Ósk um kaup á nýjum fjallkonubúningi

Málsnúmer 202206114

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 92. fundur - 20.09.2022

Tekin fyrir rafpóstur frá Gísla Rúnari Gylfasyni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa dags. 20.06.2022, þar sem að hann óskar eftir að keyptur verði nýr fjallkonubúningur fyrir 17. júní 2023.
Menningaráð Dalvíkurbyggðar, samþykkir að keyptur verði nýr fjallkonubúningur, og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir fjárhagsárið 2023.

Menningarráð - 97. fundur - 07.09.2023

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fór yfir stöðuna á verkefninu.
Menningarráð þakkar Ásrúnu Ingvadóttur af alhug fyrir frábæra vinnu við gerð á nýjum kirtli fjallkonubúnings Dalvíkurbyggðar og einnig þakkar menningarráð fyrir haglega unna minningarbók um gerð kirtilsins sem hún gaf sérstaklega Dalvíkurbyggð.