Félagsmálaráð

204. fundur 13. desember 2016 kl. 08:00 - 10:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Silja Pálsdóttir formaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
 • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
 • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
 • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
 • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201612056Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201612056
Bókað í trúnaðarmálabók

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201612060Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201612060
Bókað í trúnaðarmálabók

3.Jólaastoð 2016 - samstarf

4.Gráu svæðin í velferðarþjónustu

Málsnúmer 201611136Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir tölvupóstur frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 1. nóvember 2016 samantekt um gráu svæðin í velferðarþjónustunni. Samantektina má finna á vef sambandsins á slóðinni http://www.samband.is/verkefnin/felagsthjonusta/frettir---felagsthjonusta/nr/2844
Lagt fram til kynningar

5.Ritun fundargerða

Málsnúmer 201611053Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir leiðbeiningar um ritun fungargerða dags 7.nóvember 2016 sem og samþykkt um fundarsköp nefnda og ráða
Lagt fram til kynningar.

6.Drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 201612054Vakta málsnúmer

Tekin fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 30.nóvember 2016 um drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að gera drög að reglum varðandi sérstakar húsaleigubætur Dalvíkurbyggðar og að þær verði teknar fyrir á næsta fundi.

Samþykkt með 5 greiddum atkvæðum.

7.Réttur þinn - mikilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi

Málsnúmer 201612058Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Jafnréttisstofu dags. 30. nóvember 2016. Jafnréttisstofa gefur út bæklinginn Réttur þinn sem er sérstaklega ætlaður sem upplýsinga- og leiðbeiningarbæklingur fyrir erlendar konur sem dveljast á Íslandi. Í bæklingnum er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um jafnan rétt kynja s.s. dvalarleyfi, skilnaði, forsjármál, fjármál,mansal. Bæklingurinn er gefinn út á íslensku, ensku, pólsku, spænsku, taílensku, rússnesku og arabísku. Eintök bæklingsins er að finna hjá félagsþjónustu
Lagt fram til kynningar.

8.Ósk um stuðning við verkefnið "1 Blár-strengur"

Málsnúmer 201611054Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir rafbréf dagsett 7.nóvember 2016 frá meistaranemum á heilbrigðisvísindasviði í Hákólanum á Akureyri sem sækja um styrk vegna átaksverkefnisins 1 blár strengur sem snýr að því að vekja athygli á kynferðisofbeldi gegn drengjum en rannsóknir sýna að 1 af hverjum 6 verður fyrir því. Fyrirhugað er að halda ráðstefnu um málefnið í Háskólanum á Akureyri í vor. Sótt er um styrk að upphæð 70.000 krónur.
Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum í fjárhagsáætlun félagsmálsviðs árið 2017.

Samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.

9.Umsókn um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2017

Málsnúmer 201611109Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir bréf frá Kvennaathvarfinu í nóvember 2016 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár að fjárhæð 300.000,-. Kvennaathvarfið veitir konum og börnum þeirra skjól þegar dvöl þeirra í heimahúsum er óbærileg vegna ofbeldis. Einnig er boðið upp á viðtöl í Kvennaathvarfinu og ráðgjöf til kvenna í ofbeldissamböndum án þess að til dvalar komi. Kvennaathvarfið er einnig neyðarathvarf fyrir konur sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals.
Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum í fjárhagsáætlun félagsmálsviðs árið 2017.

Samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.

10.Styrkbeiðni frá Aflinu

Málsnúmer 201612015Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Aflinu dags. 1.desember 2016 þar sem leitað er eftir styrk til félagsins að upphæð 125.000 krónur.
Félagsmálaráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir styrkveitingum í fjárhagsáætlun félagsmálsviðs árið 2017.

Samþykkt með fimm greiddum atkvæðum.

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201612020Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201612020
Bókað í trúnaðarmálabók

12.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201612021Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201612021
Bókað í trúnaðarmálabók

13.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201612022Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201612022
Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 10:00.

Nefndarmenn
 • Silja Pálsdóttir formaður
 • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
 • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
 • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
 • Rúna Kristín Sigurðardóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
 • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi