gildistöku laganna nú þegar. M.a er gert ráð fyrir að allar opinberar stofnanir hafi sérstakan persónuverndarfulltrúa. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fræðsluráðs og UT-teymis.
  • Til umræðu ofangreint en fulltrúar tónlistarkennara í Dalvíkurbyggð hafa komið að máli við nokkra kjörna fulltrúa í Dalvíkurbyggð um stöðuna í kjarasamningsviðræðunum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hvetja samningsaðila að ná samkomulagi sem fyrst enda eru tónlistarkennarar búnir að vera lengi samningslausir og mikilvægt er að eyða þeirri óvissu sem ríkir.
  • 1.8 201608106 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806
  • 1.9 201611145 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Magnús Guðmundur Ólafsson,skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, kl. 9:40.

    Á 211. fundi fræðsluráðs þann 14. desember 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Með fundarboði fylgdi bréf frá Hjörleifi Erni Jónssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri, dagsett 22. nóvember 2016, reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda dags. 5. ágúst 2011 og áætlaður kennslukostnaður í Tónlistarskólanum á Akureyri skólaárið 2016-2017. Bréf Hjörleifs varðar nemanda með lögheimili í Dalvíkurbyggð sem stundar grunnnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Leitað er samþykkis Dalvíkurbyggðar fyrir að greiða þann hluta kennslukostnaðar sem Akureyrarbær greiðir almennt fyrir nemendur með lögheimili þar.
    Fræðsluráð hafnar erindinu með 4 atkvæðum þar Hlynur hafði staðfestingu frá skólastjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga á að skólinn getur boðið nemandanum sambærilegt nám sem fram færi á Akureyri eða á Dalvík. "

    Til umræðu ofangreint og farið yfir þær upplýsingar liggja fyrir.


    Magnús vék af fundi kl. 10:44.

    Hlynur vék af fundi kl. 11:02.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsókn sem lögheimilissveitarfélag en þar sem erindi Akureyrarbæjar er seint til komið þá fer Dalvíkurbyggð þess á leit að Tónlistarskólinn á Akureyri beri hlut Jöfnunarsjóðs á vorönn 2017 komi til þess að framlag úr Jöfnunarsjóði verði hafnað þar sem umsóknarfrestur er liðinn.

    Hvað varðar framtíðarákvarðanir sjá b) lið hér að neðan.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga marki sameiginlega stefnu til framtíðar í þessu málum.
    Bókun fundar 10. liður a) : Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 11:12 vegna vanhæfis.

    Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:02 vegna vanhæfis. Tekið fyrir erindi frá Golflúbbnum Hamar, bréf dagsett þann 2. október 2016 þar sem félagið óskar eftir að frá frekari svör í framhaldi af íbúafundi sem haldinn var 15. september s.l.: Golfkúbburinn Hamar vísar í bréf frá GHD dags 09.03.2016 þar sem óskað var eftir því að gert yrði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi á fólkvanginum ásamt því að þar yrði skipulagt heildstætt útivistarsvæði. Fram kemur eftirfarandi í erindi GHD: Byggðaráð samþykkti á fundi þann 28.04.2016 að íbúafundur yrði haldinn í samstarfi við GHD og í haust yrði hugur íbúa kannaður. GHD óskar eftir svörum við því hvort og þá hvenær Dalvíkurbyggð fari í deiliskipulag á fólkvanginum? Er kominn einhver tímarammi á það og verður hagsmunaaðilum og/eða íbúum, gefinn kostur á að koma með hugmyndir í upphafi skipulagsvinnu? Einnig hvenær og hvernig Dalvíkurbyggð hafi hugsað sér að kanna hug íbúa, eins og samþykkt var í ofangreindu bréfi frá frá Byggðaráði?
    Í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2017 fyrir umhverfis- og tæknisvið gerir umhverfisráð ráð fyrir að farið verði í deiliskipulag á fólksvanginum árið 2017 þar sem íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar í samræmi við skipulagslög. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hugur íbúa verði kannaður með rafrænni könnun í janúar 2017. "

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í janúar 2017 eftir fyrsta fund sveitarstjórnar, frá og með 20. janúar til og með 3. febrúar 2017.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig:

    "Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ?" Svarmöguleikanir verði "Já" eða "Nei".

    Tilkynning um ofangreinda könnun verði sett á heimasíðu, Facebook og með dreifibréfi í öll hús. Jafnframt að þeim sem ekki hafa aðgang að tölvu verði gert kleift að taka þátt í könnuninni í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:17.

    Valdís Guðbrandsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
    "Ég legg til að afgreiðslu á íbúakönnun verði frestað og vísað til frekari umræðu í byggðaráði.
    Ég tel að íbúar sveitafélagsins hafi ekki nægilegar forsendur til þess að meta hvort gera eigi ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum fyrr en endanlegt staðsetning vallarins og heildar útlit svæðisins liggur fyrir. Eðlilegra væri að klára deiliskipulag fyrir svæðið í heild þar sem gert er ráð fyrir golfvelli ásamt öðrum útivistamöguleikum. Að lokinni þeirri vinnu verður síðan deiliskipulagið auglýst þar sem íbúar geta komið með sýnar athugasemdir. Þar gefst íbúum líka tækifæri á að taka afstöðu til annarar afþreyingar sem sótt hefur verið um aðstöðu fyrir."


    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Valdísar Guðbrandsdóttur, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

    Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:24 að lokinni umfjöllun og afgreiðslu um þennan lið.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og aðrir liðir fundargerðarinnar þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.



2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807, 12.01.2017

Málsnúmer 1701007Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

1. liður.

2. liður.

5. liður.

  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.

    Á 205. fundi félagsmálaráðs þann 10. janúar s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Félagsmálastjóri lagði fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð fór yfir drögin og unnið var að breytingum og lagfæringum sem voru samþykktar með 4 greiddum atkvæðum. Reglunum er vísað til sveitarstjórnar til samþykktar. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ofangreind drög ásamt umsóknareyðublaði.

    Til umræðu ofangreint.

    Eyrún vék af fundi kl. 13:47.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gerðar verði breytingar á 3. tölulið 3. gr. þannig að "og ekki í eigu sveitarfélagsins," falli út.
    Byggðaráð vísar reglunum til sveitarstjórnar til afgreiðslu með tillögu að ofangreindum breytingum.
  • Til umræðu samkomulag um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deilda lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga, sbr. rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 29. desember 2016.

    Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu þá þarf eftirfarandi að liggja fyrir áður en skrifað er undir samning vegna Dalbæjar:

    1. Yfirlýsing sveitarstjóra um upplýsingar um stöðu lífeyrisskuldbindinga og fullnaðaruppgjör.
    2. Heimild sveitarstjórnar til samningsgerðar.

    Dalbær er sjálfseignarstofnun en þar sem Dalbær er enn skráð sem stofnun sveitarfélags í fyrirtækjaskrá þá þarf líklega aðild Dalvíkurbyggðar hvað varðar samningagerðina.


    Sveitarstjóri upplýsti á fundinum að stjórn Dalbæjar fjallaði um málið á fundi sínum þann 10. janúar s.l. og var ákveðið að fela forstöðumanni Dalbæjar og formanni stjórnar Dalbæjar að ganga til samninga við fjármálaráðuneytið um lífeyrisskuldbindingar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila sveitarstjóra undirritun yfirlýsingar sem og heimild til samningagerðar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
    Jafnframt samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreind heimild sveitarstjóra til undirritunar yfirlýsingar og heimild til samningagerðar veitir ekki heimild til greiðslu á 3% lífeyrisskuldbindingar Dalbæjar eins og kveðið er á um í Samkomulagi um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deild lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem það er Dalbæjar að standa skil á því.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að heimila sveitarstjóra undirritun yfirlýsingar sem og heimild til samningagerðar fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn samhljóða með 7 atkvæðum að ofangreind heimild sveitarstjóra til undirritunar yfirlýsingar og heimild til samningagerðar veitir ekki heimild til greiðslu á 3% lífeyrisskuldbindingar Dalbæjar eins og kveðið er á um í Samkomulagi um tilhögun uppgjörs lífeyrisskuldbindinga B-deild lífeyrissjóða milli ríkis og sveitarfélaga, þar sem það er Dalbæjar að standa skil á því.
  • 2.3 201701041 Hólavegur 1
    Rætt um sölu á Hólavegi 1
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá stjórnum Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar, Kvenfélagsins Tilraunar og Veiðifélags Svarfdæla, rafpóstur dagsettur þann 6. janúar 2017, þar sem fram kemur að félögin sem stofnaðilar í Rimum óska eftir upplýsingum um innihalds fyrirhugaðs samkomulags við nýjan eiganda að Húsabakka um afnot af félagsheimilinu Rimum og hvort verði tekið fullt tillit til hagsmuna félaganna og helstu notenda hússins. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um hvaða sýn bæjaryfirvöld hafa á framtíð félagsheimilsins Rima sem og að félögin verði upplýst um gang mála hvað viðkemur þessum samningaviðræðum sem standi yfir.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 21. desember 2016 þar sem Ólafur D. Torfason sækir um sem forsvarsmaður fyrir Íslandshóteli hf. kt. 630169-2919 um endurnýjun á rekstrarleyfi til sölu gistingar og veitingu veitinga fyrir Fosshótel Dalvík, Skíðabraut 18, 620. Dalvík, flokkur V.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um afgreiðslur byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra, sem liggja ekki fyrir.
  • 2.6 201701037 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807
  • Á 792. fundi byggðaráðs þann 15. september s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hjörleifur Hjartarson, kl. 14:19, en Hjörleifur óskaði eftir að koma á fund byggðaráðs til að ræða málefni Náttúruseturs. Til umræðu fuglasýningin sem verið hefur staðsett á Húsabakka "Friðland fuglanna" sem og umsjón með Friðlandi Svarfdæla. Hjörleifur vék af fundi kl. 15:12.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa til menningarráðs umfjöllun um fuglasýninguna "Friðland fuglanna" og framtíð hennar. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að hafa samband við Umhverfisstofnun varðandi samninginn á milli Umhverfisstofunar og Dalvíkurbyggðar hvað varðar Friðland Svarfdæla og umsjón með því."


    Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundum með Umhverfisstofnun og þeim upplýsingum sem hann hefur aflað sér um samninginn á milli Umhverfisstofunar og Dalvíkurbyggðar hvað varðar Friðland Svarfdæla og umsjón með því.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, dagsettur þann 9. janúar 2017 þar sem fram kemur að meðfylgjandi er bréf frá stjórn félagsins til sveitarstjórnarmanna þar sem vakin er athygli á frétt á heimasíðu Kennarasambandsins en þar hefur KÍ tekið saman athugasemdir við yfirlýsingu samninganefndar sveitarfélaga frá 22. desember s.l.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807 Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. janúar 2017, þar sem fram kemur að umhverfis- og auðlindaráðherra hefur gefið út áætlun um að kurluðu dekkjagúmmi verði skipt út fyrir hættuminna efni á leik- og íþróttavöllum. Hinn 2. júní 2016 samþykkti Alþingi þingsályktun nr. 50/145 um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttaavöllum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807 Vísað til íþrótta-og æskulýðsráðs.
  • Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, dagsett þann 9. janúar 2016, þar sem vísað er til greinar 5.2. í lögum Eyþings og fjallar um skipun fulltrúaráðs. Dalvíkurbyggð á 2 fulltrúa í ráðið. Óskað er eftir að varafulltrúi verði skipaður fyrir hvern skipaðan aðalfulltrúa. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807 Byggðaráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og upplýsa um fulltrúa Dalvíkurbyggðar, aðal- og varamenn.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð stjórnar Eyþings nr. 289 frá 16. desember 2016. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807 Lagt fram til kynningar.
  • Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð stjórnar Eyþings nr. 290 frá 6. janúar 2017. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 807 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og aðrir liðir í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir fundargerðarinnar sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagði fram til kynningar í sveitarstjorn.

3.Atvinnumála- og kynningarráð - 23, frá 04.01.2017.

Málsnúmer 1701001Vakta málsnúmer

  • Atvinnumála- og kynningarráð hefur það að stefnu sinni að heimsækja fyrirtæki í sveitarfélaginu eða að fá hópa fyrirtækja í heimsókn til sín. Að þessu sinni voru boðnir á fund ráðins iðnaðarmenn úr sveitarfélaginu.

    Til umræðu var staðan sem við stöndum frammi fyrir við lokun verslunar Húsasmiðjunnar á Dalvík sem og almenn umræða um stöðuna.

    Mættir á fundinn kl. 13:00-14:00 eru: Björn Friðþjófsson Tréverk, Magnús Magnússon Flæðipípulagnir, Sigurgeir Jónsson Híbýlamálun, Ásgeir Páll Matthíasson Elektro, Jón Ingi Sveinsson Kötlu, Júlíus Viðarson múrari, Guðmundur Guðlaugsson smiður. Einnig mætti Jökull Bergmann á fundinn kl. 13:00-13:30 undir umræðu um Húsasmiðjuna.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 23 Atvinnumála- og kynningarráð þakkar ofangreindum aðilum fyrir komuna og góðar umræður.

    Atvinnumála- og kynningarráð tekur undir bókun byggðaráðs og harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Enn fremur tekur ráðið undir þá áskorun sem borist hefur yfirstjórn Húsasmiðjunnar frá hagsmunaaðilum á Tröllaskaganum, og mun birtast í fjölmiðlum, þar sem skorað er á fyrirtækið að taka til endurskoðunar þá ákvörðun að loka útibúi verslunarinnar á Dalvík.

    Atvinnumála- og kynningarráð hvetur íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að gera sitt til að styðja við viðskipti og verslun í heimabyggð á jákvæðan og uppbyggilega hátt. Mikilvægt er að allir taki höndum saman og sýni í verki hversu nauðsynlegt er að hafa í sveitarfélaginu gott verslunar- og þjónustustig.

  • 3.2 201609032 Fyrirtækjaþing 2016
    Atvinnumála- og kynningarráð hefur síðust ár haldið fyrirtækjaþing í nóvember ár hvert. Umræðuefnin hafa verið fjölbreytt t.d. ferðaþjónusta, nýsköpun, starfsemi á hafnarsvæðum og fleira.

    Atvinnumála- og kynningarráð - 23 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að halda íbúaþing 11. febrúar 2017 þar sem umfjöllunarefnin verða tækifæri, bjartsýni og jákvæð uppbygging samfélagsins.
  • Á 20. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 15. júní 2016 var eftirfarandi meðal annars bókað:

    ,,Gerður verði þriggja ára samningur við Erlent ehf. þar sem heildarupphæð samnings verði að hámarki 4.143.750, greidd út í þremur greiðslum, í fyrsta skipti í mars 2017 vegna ársins 2016 að því gefnu að Erlent ehf. uppfylli ákvæði samnings milli fyrirtækisins og sveitarfélagsins."
    Atvinnumála- og kynningarráð - 23 Lagt fram til kynningar.
  • Verkefnið um Ímynd Dalvíkurbyggðar hefur nú staðið yfir um nokkurn tíma. Búið er að vinna heilmikla vinnu sem snýr að Dalvíkurbyggð sem vinnuveitanda og Dalvíkurbyggð sem þjónustuveitanda og er meðal annars búið að samþykka þjónustustefnu fyrir sveitarfélagið sem unnið hefur verið með í öllum stofunum.

    Vinna við síðasta áfanga verkefnisins er hafin en hann er Dalvíkurbyggð sem samfélag.
    Atvinnumála- og kynningarráð - 23 Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að gera könnun á ímynd Dalvíkurbyggðar. Þessi könnun er undanfari íbúaþings sem haldið verður 11. febrúar samanber 2. liður hér að ofan.
  • 3.5 201602037 Ný heimasíða
    Í byrjun desember 2016 var formlega opnuð ný heimasíða fyrir sveitarfélagið í samvinnu við fyrirtækið Stefnu á Akureyri. Ný heimasíða byggir á grunni þeirrar eldri með nokkrum viðbótum eins og liðnum Þátttaka sem er sérstaklega hugsaður sem utanumhald utan um rafræna stjórnsýslu í sveitarfélaginu. Þar er til dæmis að finna þjónustukannanir sem íbúar geta tekið þátt í. Atvinnumála- og kynningarráð - 23 Atvinnumála- og kynningarráð lýsir ánægju sinni með glæsilega heimasíðu Dalvíkurbyggðar.
  • Árið 2015 var lögð fyrir fyrirtæki í sveitarfélagið Atvinnulífskönnun með ýmsum spurningum sem snúa að atvinnulífi á svæðinu. Niðurstöður hennar voru áhugaverðar og hafa verið vel nýttar við ýmsa vinnu í framhaldinu. Atvinnumála- og kynningarráð - 23 Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir að leggja aðra sambærilega könnun fyrir vorið eða haustið 2017. Bókun fundar Enginn tók til máls og ekkert þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram í sveitarstjórn.

4.Félagsmálaráð - 204, frá 13.12.2016.

Málsnúmer 1612005Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

11. liður

12. liður

13. liður
  • 4.1 201612020 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201612020 Félagsmálaráð - 204 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.2 201612021 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201612021 Félagsmálaráð - 204 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.3 201612022 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201612022 Félagsmálaráð - 204 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.4 201612056 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201612056 Félagsmálaráð - 204 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.5 201612060 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201612060 Félagsmálaráð - 204 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 4.6 201611120 Trúnaðarmál
    Félagsmálaráð - 204
  • Tekinn fyrir tölvupóstur frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 1. nóvember 2016 samantekt um gráu svæðin í velferðarþjónustunni. Samantektina má finna á vef sambandsins á slóðinni http://www.samband.is/verkefnin/felagsthjonusta/frettir---felagsthjonusta/nr/2844 Félagsmálaráð - 204 Lagt fram til kynningar
  • 4.8 201611053 Ritun fundargerða
    Tekið var fyrir leiðbeiningar um ritun fungargerða dags 7.nóvember 2016 sem og samþykkt um fundarsköp nefnda og ráða Félagsmálaráð - 204 Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 30.nóvember 2016 um drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning. Félagsmálaráð - 204 Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að gera drög að reglum varðandi sérstakar húsaleigubætur Dalvíkurbyggðar og að þær verði teknar fyrir á næsta fundi.
    Samþykkt með 5 greiddum atkvæðum.
  • Tekið fyrir bréf frá Jafnréttisstofu dags. 30. nóvember 2016. Jafnréttisstofa gefur út bæklinginn Réttur þinn sem er sérstaklega ætlaður sem upplýsinga- og leiðbeiningarbæklingur fyrir erlendar konur sem dveljast á Íslandi. Í bæklingnum er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um jafnan rétt kynja s.s. dvalarleyfi, skilnaði, forsjármál, fjármál,mansal. Bæklingurinn er gefinn út á íslensku, ensku, pólsku, spænsku, taílensku, rússnesku og arabísku. Eintök bæklingsins er að finna hjá félagsþjónustu Félagsmálaráð - 204 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið var fyrir rafbréf dagsett 7.nóvember 2016 frá meistaranemum á heilbrigðisvísindasviði í Hákólanum á Akureyri sem sækja um styrk vegna átaksverkefnisins 1 blár strengur sem snýr að því að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn drengjum en rannsóknir sýna að 1 af hverjum 6 verður fyrir því. Fyrirhugað er að halda ráðstefnu um málefnið í Háskólanum á Akureyri í vor. Sótt er um styrk að upphæð 70.000 krónur. Félagsmálaráð - 204 Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum í fjárhagsáætlun félagsmálsviðs árið 2017.
    Samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.
  • Tekið var fyrir bréf frá Kvennaathvarfinu í nóvember 2016 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár að fjárhæð 300.000,-. Kvennaathvarfið veitir konum og börnum þeirra skjól þegar dvöl þeirra í heimahúsum er óbærileg vegna ofbeldis. Einnig er boðið upp á viðtöl í Kvennaathvarfinu og ráðgjöf til kvenna í ofbeldissamböndum án þess að til dvalar komi. Kvennaathvarfið er einnig neyðarathvarf fyrir konur sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. Félagsmálaráð - 204 Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum í fjárhagsáætlun félagsmálsviðs árið 2017.
    Samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.
  • 4.13 201612015 Styrkbeiðni frá Aflinu
    Tekið fyrir erindi frá Aflinu dags. 1.desember 2016 þar sem leitað er eftir styrk til félagsins að upphæð 125.000 krónur. Félagsmálaráð - 204 Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum í fjárhagsáætlun félagsmálsviðs árið 2017.
    Samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.
    Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því aðrir liðir í fundargerðinni sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

5.Félagsmálaráð - 205, frá 10.01.2017.

Málsnúmer 1701004Vakta málsnúmer

  • 5.1 201611052 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál - 201611052 Félagsmálaráð - 205 Bókað í trúnaðarmálabók
  • 5.2 201701022 Trúnaðarmál
    Trúnaðarmál 201701022 Félagsmálaráð - 205 Bókað í trúnaðarmálabók
  • Lagður var fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga er barst 3. janúar 2017. Þar kemur fram að Velferðarráðuneyti hafi gefið út með formlegum hætti leiðbeinandi reglur um nýtt kerfi húsnæðisstuðnings. Breyting hefur orðið á reglunum frá því þær voru drög og sveitarfélög á landinu voru að búa til sínar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og er veigamesta breytingin viðmiðunarfjárhæðir skv. 8. gr. en þær fjárhæðir hafa verið hækkaðar um 13,4% frá drögunum. Eftir því sem næst verður komist er þessi hækkun viðmiðunarfjárhæða talin vera í samræmi við þá breytingu sem varð nú um áramótin á lífeyrisgreiðslum frá TR. Athygli vekur hins vegar að félags- og húsnæðismálaráðherra mun ekki ætla að framfylgja því lagaákvæði sem skyldar hann til að hækka grunnfjárhæðir húsnæðisbóta við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Er því komin upp sú staða að öryrki sem verður að reiða sig á örorkulífeyri til framfærslu fær skerðingu á grunnhúsnæðisbótum, þ.e. tekjur hans eru taldar of miklar til þess að fá fullan húsnæðisstuðning frá ríkinu. Á hinn bóginn telur ráðherra sig þess umkominn að setja þrýsting á sveitarfélögin að bæta leigjendum - öryrkjum og öðrum - upp þessa skerðingu ríkisins með því að hækka sérstaka stuðninginn til viðkomandi. Hér er um að ræða tilraun til þess að breyta þeirri verkaskiptingu sem umsamin er milli ríkis og sveitarfélaga við innleiðingu á nýju kerfi húsnæðisstuðnings. Málið verður tekið upp í samráðsnefnd um húsnæðismál og kallað eftir endurskoðun enda um grundvallaratriði að ræða sem vart getur talist á forræði ráðherra í starfsstjórn að ákveða upp á sitt eindæmi. Þessi nýja útgáfa gefur því að mati sambandsins ekki tilefni til breytinga að svo stöddu á þeim grundvelli sem sveitarfélög hafa miðað við í vinnu við sínar reglur, þ.e. þær viðmiðunarfjárhæðir sem áður höfðu birst í drögum. Undirstrikað er að leiðbeinandi reglur eru ekki bindandi fyrir sveitarfélögin.



    Félagsmálaráð - 205 Lagt fram til kynningar.
  • Félagsmálastjóri lagði fram drög að reglum um sérstakan húsnæðisstuðning fyrir Dalvíkurbyggð. Félagsmálaráð - 205 Félagsmálaráð fór yfir drögin og unnið var að breytingum og lagfæringum sem voru samþykktar með 4 greiddum atkvæðum. Reglunum er vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.
  • Lagt var fram erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á framlengdum umsagnarfresti um framkvæmdaáætlun fatlaðs fólks til 9. janúar 2017. Eins og áður hefur verið bent á mikilvægi að forgangsraða aðgerðum þar sem ljóst er að fjárhagsramminn er þröngur Félagsmálaráð - 205 Lagt fram til kynningar.
  • Lagt var fram erindi frá Þroskahjálp dags. 13. desember 2016 þar sem Landssamtökin Þroskahjálp hvetja stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlun og fatlaðs fólks almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda. Afar mikilvægt er að sveitarfélög gæti þess sérstaklega við hönnun og byggingu húsnæðis fyrir fatlað fólk s.s. hvað varðar stærð íbúða og fjölda samliggjandi íbúða og við skipulag og framkvæmd þjónustunnar að sem best verði náð þeim markmiðum að fatlað fólk skuli fá tækifæri til að búa og taka þátt í samfélaginu án aðgreiningar og vað vera í eðlilegum tengslum við nærumhverfi sitt með sama hætti að aðrir eiga kost á.
    Erindi þetta var tekið fyrir á 806 fundi byggðarráðs sem vísar erindinu til vinnuhóps hvað varðar búsetuúrræði fyrir fatlað fólk sem og til félagsmálaráðs.
    Félagsmálaráð - 205 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

6.Fræðsluráð - 211, frá 14.12.2016.

Málsnúmer 1611012Vakta málsnúmer

  • Með fundarboði fylgdi bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 17. nóvember 2016 þar sem kynnt er Íslandsmót iðn- og verkgreina og einnig framhaldsskólakynning sem verður í Laugardagshöllinni í Reykjavík 16.-18. mars 2017 á vegum Verkiðnar. Tilgangur keppninnar er að auka sýnileika iðn- og starfsmenntunar, bæta ímynd iðn- og verkgreina og vekja áhuga grunnskólanema á slíku námi.Verkiðn styrkir ferðir grunnskólanemenda með þátttöku í ferðakostnaði. Verkiðn óskar eftir tilnefningu tengiliðs frá skólum vegna skipulagningar á ferðum og fjölda nemenda frá hverjum skóla. Fræðsluráð - 211 Fræðsluráð felur skólastjórnendum í Dalvíkurskóla að taka ákvörðun um það hverju sinni hvort tilboð sem þetta verður nýtt og felur Gísla Bjarnasyni, skólastjóra að skoða málið nánar.
  • Hlynur fór yfir stöðumat fjárhags frá janúar-nóvember 2016 fyrir Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakot. Tölulegar upplýsingar fylgdu fundarboði. Fræðsluráð - 211 Lagt fram til kynningar.
  • Drífa Þórarinsdóttir leikskólastjóri Krílakots sagði frá 700.000 króna styrk sem leikskólinn fékk á árinu úr Þróunarsjóði innflytjendamála og frá þróunarstarfi sem fram fer undir skammstöfuninni LAP og hófst haustið 2015 með styrk frá Sprotasjóði til tveggja ára.
    Markmið LAP (Linguistically Appropriate Practice)eru:
    -að kennarar tileinki sér að að efla tvítyngi, fjölmenningarlegan skólabrag, vinna gegn fordómum og auka víðsýni.
    -að styðja við börn af erlendum uppruna og efla sjálfsmynd þeirra.
    -að móðurmál allra sé viðurkennt og litið á tvítyngi sem styrkleika en ekki veikleika.


    Fræðsluráð - 211 Fræðsluráð þakkar Drífu fyrir góða kynningu og fagnar því merkilega starfi tengdu fjölmenningu sem unnið er á Krílakoti. Fræðsluráð hvetur sveitarstjórn til að marka heildarstefnu í fjölmenningarmálum fyrir sveitarfélagið og vinna að því að efla tengsl íbúanna. Bókun fundar Til máls tóku:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, sem leggur fram eftirfarandi bókun:

    "Fræðsluráð, á fundi sínum 14. desember 2016, hvetur sveitarstjórn til að marka heildarstefnu í fjölmenningarmálum fyrir sveitarfélagið og vinna að því að efla tengsl íbúanna.
    Í skólunum hefur margt gott áunnist í vinnu með fjölmenningu og til er fjölmenningarstefna skóla Dalvíkurbyggðar. Í sveitarfélaginu er fjöldi fólks með ólíkan menningarbakgrunn og í þeim búa tækifæri til að gera gott samfélag enn betra.
    Árið 2009 gaf Eyþing (landshlutasamtök 13 sveitarfélaga á Norðausturlandi) út metnaðarfulla fjölmenningarstefnu og samkvæmt samtali mínu nú í janúar við framkvæmdastjóra Eyþings ætlar hann að taka það upp á stjórnarfundi að stefnan verði endurskoðuð þar sem fleiri hafa ljáð máls á því. Hann benti einnig á það að í nýrri byggðaáætlun er talsverð áhersla á málefni innflytjenda.
    Ég legg til að byggðarráð fari yfir stöðu mála fjölmenningar með það að markmiði að vinna að því að móta skýr markmið og setja fram fjölmenningarstefnu fyrir Dalvíkurbyggð. Slík stefna verði unnin í samvinnu við Eyþing og skólana í Dalvíkurbyggð þar sem fjölmenningarstefnur eru til staðar og unnar fyrir íbúa í sveitarfélaginu, sem og aðra aðila sem kunna að búa að upplýsingum og reynslu sem nýtist við slíka vinnu.
    Byggðarráð komi málinu í farveg með tilliti til hvaða vinnu þarf að vinna og til hvers, hverjir ættu að vinna hana og á hvaða tímabili. Formaður byggðarráðs er tilbúinn að vera í forystu um gerð stefnunnar."

    Guðmundur St. Jónsson.


    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs Eyfjörðs Gunnþórssonar.
  • Hlynur gerði grein fyrir ráðningu leikskólastjóra á Krílakot og þeim gögnum sem fylgdu með fundarboði. Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir hefur verið ráðin leikskólastjóri frá og með 1. mars 2017. Fræðsluráð - 211 Lagt fram til kynningar. Drífa Þórarinsdóttir mun gegna starfi leikskólastjóra til og með 3. febrúar 2017.
  • Með fundarboði fylgdi skýrsla Menntamálastofnunar um niðurstöður Ytra mats á leikskólanum Krílakoti sem fram fór í ágúst s.l. Skila þarf umbótaáætlun fyrir 1. febrúar er 2017. Fræðsluráð - 211 Fræðsluráð fagnar góðri niðurstöðu matsins sem sýnir að skólastarfið á Krílakoti er mjög gott. Leikskólastjóra er falið að vinna drög að úrbótaáætlun fyrir næsta fund ráðsins.
  • 6.6 201606030 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 211
  • 6.7 201611158 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 211
  • 6.8 201611130 Trúnaðarmál
    Fræðsluráð - 211
  • Með fundarboði fylgdi bréf frá Hjörleifi Erni Jónssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri, dagsett 22. nóvember 2016, reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda dags. 5. ágúst 2011 og áætlaður kennslukostnaður í Tónlistarskólanum á Akureyri skólaárið 2016-2017. Bréf Hjörleifs varðar nemanda með lögheimili í Dalvíkurbyggð sem stundar grunnnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Leitað er samþykkis Dalvíkurbyggðar fyrir að greiða þann hluta kennslukostnaðar sem Akureyrarbær greiðir almennt fyrir nemendur með lögheimili þar. Fræðsluráð - 211 Fræðsluráð hafnar erindinu með 4 atkvæðum þar Hlynur hafði staðfestingu frá skólastjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga á að skólinn getur boðið nemandanum sambærilegt nám sem fram færi á Akureyri eða á Dalvík. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

7.Fræðsluráð - 212, frá 11.01.2017.

Málsnúmer 1701003Vakta málsnúmer

  • Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, kynnti drög að aðgerðaáætlun um úrbætur í framhaldi af niðurstöðum ytra mats Menntamálastofunar sem gert var s.l. haust. Áætlunina þarf að senda stofnuninni fyrir 1. febrúar 2017. Fræðsluráð - 212 Fræðsluráð felur Drífu að ljúka aðgerðaáætluninni í samræmi við umræður á fundinum og senda Menntamálastofnun áður en skilafrestur rennur út. Lokaskjalið verði lagt fyrir næsta fund til kynningar.

    Þar sem þetta er síðasti fræðsluráðsfundur sem Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri, situr vill fræðsluráð þakka Drífu fyrir vel unnin störf í þágu Dalvíkurbyggðar og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson almennt um fundargerðina og fundarboðun.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.
  • 7.2 201612051 Persónuverndarreglur
    Á fundi sínum 21. desember 2016 vísaði Byggðaráð bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettu þann 6. desember, til úrvinnslu í fræðsluráði og UT-teymi Dalvíkurbyggðar. Í bréfinu kemur m.a. fram að starfshópur um skoðun á skráningum upplýsinga um nemendur grunnskóla í rafræn upplýsingakerfi hefur lokið störfum. Sveitarfélög eru hvött til að hefjast þegar handa við að aðlaga framkvæmd við skráningu og meðferð persónuupplýsinga í grunnskólum í samræmi við tillögur starfshópsins. Fræðsluráð - 212 Fræðsluráð felur Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu og menningarmála, að vinna málið áfram og leggur til að Dalvíkurbyggð tilnefni væntanlegan persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins hið fyrsta til að vinna að málinu með honum og UT teyminu. Sviðsstjóri upplýsi fræðsluráð um framgang mála og næstu skref að loknum fyrsta fundi hans með UT teyminu.
  • Með fundarboði fylgdi bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 16. nóvember 2016 þar sem kynntar eru nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs. Meðal þess sem fram kemur í bréfinu er að framvegis bera rekstraraðilar grunnskóla ábyrgð á að grunnskólar nýti fjármagn í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins. Fræðsluráð - 212 Lagt fram til kynningar.
  • 7.4 201503209 Námsárangur
    Með fundarboði fylgdu fundargerðir 29., 30. og 31. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 212 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagði fram til kynningar í sveitarstjórn.

8.Íþrótta- og æskulýðsráð - 85, 05.01.2017.

Málsnúmer 1701002Vakta málsnúmer

  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 85 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka fyrir umsókn Guðna Berg Einarssonar til meðferðar. Umsóknin var ekki meðal þeirra umsókna sem tekin voru fyrir á síðasta fundi. Þar sem ekki er hægt að útiloka að um tæknileg mistök haf verið að ræða, er umsóknin tekin fyrir. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að styrkja Guðna Berg Einarsson um kr. 125.000.- og vísar því á lið 06800-9110.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 85 Tekin fyrir styrkumsókn frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE). Óskar UMSE eftir styrk vegna ársþings UMSE sem haldið verður í Dalvíkurbyggð árið 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atvkæðum að leggja til við Byggðaráð að UMSE verði styrkt sem nemur húsaleigu í Árskógi.
    Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að allar styrkumsóknir berist að hausti ár hver, þegar Dalvíkurbyggð auglýsir eftir styrkumsóknum svo hægt verði að gera ráð fyrir þeim við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.
  • Íþrótta- og æskulýðsráð - 85 Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 16:00 og stóð til 16:55. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.

    Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.
    Verónika Jana Ólafsdóttir, nemendi í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga flutti 2. kafla úr fiðlukonsert í a-moll eftir Vivaldi, með henni spilaði Páll Szabó.

    Veittar voru viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði sem samþykktar voru á síðasta fundi ráðsins.

    Að því loknu lék á píanó og söng Selma Rut Guðmundsdóttir nemandi í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga lagið Love of my life með Queen.

    Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar:
    Alls tilnefndu 5 íþróttafélög aðila í kjör til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Eftirtaldir aðilar eru því íþróttamenn sinnar greinar árið 2016:



    Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur

    Arnór Snær Guðmundsson - Golfklúbburinn Hamar

    Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán

    Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur

    Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS

    Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2016 er Arnór Snær Guðmundsson kylfingur hjá Golfklúbbnum Hamri.


    Óskar íþrótta- og æskulýðsráð öllum aðilum til hamingju og Arnóri Snæ til hamingju með titilinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2016.


    Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og nemendum Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir tónlistarflutning á athöfninni.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Valdís Guðbrandsdóttir.
    Heiða Hilmarsdóttir.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.


    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

9.Umhverfisráð - 286, frá 13.01.2017.

Málsnúmer 1701006Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

5. liður.

6. liður.

7. sér liður á dagskrá.

8. sér liður á dagskrá.

9. liður.
  • Til kynningar styrkur frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna Friðlands Svarfdæla. Umhverfisráð - 286 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þakkar fyrir styrkinn. Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson, almennt um fundargerðina.
  • 9.2 201602073 Fundargerðir 2016
    Lagðar fram til kynningar fundargerðir HNE frá 4. nóvember og 8 desember 2016 ásamt kostnaðarskiptingu 2017. Umhverfisráð - 286 Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu bréf dags. 16. desember frá HNE vegna meðferðar á úrgangi í námu neðan við Hringsholt Umhverfisráð - 286 Lagt fram til kynningar.
    Ráðið leggur til að fulltrúi frá HNE verði boðaður á næsta fund ráðsins til að fara betur yfir þessi mál.
  • Á 280. fundi umhverfisráðs þann 26. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:

    „Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2016 óskar Elvar Reykjalín eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu á tjaldsvæði við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
    Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri sat fundinn undir þessu lið. Umhverfisráð þakkar innsent erindu og lýst vel á hugmyndina. Sviðsstjóra og umhverfisstjóra falið að ræða hugmyndina frekar við bréfritara með tilliti til gildandi skipulags.“

    Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir fundi sínum og umhverfisstjóra með bréfritara sem og því erindi sem hann sendi þann 15.12.2016 til bréfritara í framhaldinu, en með því erindi fylgdi kostnaðaáætlun fyrir verkefnið ásamt uppdrætti og öðrum gögnum.

    Til umræðu ofangreint.
    Umhverfisráð - 286 Að því gefnu að bréfritari uppfylli þau starfsleyfisskilyrði sem gilda um rekstur tjaldsvæða þá tekur umhverfisráð jákvætt í að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að framkvæma grenndarkynningu og í framhaldi af henni verður tekin endanleg ákvörðun ráðsins.
    Beiðni bréfritara um þátttöku sveitarfélagsins í fjármögnun verkefnsins er vísað til umfjöllunar í byggðaráði.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 03.01.2017 óskar Gunnar Kristinn Guðmundsson eftir leyfi til malartöku í Svarfaðardalsá í landi Göngustaða og Sandár samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 286 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur áherslu á eftirfarandi í umsögn Fiskistofu
    "1. Framkvæmdaraðili skal gæta þess að hafa sem minnst áhrif á vatn árinnar svo sem að grugga það upp.
    2. Hreinsa skal öll áhöld og vélar sem notuð eru í eða við ána þannig að tryggt sé að olíur, bensín eða önnur skaðleg efni sem geta verið á áhöldum eða vélum berist ekki í árvatnið.
    3. Reyna skal að takmarka framkvæmdarsvæði eins og kostur er og gæta þess að spilla ekki árbökkum eða spilla botni árinnar vegna framkvæmdarinnar.
    4. Gengið skal þannig frá efni sem grafið er upp úr árfarvegi að ekki skolist úr því grugg niður í árvatnið í rigningu.
    5. Ganga skal frá jarðvegssárum nálægt bökkum þannig að ekki skolist jarðvegur út í ánna."
    Ráði felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Með innsendu erindi dags. 05. janúar 2017 óskar Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson fyrir hönd Golfklúbbsins Hamars eftir framkvæmdarleyfi vegna Bakkavarna í Svarfaðardalsá. Umhverfisráð - 286 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar jákvæð umsögn veiðifélagsins hefur borist.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Deiliskipulag íbúðarbyggðar við Kirkjuveg, Dalvík.
    Lögð fram drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Kirkjuveg á Dalvík ásamt greinagerð.

    Umhverfisráð - 286 Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Til kynningar lýsing dags. jan 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand. Umhverfisráð - 286 Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
  • Til umræðu tillaga að niðurfellingu eða lækkun á gatnagerðargjöldum á íbúðarhúsalóðum í Dalvíkurbyggð við þegar byggðar götur. Umhverfisráð - 286 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar leggur til að veittur verði 80%
    afsláttur af gatnagerðargjöldum við þegar byggðar/frágengnar götur tímabundið frá 1. mars 2017 til og með 1. mars 2020.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Bjarni Th. Bjarnason.
    Guðmundur St. Jónsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að fresta afgreiðslu á ofangreindum lið og vísar málinu til byggðaráðs til umfjöllunar.

  • Með innsendu erindi dags. 11.01.2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir svörum við mögulegri breyttri notkun á bílgeymslu við íbúarhúsið. Meðfylgjandi eyðublað EYÐ-011 Umhverfisráð - 286 Ráðinu líst vel á framlagðar hugmyndir og tekur jákvætt í erindið. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 7 og 8 eru sérliðir á dagskrá, eru því aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 57, frá 11.01.2017.

Málsnúmer 1701005Vakta málsnúmer

6. sérliður á dagskrá.

7. sérliður á dagskrá.
  • Á framkvæmdaáætlun ársins 2017 er gert ráð fyrir að farið verði í útboð vegna gerðar nýrrar viðlegu í Dalvíkurhöfn, Austurgarð. Þessi framkvæmd er á samgönguáætlun ríkisins til fjögurra ára 2015 - 2018, sem samþykkt var á Alþingi í september sl. Við afgreiðslu fjárlaga ríkisins fyrir árið 2017 er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa framkvæmd við Austurgarð. Með rafpósti, sem barst frá Siglingasviði Vegagerðar ríkisins, var þessi niðurstaða á afgreiðslu Alþingis á fjárlögum fyrir árið 2017 staðfest. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 57 Veitu- og hafnaráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra að afla upplýsingar um stöðu málsins hjá Innanríkisráðuneyti og Vegagerð ríkisins.
  • Með rafpósti sem barst 12. desember 2016 er vakin athygli á því að í frumvarpi til fjárlaga 2017 er verulega dregið úr fjármagni til hafnabótasjóðs. Einnig kemur fram að stjórn Hafnasambandsins hvetur aðildarhafnir til að láta í sér heyra hvað þetta varðar.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 57 Veitu- og hafnaráð tekur heilshugar undir bréf Hafnasambands Íslands sem dagsett er 12. desember 2016 sem sent hefur verið til allra alþingismanna en þar segir:
    „Á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands sem haldinn var 7. desember sl. var fjallað um framlög sem áætluð eru til hafnabótasjóðs í frumvarpi til fjárlaga 2017. Fjölmargar hafnir eru komnar í mikla viðhaldsþörf og mikilvægt er að fjárlögin taki mið að því, sem og nýsamþykktri samgönguáætlun.
    Skv. könnum sem stjórn hafnasambandsins lét framkvæma árið 2015 þá er áætluð viðhalds- og framkvæmdaþörf hafnasjóða á næsta ári um 6,5 ma.kr. og rúmlega 8 ma.kr. árið 2018. Það er því alveg ljóst að nauðsynlegt er að auka fjármagn í hafnabótasjóð til að tryggja öryggi sjófarenda og til að viðhalda þér mikilvægu innviðum sem hafnir landsins eru.“
    „Í frumvarpi til fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 212 m.kr. í hafnabótasjóð, sem er 400 m.kr. lækkun frá árinu 2016. Í nýsamþykktri samgönguáætlun er hins vegna gert ráð fyrir 1.158 m.kr. í hafnabótasjóð.
    Á nýliðnu hafnasambandsþingi, sem haldið var 13.-14. október sl., var því fagnað að hlutur hafna var aukinn í samgönguáætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur og er því sá fögnuður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsins að fyrirhuguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu.
    Þingmönnum ætti að vera ljóst að kominn er tími á miklar framkvæmdir í höfnum landsins og leggur stjórn hafnasambandsins mikla áherslu á að það fjármagna sem sett er í hafnabótasjóð verði endurskoðað og aukið svo hægt sé að tryggja góða hafnaraðstöðu hringinn í kringum landið.“
  • Með rafpósti sem barst 30. desember 2016 rekur Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sólrúnar ehf, viðhaldsþörf hafnarinnar á Árskógssandi.
    Einnig liggur fyrir fundinum viðbrögð yfirhafnavarðar við ofangreindu rafpósti.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 57 Veitu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að ræða við aðila máls. Bókun fundar Til máls tók:
    Guðmundur St. Jónsson.
  • 10.4 201601130 Fundargerðir 2016
    Fyrir fundinum lá fundargerð 390. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 7. desember 2016. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 57 Lögð fram til kynningar.
  • Með bréfi sem dagsett er 5. desember 2016, frá Fiskistofu, kemur fram að Fiskistofa hefur endurnýjað vigtunarleyfi Samherja hf. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 57 Lagt fram til kynningar.
  • Með bréfi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, sem dagsett er 7. desember 2016, er beiðni Hitaveitu Dalvíkur um staðfestingu ráðherra á nýrri gjaldskrá, sem taka átti gildi 1. janúar 2017 hafnað. Vísa er til breytinga á 5. gr. gjaldskrárinnar þar sem gert er ráð fyrir að "Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016, 131,6 stig. Hitaveitunni er heimilt að breyta gjöldum þessum tvisvar á ári í fyrsta sinn 1. júlí 2017 og síðan á sex mánaða fresti þ.e. 1. janúar og 1. júlí ár hvert, í samræmi við breytingu á nefndri vísitölu."
    Síðar kemur fram í ofangreindu bréfi að "Framangreind breyting á 5. gr. gjaldskrárinnar er að mati ráðuneytisins ekki í samræmi við ákvæði orkulaga og reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, nr. 893/1999."
    Fyrir fundinum liggur ný gjaldskrá þar sem ofangreind breyting á 5. gr., er tekur til breytingar á henni tvisvar á ári, er felld út en að öðru leyti er breyting á gjaldaliðum sú sama, hækkun um 2,8% og er lagt til að gjaldskráin gildi frá 1. mars 2017.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 57 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.
  • Vegna breytinga á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 um álagningu vatnsgjalds kom ábending frá KPMG, en það fyrirtæki sér um stjórnsýsluendurskoðun fyrir Dalvíkurbyggð, að nauðsynlegt væri að endurorða 1.gr. gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.

    Lagt er til að hún breytist í:
    "Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar og skal það vera eftirfarandi"

    Í stað:
    "Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, ber að greiða vatnsgjald árlega til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi"
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 57 Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða breytingartillögu á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðinar og ekkert þafnast afgreiðslu sveitarstjórnar, liðir 6 og 7 eru sérliðir á dagskrá sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.

11.Frá stjórn Dalbæjar; fundargerð stjórnar frá 10.01.2017

Málsnúmer 201701042Vakta málsnúmer

Til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 10.01.2017.

12.Frá 286. fundi umhverfisráðs frá 13.01.2017; Deiliskipulag við Kirkjuveg, Dalvík

Málsnúmer 201311291Vakta málsnúmer

Á 286. fundi umhverfisráðs þann 13.01.2017 var eftirfarandi bókað:

"Deiliskipulag íbúðarbyggðar við Kirkjuveg, Dalvík. Lögð fram drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Kirkjuveg á Dalvík ásamt greinagerð.

Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

13.Frá 286. fundi umhverfisráðs frá 13.01.2017; Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Á 286. fundi umhverfisráðs þann 13.01.2017 var eftirfarandi bókað:

"Til kynningar lýsing dags. jan 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand.

Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."





Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs.

14.Frá 57. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11.01.2017; Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2017.

Málsnúmer 201608019Vakta málsnúmer

Á 57. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Með bréfi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, sem dagsett er 7. desember 2016, er beiðni Hitaveitu Dalvíkur um staðfestingu ráðherra á nýrri gjaldskrá, sem taka átti gildi 1. janúar 2017 hafnað. Vísa er til breytinga á 5. gr. gjaldskrárinnar þar sem gert er ráð fyrir að "Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016, 131,6 stig. Hitaveitunni er heimilt að breyta gjöldum þessum tvisvar á ári í fyrsta sinn 1. júlí 2017 og síðan á sex mánaða fresti þ.e. 1. janúar og 1. júlí ár hvert, í samræmi við breytingu á nefndri vísitölu." Síðar kemur fram í ofangreindu bréfi að "Framangreind breyting á 5. gr. gjaldskrárinnar er að mati ráðuneytisins ekki í samræmi við ákvæði orkulaga og reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, nr. 893/1999." Fyrir fundinum liggur ný gjaldskrá þar sem ofangreind breyting á 5. gr., er tekur til breytingar á henni tvisvar á ári, er felld út en að öðru leyti er breyting á gjaldaliðum sú sama, hækkun um 2,8% og er lagt til að gjaldskráin gildi frá 1. mars 2017.

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar. "



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá fyrir Hitaveitu Dalvíkur vegna ársins 2017.

15.Frá 57. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11.01.2017; Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2017, breyting á 1.gr.

Málsnúmer 201701035Vakta málsnúmer

Á 57. fundi veitu- og hafnaráðs þann 11. janúar 2017 var eftirfarandi bókað:

"Vegna breytinga á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 um álagningu vatnsgjalds kom ábending frá KPMG, en það fyrirtæki sér um stjórnsýsluendurskoðun fyrir Dalvíkurbyggð, að nauðsynlegt væri að endurorða 1.gr. gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar. Lagt er til að hún breytist í: "Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar og skal það vera eftirfarandi" Í stað: "Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, ber að greiða vatnsgjald árlega til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi"

Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða breytingartillögu á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar."



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi gjaldskrá vegna Vatnsveitu Dalvíkur.

16.Frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur; Ósk um lausn frá störfum úr umhverfisráði.

Málsnúmer 201612076Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, rafbréf dagsett þann 14. desember 2016, þar sem hún óskar lausnar úr umhverfisráði Dalvíkurbyggðar sem aðalmaður.



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Helgu Írisi lausn frá störfum úr umhverfisráði.

17.Frá Friðjóni Árna Sigurvinssyni; Ósk um lausn frá störfum úr félagsmálaráði.

Málsnúmer 201701038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Friðjóni Árna Sigurvinssyni, rafbréf dagsett þann 10. janúar 2017, þar sem hann óskar lausnar frá störfum úr félagsmálaráði sem aðalmaður.



Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita Friðjóni Árna lausn frá störfum úr félagsmálaráði.

18.Kosningar í nefndir og ráð samkvæmt Samþykkt um stjórn Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201701051Vakta málsnúmer

Til máls tók;

Bjarni Th. Bjarnason sem leggur fram eftirfarandi tillögu:

a) Aðalmaður í umhverfisráð í stað Helgu Írisar Ingólfsdóttur;



Friðrik Vilhelmsson, varamaður í umhverfisráði, verði kjörinn aðalmaður og varaformaður í umhverfisráði.



Heiða Hilmarsdóttir verði kjörinn varamaður í umhverfisráði.





b) Aðalmaður í félagsmálaráð í stað Friðjón Árna Sigurvinssonar:



Jóhannes Tryggvi Jónsson, varamaður í félagsmálaráði, verði kjörinn aðalmaður í félagsmálaráði.



Kristján Guðmundsson verði kjörinn varamaður í félagsmálaráði





Fleiri tóku ekki til máls.
a) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreind Friðrik Vilhelmsson og Heiða Hilmarsdóttir réttkjörin.

b) Ekki komu fram aðrar tillögur og eru því ofangreindir Jóhannes Tryggvi Jónsson og Kristján Guðmundsson réttkjörnir.

19.Sveitarstjórn - 287 frá 13.12.2016; til kynningar

Málsnúmer 1612007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:27.

Nefndarmenn
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Kristján Guðmundsson Aðalmaður
  • Valdemar Þór Viðarsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs