Ástandsskoðun á byggðasafninu Hvoli

Málsnúmer 202212140

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1053. fundur - 05.01.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 30. desember sl. frá EFLU ásamt umbeðinni ástandsskýrslu á húseigninni við Karlsrauðatorg 7 sem hýsir Byggðasafnið Hvol.

Tekin til umræðu fundargerð dagsett 5. janúar um ofangreinda skýrslu en fundinn sátu sviðsstjóri framkvæmdasviðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, forstöðumaður safna og sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs.

Bjarni Daníel vék af fundi kl. 16:12.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1054. fundur - 12.01.2023

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15.

Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 30. desember sl. frá EFLU ásamt umbeðinni ástandsskýrslu á húseigninni við Karlsrauðatorg 7 sem hýsir Byggðasafnið Hvol. Tekin til umræðu fundargerð dagsett 5. janúar um ofangreinda skýrslu en fundinn sátu sviðsstjóri framkvæmdasviðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, forstöðumaður safna og sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 16:12.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Til umræðu ofangreint.

Björk Hólm, Gísli og Helga Íris viku af fundi kl. 13:59.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að unnið sé í samræmi við ofangreinda fundargerð frá 5. janúar sl. hvað varðar eftirfarandi atriði:
-
Rýma fyrstu hæðina og koma munum safnsins í tímabundna varðveislu.
-
Taka gólfefni af fyrstu hæð.
-
Opna þakið og frá sérfræðing til að meta ástandið.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhóp varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn - 354. fundur - 17.01.2023

Á 1054. fundi byggðaráðs þann 12. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna, Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Bjarni Daníel Daníelsson, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, kl. 13:15. Á 1053. fundi byggðaráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur dagsettur þann 30. desember sl. frá EFLU ásamt umbeðinni ástandsskýrslu á húseigninni við Karlsrauðatorg 7 sem hýsir Byggðasafnið Hvol. Tekin til umræðu fundargerð dagsett 5. janúar um ofangreinda skýrslu en fundinn sátu sviðsstjóri framkvæmdasviðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, forstöðumaður safna og sviðsstjóri fræðslu-og menningarsviðs. Bjarni Daníel vék af fundi kl. 16:12.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Til umræðu ofangreint. Björk Hólm, Gísli og Helga Íris viku af fundi kl. 13:59. Niðurstaða:a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að unnið sé í samræmi við ofangreinda fundargerð frá 5. janúar sl. hvað varðar eftirfarandi atriði: - Rýma fyrstu hæðina og koma munum safnsins í tímabundna varðveislu. - Taka gólfefni af fyrstu hæð. - Opna þakið og frá sérfræðing til að meta ástandið. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhóp varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins."
Enginn tók til máls.

b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins.

Byggðaráð - 1056. fundur - 26.01.2023

Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins.

Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að ofangreindum vinnuhópi ásamt erindisbréfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að eftirtaldir skipi vinnuhópinn:
Sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar með þeirri breytingu að verklok verði 15. maí nk.

Menningarráð - 94. fundur - 31.01.2023

Tekin fyrir skýrsla frá Eflu dags. 15.12.2022. Óskað var eftir við Eflu að gera ástandsskoðun á húsnæði í Karlsrauðatorgi 7. (Hvoll - Byggðarsafn).

Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, fór yfir helstu niðurstöður úr skýrslu og næstu skref í úrbótum.
Menningarráð leggur til við sveitastjórn Dalvíkurbyggðar að finna framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafn Dalvíkurbyggðar sem fyrst.
Björk Hólm Þorsteinsdóttir, fór af fundi kl. 09:40.

Sveitarstjórn - 355. fundur - 14.02.2023

a) Tillaga að vinnuhópi vegna húsnæðismála stofnana sveitarfélagsins ásamt erindisbréfi.
Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að ofangreindum vinnuhópi ásamt erindisbréfi.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að eftirtaldir skipi vinnuhópinn: Sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar með þeirri breytingu að verklok verði 15. maí nk."

b) Ályktun menningarráðs varðandi framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafnið.
Á 94. fundi menningarráðs þann 31. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekin fyrir skýrsla frá Eflu dags. 15.12.2022. Óskað var eftir við Eflu að gera ástandsskoðun á húsnæði í Karlsrauðatorgi 7. (Hvoll - Byggðarsafn). Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, fór yfir helstu niðurstöður úr skýrslu og næstu skref í úrbótum.Niðurstaða:Menningarráð leggur til við sveitastjórn Dalvíkurbyggðar að finna framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafn Dalvíkurbyggðar sem fyrst."
Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs skipi vinnuhóp um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins samkvæmt a) lið hér að ofan að hafa ályktun menningarráðs til hliðsjónar í störfum sínum.

Byggðaráð - 1071. fundur - 15.06.2023

Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað:
"a) Tillaga að vinnuhópi vegna húsnæðismála stofnana sveitarfélagsins ásamt erindisbréfi.
Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að ofangreindum vinnuhópi ásamt erindisbréfi.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að eftirtaldir skipi vinnuhópinn: Sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar með þeirri breytingu að verklok verði 15. maí nk.
b) Ályktun menningarráðs varðandi framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafnið.
Á 94. fundi menningarráðs þann 31. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
Tekin fyrir skýrsla frá Eflu dags. 15.12.2022. Óskað var eftir við Eflu að gera ástandsskoðun á húsnæði í Karlsrauðatorgi 7. (Hvoll - Byggðarsafn). Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, fór yfir helstu niðurstöður úr skýrslu og næstu skref í úrbótum.Niðurstaða:Menningarráð leggur til við sveitastjórn Dalvíkurbyggðar að finna framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafn Dalvíkurbyggðar sem fyrst.

Enginn tók til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs skipi vinnuhóp um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins samkvæmt a) lið hér að ofan að hafa ályktun menningarráðs til hliðsjónar í störfum sínum."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna og Menningarhússins Bergs, dagssett 30.maí 2023, þar sem hún kallar eftir ákvörðun eða samtali varðandi framhald flutninga í Hvoli.

Lovísa María, Jóhann Már og Heiða viku af fundi kl. 14:24.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna að halda áfram vinnu við að tæma húsnæðið. Jafnframt að unnið verði að því í samstarfi við Framkvæmdasvið að leggja grunninn að þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að fara í.

Sveitarstjórn - 360. fundur - 20.06.2023

Á 1071. fundi byggðaráðs þann 15. júní sl. var eftirfarand bókað:
"Á 355. fundi sveitarstjórnar þann 14. febrúar 2023 var eftirfarandi bókað: "a) Tillaga að vinnuhópi vegna húsnæðismála stofnana sveitarfélagsins ásamt erindisbréfi. Á 1056. fundi byggðaráðs þann 26. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Á 354. fundi sveitarstjórnar þann 17. janúar sl. var samþykkt að fela sveitarstjóra að koma með tillögu að vinnuhópi varðandi húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Með fundarboði fylgdi tillaga sveitarstjóra að ofangreindum vinnuhópi ásamt erindisbréfi.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að eftirtaldir skipi vinnuhópinn: Sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar með þeirri breytingu að verklok verði 15. maí nk. b) Ályktun menningarráðs varðandi framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafnið. Á 94. fundi menningarráðs þann 31. janúar sl. var eftirfarandi bókað: Tekin fyrir skýrsla frá Eflu dags. 15.12.2022. Óskað var eftir við Eflu að gera ástandsskoðun á húsnæði í Karlsrauðatorgi 7. (Hvoll - Byggðarsafn). Björk Hólm Þorteinsdóttir, forstöðumaður safna og framkvæmdastjóri Menningarhússins Bergs, fór yfir helstu niðurstöður úr skýrslu og næstu skref í úrbótum.Niðurstaða:Menningarráð leggur til við sveitastjórn Dalvíkurbyggðar að finna framtíðarhúsnæði fyrir Byggðasafn Dalvíkurbyggðar sem fyrst. Enginn tók til máls. a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu byggðaráðs og tillögu að sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar og sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs skipi vinnuhóp um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn. b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að beina því til vinnuhópsins samkvæmt a) lið hér að ofan að hafa ályktun menningarráðs til hliðsjónar í störfum sínum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað frá Björk Hólm Þorsteinsdóttur, forstöðumanni safna og Menningarhússins Bergs, dagssett 30.maí 2023, þar sem hún kallar eftir ákvörðun eða samtali varðandi framhald flutninga í Hvoli. Lovísa María, Jóhann Már og Heiða viku af fundi kl. 14:24.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela forstöðumanni safna að halda áfram vinnu við að tæma húsnæðið. Jafnframt að unnið verði að því í samstarfi við Framkvæmdasvið að leggja grunninn að þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að fara í."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela forstöðumanni safna að halda áfram vinnu við að tæma húsnæðið. Jafnframt að unnið verði að því í samstarfi við Framkvæmdasvið að leggja grunninn að þeim framkvæmdum sem nauðsynlegt er að fara í.

Menningarráð - 97. fundur - 07.09.2023

Björk Hólm Þorsteinsdóttir, forstöðumaður safna og Menningahússins Berg fór yfir stöðuna á varðveislu muna, vegna viðalds á húsnæði á Hvoli.
Menningarráð telur mjög brýnt að tekin verði ákvörðun um framtíðarstað Byggðasafnsins sem allra fyrst og framkvæmdir settar af stað.
Björk Hólm og Ragnhildur, fóru af fundi kl. 09:45