Íþrótta- og æskulýðsráð

85. fundur 05. janúar 2017 kl. 14:00 - 16:55 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Hlynur Sigursveinsson var ekki undir fyrstu tveimur liðum fundarins. Hann sat seinasta liðinn sem haldinn var í Bergi.
Íris Hauksdóttir boðaði forföll. Jónína Guðrún Jónsdóttir kom í hennar stað og sat eingöngu fyrstu tvo fundarliðina en sat ekki liðinn sem haldinn var í Bergi.

1.Umsóknir í afreks- og styrktarsjóð 2016

Málsnúmer 201610093Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að taka fyrir umsókn Guðna Berg Einarssonar til meðferðar. Umsóknin var ekki meðal þeirra umsókna sem tekin voru fyrir á síðasta fundi. Þar sem ekki er hægt að útiloka að um tæknileg mistök haf verið að ræða, er umsóknin tekin fyrir. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að styrkja Guðna Berg Einarsson um kr. 125.000.- og vísar því á lið 06800-9110.

2.Styrkumsókn vegna ársþings UMSE

Málsnúmer 201612119Vakta málsnúmer

Tekin fyrir styrkumsókn frá Ungmennasambandi Eyjafjarðar (UMSE). Óskar UMSE eftir styrk vegna ársþings UMSE sem haldið verður í Dalvíkurbyggð árið 2017. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atvkæðum að leggja til við Byggðaráð að UMSE verði styrkt sem nemur húsaleigu í Árskógi.

Íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að allar styrkumsóknir berist að hausti ár hver, þegar Dalvíkurbyggð auglýsir eftir styrkumsóknum svo hægt verði að gera ráð fyrir þeim við gerð fjárhagsáætlunar ár hvert.

3.Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2016

Málsnúmer 201610113Vakta málsnúmer

Þessi fundarliður fór fram á opnu boði íþrótta- og æskulýðsráðs í Menningahúsinu Bergi kl. 16:00 og stóð til 16:55. Ekki var fleira gert eftir athöfnina og fundi slitið.



Kristinn Ingi Valsson, formaður íþrótta- og æskulýðsráðs bauð gesti velkomna og bauð gestum að þiggja veitingar.

Verónika Jana Ólafsdóttir, nemendi í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga flutti 2. kafla úr fiðlukonsert í a-moll eftir Vivaldi, með henni spilaði Páll Szabó.



Veittar voru viðurkenningar úr afreks- og styrktarsjóði sem samþykktar voru á síðasta fundi ráðsins.



Að því loknu lék á píanó og söng Selma Rut Guðmundsdóttir nemandi í Tónlistarskólanum á Tröllaskaga lagið Love of my life með Queen.



Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar:

Alls tilnefndu 5 íþróttafélög aðila í kjör til íþróttamanns Dalvíkurbyggðar. Eftirtaldir aðilar eru því íþróttamenn sinnar greinar árið 2016:







Andrea Björk Birkisdóttir - Skíðafélag Dalvíkur



Arnór Snær Guðmundsson - Golfklúbburinn Hamar



Hjörleifur Helgi Sveinbjarnarson - Sundfélagið Rán



Svavar Örn Hreiðarsson - Hestamannafélagið Hringur



Viktor Hugi júlíusson - Frjálsíþróttadeild UMFS



Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2016 er Arnór Snær Guðmundsson kylfingur hjá Golfklúbbnum Hamri.





Óskar íþrótta- og æskulýðsráð öllum aðilum til hamingju og Arnóri Snæ til hamingju með titilinn Íþróttamaður Dalvíkurbyggðar árið 2016.





Íþrótta- og æskulýðsráð þakkað öllum þeim sem aðstoðuðu við undirbúning á kjörinu og nemendum Tónlistarskólans á Tröllaskaga fyrir tónlistarflutning á athöfninni.

Fundi slitið - kl. 16:55.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
  • Zbigniew Kolodziejczyk aðalmaður
  • Kristinn Ingi Valsson formaður
  • Jónína Guðrún Jónsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
  • Hlynur Sigursveinsson sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi