Umhverfisráð

286. fundur 13. janúar 2017 kl. 08:15 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Helga Íris Ingólfsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Friðrik Vilhelmsson.

1.Styrkur til votlendisfriðlands

Málsnúmer 201701009Vakta málsnúmer

Til kynningar styrkur frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu vegna Friðlands Svarfdæla.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar þakkar fyrir styrkinn.

2.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201602073Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir HNE frá 4. nóvember og 8 desember 2016 ásamt kostnaðarskiptingu 2017.
Lagt fram til kynningar.

3.Meðferð úrgangs í námu neðan við Hringsholt

Málsnúmer 201612112Vakta málsnúmer

Til umræðu bréf dags. 16. desember frá HNE vegna meðferðar á úrgangi í námu neðan við Hringsholt
Lagt fram til kynningar.

Ráðið leggur til að fulltrúi frá HNE verði boðaður á næsta fund ráðsins til að fara betur yfir þessi mál.

4.Ósk um aðkomu sveitarfélagsins vegna mögulegrar aðstöðu fyrir tjaldsvæði á Hauganesi

Málsnúmer 201608063Vakta málsnúmer

Á 280. fundi umhverfisráðs þann 26. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:



„Með innsendu erindi dags. 22. ágúst 2016 óskar Elvar Reykjalín eftir aðkomu sveitarfélagsins að uppsetningu á tjaldsvæði við Hauganes samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri sat fundinn undir þessu lið. Umhverfisráð þakkar innsent erindu og lýst vel á hugmyndina. Sviðsstjóra og umhverfisstjóra falið að ræða hugmyndina frekar við bréfritara með tilliti til gildandi skipulags.“



Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir fundi sínum og umhverfisstjóra með bréfritara sem og því erindi sem hann sendi þann 15.12.2016 til bréfritara í framhaldinu, en með því erindi fylgdi kostnaðaáætlun fyrir verkefnið ásamt uppdrætti og öðrum gögnum.



Til umræðu ofangreint.
Að því gefnu að bréfritari uppfylli þau starfsleyfisskilyrði sem gilda um rekstur tjaldsvæða þá tekur umhverfisráð jákvætt í að veitt verði leyfi innan umrædds svæðis samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd til reynslu í allt að tvö ár. Að reynslutíma loknum verður tekin afstaða til þess hvort aðalskipulagi verði breytt og gert ráð fyrir starfseminni áfram á svæðinu. Ráðið felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að framkvæma grenndarkynningu og í framhaldi af henni verður tekin endanleg ákvörðun ráðsins.

Beiðni bréfritara um þátttöku sveitarfélagsins í fjármögnun verkefnsins er vísað til umfjöllunar í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna efnistöku

Málsnúmer 201701007Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 03.01.2017 óskar Gunnar Kristinn Guðmundsson eftir leyfi til malartöku í Svarfaðardalsá í landi Göngustaða og Sandár samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og leggur áherslu á eftirfarandi í umsögn Fiskistofu

"1. Framkvæmdaraðili skal gæta þess að hafa sem minnst áhrif á vatn árinnar svo sem að grugga það upp.

2. Hreinsa skal öll áhöld og vélar sem notuð eru í eða við ána þannig að tryggt sé að olíur, bensín eða önnur skaðleg efni sem geta verið á áhöldum eða vélum berist ekki í árvatnið.

3. Reyna skal að takmarka framkvæmdarsvæði eins og kostur er og gæta þess að spilla ekki árbökkum eða spilla botni árinnar vegna framkvæmdarinnar.

4. Gengið skal þannig frá efni sem grafið er upp úr árfarvegi að ekki skolist úr því grugg niður í árvatnið í rigningu.

5. Ganga skal frá jarðvegssárum nálægt bökkum þannig að ekki skolist jarðvegur út í ánna."

Ráði felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna bakkavarna.

Málsnúmer 201701039Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 05. janúar 2017 óskar Rögnvaldur Skíði Friðbjörnsson fyrir hönd Golfklúbbsins Hamars eftir framkvæmdarleyfi vegna Bakkavarna í Svarfaðardalsá.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi þegar jákvæð umsögn veiðifélagsins hefur borist.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Deiliskipulag við Kirkjuveg, Dalvík

Málsnúmer 201311291Vakta málsnúmer

Deiliskipulag íbúðarbyggðar við Kirkjuveg, Dalvík.

Lögð fram drög að deiliskipulagi íbúðarbyggðar við Kirkjuveg á Dalvík ásamt greinagerð.



Umhverfisráð felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Fyrirhugað seiðaeldi við Árskógssand.

Málsnúmer 201608099Vakta málsnúmer

Til kynningar lýsing dags. jan 2017 á fyrirhugaðri breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og vinnslu deiliskipulags vegna laxaseiðaeldisstöðvar við Árskógssand.
Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um lýsinguna hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Tillaga að tímabundinni niðurfellingu eða afslætti á gatnagerðargjöldum í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 201701040Vakta málsnúmer

Til umræðu tillaga að niðurfellingu eða lækkun á gatnagerðargjöldum á íbúðarhúsalóðum í Dalvíkurbyggð við þegar byggðar götur.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar leggur til að veittur verði 80%

afsláttur af gatnagerðargjöldum við þegar byggðar/frágengnar götur tímabundið frá 1. mars 2017 til og með 1. mars 2020.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Fyrirspurn til byggingarfulltrúa vegna íbúðarhúss við Árskóg.

Málsnúmer 201701048Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 11.01.2017 óskar Freydís Dana Sigurðardóttir eftir svörum við mögulegri breyttri notkun á bílgeymslu við íbúarhúsið. Meðfylgjandi eyðublað EYÐ-011
Ráðinu líst vel á framlagðar hugmyndir og tekur jákvætt í erindið.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs