Veitu- og hafnaráð

57. fundur 11. janúar 2017 kl. 07:30 - 09:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs
Dagskrá
Pétur Sigurðsson boðaði forföll vegna ófærðar.
Gunnþór vék af fundi kl. 8:35

1.Austurgarður, nýbygging og tilheyrandi

Málsnúmer 201611047Vakta málsnúmer

Á framkvæmdaáætlun ársins 2017 er gert ráð fyrir að farið verði í útboð vegna gerðar nýrrar viðlegu í Dalvíkurhöfn, Austurgarð. Þessi framkvæmd er á samgönguáætlun ríkisins til fjögurra ára 2015 - 2018, sem samþykkt var á Alþingi í september sl. Við afgreiðslu fjárlaga ríkisins fyrir árið 2017 er ekki gert ráð fyrir fjármagni í þessa framkvæmd við Austurgarð. Með rafpósti, sem barst frá Siglingasviði Vegagerðar ríkisins, var þessi niðurstaða á afgreiðslu Alþingis á fjárlögum fyrir árið 2017 staðfest.
Veitu- og hafnaráð samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra að afla upplýsingar um stöðu málsins hjá Innanríkisráðuneyti og Vegagerð ríkisins.

2.Bókun um fjárframlög til hafnarframkvæmda

Málsnúmer 201612061Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem barst 12. desember 2016 er vakin athygli á því að í frumvarpi til fjárlaga 2017 er verulega dregið úr fjármagni til hafnabótasjóðs. Einnig kemur fram að stjórn Hafnasambandsins hvetur aðildarhafnir til að láta í sér heyra hvað þetta varðar.

Veitu- og hafnaráð tekur heilshugar undir bréf Hafnasambands Íslands sem dagsett er 12. desember 2016 sem sent hefur verið til allra alþingismanna en þar segir:

„Á stjórnarfundi Hafnasambands Íslands sem haldinn var 7. desember sl. var fjallað um framlög sem áætluð eru til hafnabótasjóðs í frumvarpi til fjárlaga 2017. Fjölmargar hafnir eru komnar í mikla viðhaldsþörf og mikilvægt er að fjárlögin taki mið að því, sem og nýsamþykktri samgönguáætlun.

Skv. könnum sem stjórn hafnasambandsins lét framkvæma árið 2015 þá er áætluð viðhalds- og framkvæmdaþörf hafnasjóða á næsta ári um 6,5 ma.kr. og rúmlega 8 ma.kr. árið 2018. Það er því alveg ljóst að nauðsynlegt er að auka fjármagn í hafnabótasjóð til að tryggja öryggi sjófarenda og til að viðhalda þér mikilvægu innviðum sem hafnir landsins eru.“

„Í frumvarpi til fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 212 m.kr. í hafnabótasjóð, sem er 400 m.kr. lækkun frá árinu 2016. Í nýsamþykktri samgönguáætlun er hins vegna gert ráð fyrir 1.158 m.kr. í hafnabótasjóð.

Á nýliðnu hafnasambandsþingi, sem haldið var 13.-14. október sl., var því fagnað að hlutur hafna var aukinn í samgönguáætlun. Sá fögnuður reyndist skammvinnur og er því sá fögnuður dreginn til baka enda telur stjórn hafnasambandsins að fyrirhuguð framlög á árinu 2017 séu óviðunandi með öllu.

Þingmönnum ætti að vera ljóst að kominn er tími á miklar framkvæmdir í höfnum landsins og leggur stjórn hafnasambandsins mikla áherslu á að það fjármagna sem sett er í hafnabótasjóð verði endurskoðað og aukið svo hægt sé að tryggja góða hafnaraðstöðu hringinn í kringum landið.“

3.Arskógssandshöfn, viðhaldsþörf.

Málsnúmer 201701006Vakta málsnúmer

Með rafpósti sem barst 30. desember 2016 rekur Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Sólrúnar ehf, viðhaldsþörf hafnarinnar á Árskógssandi.

Einnig liggur fyrir fundinum viðbrögð yfirhafnavarðar við ofangreindu rafpósti.
Veitu- og hafnarráð felur sviðsstjóra að ræða við aðila máls.

4.Fundargerðir 2016

Málsnúmer 201601130Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá fundargerð 390. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 7. desember 2016.
Lögð fram til kynningar.

5.Tilkynning um endurnýjun vigtarleyfis - Samherji

Málsnúmer 201612068Vakta málsnúmer

Með bréfi sem dagsett er 5. desember 2016, frá Fiskistofu, kemur fram að Fiskistofa hefur endurnýjað vigtunarleyfi Samherja hf.
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2017.

Málsnúmer 201608019Vakta málsnúmer

Með bréfi frá Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti, sem dagsett er 7. desember 2016, er beiðni Hitaveitu Dalvíkur um staðfestingu ráðherra á nýrri gjaldskrá, sem taka átti gildi 1. janúar 2017 hafnað. Vísa er til breytinga á 5. gr. gjaldskrárinnar þar sem gert er ráð fyrir að "Öll gjöld samkvæmt gjaldskrá þessari eru miðuð við vísitölu byggingarkostnaðar í september 2016, 131,6 stig. Hitaveitunni er heimilt að breyta gjöldum þessum tvisvar á ári í fyrsta sinn 1. júlí 2017 og síðan á sex mánaða fresti þ.e. 1. janúar og 1. júlí ár hvert, í samræmi við breytingu á nefndri vísitölu."

Síðar kemur fram í ofangreindu bréfi að "Framangreind breyting á 5. gr. gjaldskrárinnar er að mati ráðuneytisins ekki í samræmi við ákvæði orkulaga og reglugerð fyrir Hitaveitu Dalvíkur, nr. 893/1999."

Fyrir fundinum liggur ný gjaldskrá þar sem ofangreind breyting á 5. gr., er tekur til breytingar á henni tvisvar á ári, er felld út en að öðru leyti er breyting á gjaldaliðum sú sama, hækkun um 2,8% og er lagt til að gjaldskráin gildi frá 1. mars 2017.
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur og vísar henni til sveitarstjórnar til staðfestingar.

7.Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar 2017, breyting á 1.gr.

Málsnúmer 201701035Vakta málsnúmer

Vegna breytinga á lögum um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004 um álagningu vatnsgjalds kom ábending frá KPMG, en það fyrirtæki sér um stjórnsýsluendurskoðun fyrir Dalvíkurbyggð, að nauðsynlegt væri að endurorða 1.gr. gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.



Lagt er til að hún breytist í:

"Hafi vatnsveita verið tengd við mannvirki á fasteign ber að greiða af henni árlegt vatnsgjald til Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar og skal það vera eftirfarandi"



Í stað:

"Af öllum fasteignum í lögsagnarumdæmi Dalvíkurbyggðar, sem liggja við vegi eða opin svæði þar sem vatnsæðar liggja, ber að greiða vatnsgjald árlega til Vatnsveitu Dalvíkur og skal það vera eftirfarandi"
Veitu- og hafnaráð samþykkir framlagða breytingartillögu á gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.

Fundi slitið - kl. 09:30.

Nefndarmenn
  • Óskar Óskarsson Varaformaður
  • Ásdís Svanborg Jónasdóttir Aðalmaður
  • Kristján Hjartarson Aðalmaður
  • Hólmfríður Guðrún Skúladóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Þorsteinn K. Björnsson Sviðstjóri
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þorsteinn K. Björnsson sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs