Fræðsluráð - 212, frá 11.01.2017.

Málsnúmer 1701003

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 288. fundur - 17.01.2017

  • Drífa Þórarinsdóttir, skólastjóri Krílakots, kynnti drög að aðgerðaáætlun um úrbætur í framhaldi af niðurstöðum ytra mats Menntamálastofunar sem gert var s.l. haust. Áætlunina þarf að senda stofnuninni fyrir 1. febrúar 2017. Fræðsluráð - 212 Fræðsluráð felur Drífu að ljúka aðgerðaáætluninni í samræmi við umræður á fundinum og senda Menntamálastofnun áður en skilafrestur rennur út. Lokaskjalið verði lagt fyrir næsta fund til kynningar.

    Þar sem þetta er síðasti fræðsluráðsfundur sem Drífa Þórarinsdóttir, leikskólastjóri, situr vill fræðsluráð þakka Drífu fyrir vel unnin störf í þágu Dalvíkurbyggðar og óskar henni velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson almennt um fundargerðina og fundarboðun.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.
  • .2 201612051 Persónuverndarreglur
    Á fundi sínum 21. desember 2016 vísaði Byggðaráð bréfi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettu þann 6. desember, til úrvinnslu í fræðsluráði og UT-teymi Dalvíkurbyggðar. Í bréfinu kemur m.a. fram að starfshópur um skoðun á skráningum upplýsinga um nemendur grunnskóla í rafræn upplýsingakerfi hefur lokið störfum. Sveitarfélög eru hvött til að hefjast þegar handa við að aðlaga framkvæmd við skráningu og meðferð persónuupplýsinga í grunnskólum í samræmi við tillögur starfshópsins. Fræðsluráð - 212 Fræðsluráð felur Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu og menningarmála, að vinna málið áfram og leggur til að Dalvíkurbyggð tilnefni væntanlegan persónuverndarfulltrúa sveitarfélagsins hið fyrsta til að vinna að málinu með honum og UT teyminu. Sviðsstjóri upplýsi fræðsluráð um framgang mála og næstu skref að loknum fyrsta fundi hans með UT teyminu.
  • Með fundarboði fylgdi bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 16. nóvember 2016 þar sem kynntar eru nýjar úthlutunarreglur Námsgagnasjóðs. Meðal þess sem fram kemur í bréfinu er að framvegis bera rekstraraðilar grunnskóla ábyrgð á að grunnskólar nýti fjármagn í samræmi við úthlutunarreglur sjóðsins. Fræðsluráð - 212 Lagt fram til kynningar.
  • .4 201503209 Námsárangur
    Með fundarboði fylgdu fundargerðir 29., 30. og 31. fundar vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla. Fræðsluráð - 212 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir fundargerðarinnar lagði fram til kynningar í sveitarstjórn.