Hamar lóð A8 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202509111

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 38. fundur - 29.09.2025

Erindi dagsett 5.ágúst 2025 þar sem Örn Eldjárn sækir um heimild til byggingar 220 m2 frístundahúss á lóð nr. A8 í landi Hamars.
Gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir hámarks byggingarmagni 150 m2 á lóðinni en í dag standa þar íbúðarhús, hlaða og fjós sem eru samtals 212 m2 að stærð. Til stendur að rífa þau mannvirki og reisa nýtt í staðinn.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi frístundasvæðis í landi Hamars til samræmis við erindið skv. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati skipulagsráðs er ekki talin þörf á grenndarkynningu skv. 3.mgr. 44.gr. laganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.