Málsnúmer 201608063Vakta málsnúmer
Á 280. fundi umhverfisráðs þann 26. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:
„Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2016 óskar Elvar Reykjalín eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu á tjaldsvæði við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri sat fundinn undir þessu lið. Umhverfisráð þakkar innsent erindu og lýst vel á hugmyndina. Sviðsstjóra og umhverfisstjóra falið að ræða hugmyndina frekar við bréfritara með tilliti til gildandi skipulags.“
Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir fundi sínum og umhverfisstjóra með bréfritara sem og því erindi sem hann sendi þann 15.12.2016 til bréfritara í framhaldinu, en með því erindi fylgdi kostnaðaáætlun fyrir verkefnið ásamt uppdrætti og öðrum gögnum.
Til umræðu ofangreint.