Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806, frá 21.12.2016.

Málsnúmer 1612008

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 288. fundur - 17.01.2017

Til afgreiðslu:

1. liður.

2. liður.

10. liður a).

11. liður.
  • Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 8. desember 2016, þar sem gert er grein fyrir að launaliðir slökkviliðs stefna í það að fara fram úr gildandi fjárhagsáætlun 2016 og að ástæður þess eru margþættar, m.a. hækkanir skv. kjarasamningum og vegna starfsmats.

    Fram kemur að tvær leiðir eru í boði til að bregðast við ofangreindu:
    Önnur er sú að nýttar verði kr. 1.202.613 endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna kaupa á búnaði allt frá árinu 2011 til að koma á móts við launafrávikið.
    Hin leiðin er að fyrir mun liggja að frávik verður á niðurstöðu slökkviliðsins, deild 07210, vegna ársins 2016 í samanburði við heimild í fjárhagsáætlun og slökkviliðið haldi þessari endurgreiðslu á virðisaukaskatti til endurnýjunar á búnaði. Er það ósk slökkviliðsstjóra að síðari leiðin verði valin.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila slökkviliðsstjóra að nota endurgreiðslu á virðisaukaskatti til búnaðar- og tækjakaupa samkvæmt forgangsröðun slökkviliðsins.
    Byggðaráð bendir á mikilvægi þess að bregðast við þegar sýnt þykir að rekstur stefni fram úr fjárheimildum.
  • Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 7. desember 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Agnesar Önnu Sigurðardóttur fyrir hönd Bjórbaðanna ehf. kt. 540715-1140 um nýtt rekstrarleyfi til sölu veitingu veitinga í Bjórböðunum við Öldugötu, flokkur II. Veitingastaðurinn er í byggingu. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um umsagnir byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra, sem liggja ekki fyrir.
  • Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð Dalvíkurbyggðar harmar þær fregnir að loka eigi útibúi Húsasmiðjunnar á Dalvík. Með þeirri lokun tapast ekki bara störf úr sveitarfélaginu heldur er um gríðarlega þjónustuskerðingu að ræða. Verslunin á Dalvík hefur þjónað verktökum og íbúum á svæðinu frá Akureyri og út á Siglufjörð til fjölda ára og er því um hagsmunamál að ræða fyrir fleiri heldur en bara verktaka og íbúa í Dalvíkurbyggð. Sem dæmi má nefna að verslunin á Dalvík er eina timburafgreiðslan við utanverðan Eyjafjörð og með lokun hennar verður einungis hægt að versla timbur á Akureyri.
    Byggðaráð skorar á Húsasmiðjuna að endurskoða þessa ákvörðun sína og gera sitt til að viðhalda því góða þjónustustigi sem er á svæðinu.
    Bókun fundar Til máls tók Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun:
    "Sveitarstjórn fagnar þeirri ákvörðun eins og fram hefur komið að fresta eigi lokun Húsasmiðjunnar á Dalvík um eitt ár til reynslu eftir þrýsting frá íbúum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hvetur íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu til að styðja við viðskipti, verslun og þjónustu í heimabyggð þannig að hér verði gott vöruúrval á góðu verði með góðri þjónustu, þannig getum við sem samfélag styrkt innviði sveitarfélagsins og stuðlað að öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi."

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Gunnþórs Eyfjörðs að bókun.
  • Tekið fyrir erindi frá Þroskahjálp, bréf dagsett þann 7. desember 2016, þar sem fram kemur að Landssamtökin Þroskahjálp hvetja stjórnendur sveitarfélaga eindregið til að huga sérstaklega að aðstæðum og þörfum fólks með þroskahömlum og fatlaðs fólks almennt þegar þeir gera áætlanir í húsnæðismálum og setja reglur og/eða taka ákvarðanir um veitingu stofnframlaga samkvæmt nýjum lögum sem um það gilda. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Vísað til vinnuhóps hvað varðar búsetuúrræði fyrir fatlað fólk og til félagsmálaráðs.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 14. desember 2016, þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins (breyting á A-deild sjóðsins), 6. mál. Óskað er umsagnar eigi síðar en 15. desesmber s.l. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 6. desember, þar sem m.a. kemur fram að starfshópur um skoðun á skráningum upplýsinga um nemendur grunnskóla í rafræn upplýsingakerfi hefur lokið störfum en hópurinn var stofnaður hinn 3. nóvember 2015 í kjölfar álits Persónuverndar í máli nr. 2015/1203. Sveitarfélög eru hvött til að hefjast þegar handa við að aðlaga framkvæmd við skráningu og meðferð persónuupplýsinga í grunnskólum i samræmi við tillögur starfshópsins. Einnig kemur fram að á árinu 2018 er áætlað að ný persónuverndarlöggjöf taki gildi á Íslandi þegar ný reglugerð Evrópusambandsins um persónuvern leysir af hólmi núgildandi löggöf. Þar sem sveitarfélög vinna með persónuupplýsingar hvetur Sambandið öll sveitarfélög til þess að hefja undirbúning vegna gildistöku laganna nú þegar. M.a er gert ráð fyrir að allar opinberar stofnanir hafi sérstakan persónuverndarfulltrúa. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til fræðsluráðs og UT-teymis.
  • Til umræðu ofangreint en fulltrúar tónlistarkennara í Dalvíkurbyggð hafa komið að máli við nokkra kjörna fulltrúa í Dalvíkurbyggð um stöðuna í kjarasamningsviðræðunum. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hvetja samningsaðila að ná samkomulagi sem fyrst enda eru tónlistarkennarar búnir að vera lengi samningslausir og mikilvægt er að eyða þeirri óvissu sem ríkir.
  • .8 201608106 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806
  • .9 201611145 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806
  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Magnús Guðmundur Ólafsson,skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, kl. 9:40.

    Á 211. fundi fræðsluráðs þann 14. desember 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Með fundarboði fylgdi bréf frá Hjörleifi Erni Jónssyni, skólastjóra Tónlistarskólans á Akureyri, dagsett 22. nóvember 2016, reglur um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til eflingar tónlistarnámi og jöfnunar á aðstöðumun nemenda dags. 5. ágúst 2011 og áætlaður kennslukostnaður í Tónlistarskólanum á Akureyri skólaárið 2016-2017. Bréf Hjörleifs varðar nemanda með lögheimili í Dalvíkurbyggð sem stundar grunnnám við Tónlistarskólann á Akureyri. Leitað er samþykkis Dalvíkurbyggðar fyrir að greiða þann hluta kennslukostnaðar sem Akureyrarbær greiðir almennt fyrir nemendur með lögheimili þar.
    Fræðsluráð hafnar erindinu með 4 atkvæðum þar Hlynur hafði staðfestingu frá skólastjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga á að skólinn getur boðið nemandanum sambærilegt nám sem fram færi á Akureyri eða á Dalvík. "

    Til umræðu ofangreint og farið yfir þær upplýsingar liggja fyrir.


    Magnús vék af fundi kl. 10:44.

    Hlynur vék af fundi kl. 11:02.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsókn sem lögheimilissveitarfélag en þar sem erindi Akureyrarbæjar er seint til komið þá fer Dalvíkurbyggð þess á leit að Tónlistarskólinn á Akureyri beri hlut Jöfnunarsjóðs á vorönn 2017 komi til þess að framlag úr Jöfnunarsjóði verði hafnað þar sem umsóknarfrestur er liðinn.

    Hvað varðar framtíðarákvarðanir sjá b) lið hér að neðan.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga marki sameiginlega stefnu til framtíðar í þessu málum.
    Bókun fundar 10. liður a) : Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 11:12 vegna vanhæfis.

    Á 794. fundi byggðaráðs þann 6. október 2016 var eftirfarandi bókað:

    "Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 14:02 vegna vanhæfis. Tekið fyrir erindi frá Golflúbbnum Hamar, bréf dagsett þann 2. október 2016 þar sem félagið óskar eftir að frá frekari svör í framhaldi af íbúafundi sem haldinn var 15. september s.l.: Golfkúbburinn Hamar vísar í bréf frá GHD dags 09.03.2016 þar sem óskað var eftir því að gert yrði ráð fyrir 9 holu golfvelli í deiliskipulagi á fólkvanginum ásamt því að þar yrði skipulagt heildstætt útivistarsvæði. Fram kemur eftirfarandi í erindi GHD: Byggðaráð samþykkti á fundi þann 28.04.2016 að íbúafundur yrði haldinn í samstarfi við GHD og í haust yrði hugur íbúa kannaður. GHD óskar eftir svörum við því hvort og þá hvenær Dalvíkurbyggð fari í deiliskipulag á fólkvanginum? Er kominn einhver tímarammi á það og verður hagsmunaaðilum og/eða íbúum, gefinn kostur á að koma með hugmyndir í upphafi skipulagsvinnu? Einnig hvenær og hvernig Dalvíkurbyggð hafi hugsað sér að kanna hug íbúa, eins og samþykkt var í ofangreindu bréfi frá frá Byggðaráði?
    Í tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun 2017 fyrir umhverfis- og tæknisvið gerir umhverfisráð ráð fyrir að farið verði í deiliskipulag á fólksvanginum árið 2017 þar sem íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á að koma með athugasemdir og ábendingar í samræmi við skipulagslög. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hugur íbúa verði kannaður með rafrænni könnun í janúar 2017. "

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 806 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að hugur íbúa í Dalvíkurbyggð, 18 ára og eldri, verði kannaður með rafrænni könnun á heimasíðu Dalvíkurbyggðar í janúar 2017 eftir fyrsta fund sveitarstjórnar, frá og með 20. janúar til og með 3. febrúar 2017.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til að spurningin sem lögð verði fyrir hljóði þannig:

    "Vilt þú að gert verði ráð fyrir 9 holu golfvelli í fyrirhuguðu deiliskipulagi Fólkvangsins í Böggvisstaðafjalli ?" Svarmöguleikanir verði "Já" eða "Nei".

    Tilkynning um ofangreinda könnun verði sett á heimasíðu, Facebook og með dreifibréfi í öll hús. Jafnframt að þeim sem ekki hafa aðgang að tölvu verði gert kleift að taka þátt í könnuninni í þjónustuveri Skrifstofa Dalvíkurbyggðar.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu hvað þennan lið varðar og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:17.

    Valdís Guðbrandsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
    "Ég legg til að afgreiðslu á íbúakönnun verði frestað og vísað til frekari umræðu í byggðaráði.
    Ég tel að íbúar sveitafélagsins hafi ekki nægilegar forsendur til þess að meta hvort gera eigi ráð fyrir golfvelli í fólkvanginum fyrr en endanlegt staðsetning vallarins og heildar útlit svæðisins liggur fyrir. Eðlilegra væri að klára deiliskipulag fyrir svæðið í heild þar sem gert er ráð fyrir golfvelli ásamt öðrum útivistamöguleikum. Að lokinni þeirri vinnu verður síðan deiliskipulagið auglýst þar sem íbúar geta komið með sýnar athugasemdir. Þar gefst íbúum líka tækifæri á að taka afstöðu til annarar afþreyingar sem sótt hefur verið um aðstöðu fyrir."


    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu Valdísar Guðbrandsdóttur, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

    Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:24 að lokinni umfjöllun og afgreiðslu um þennan lið.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og aðrir liðir fundargerðarinnar þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.