Menningarráð

39. fundur 13. september 2013 kl. 08:15 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs
Dagskrá
Undir þeim liðum er verkefni safnanna voru til umræðu sátu fundinn Laufey Eiríksdóttir forstöðumaður bóka- og héraðsskjalasafns og Íris Ólöf Sigurjónsdóttir forstöðumaður Byggðasafnsins Hvols.

1.Gjaldskrár fræðslu- og menningarsviðs 2014

Málsnúmer 201308048Vakta málsnúmer

a) Gjaldskrá Bókasafns DalvíkurbyggðarMeð fundarboði fylgdi tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir Bókasafn Dalvíkurbyggðar. Á fundinum kom fram hugmynd um nýtt fyrirkomulag á árskortum til að fjölga þjónustuþegum. Safnstjóra er falið að útfæra tillöguna fyrir næsta fund ráðins og frestar menningarráð því afgreiðslu.b) Byggðasafnið HvollÁ árinu var samþykkt ný gjaldskrá fyrir Hvol og leggur safnstjóri því til óbreytta gjaldskrá. Menningarráð samþykkir tillögu safnstjóra.

2.Starfs- og fjárhagsáætlun 2014

Málsnúmer 201305087Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs.Forstöðumenn og sviðsstjóri gerðu grein fyrir fyrir helstu þáttum hennar en eins og áður eru mörg spennandi verkefni í bígerð. Jafnframt var farið yfir helstu þætti fjárhagsáætlunar 2014. Menningarráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun 2014 eins og hún liggur fyrir.

3.Fjárhagsáætlun 2014;Beiðni um styrk vegna niðurgreiðslu á fasteignagjöldum

Málsnúmer 201308067Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir beiðni frá Dalvíkurkirkju vegna niðurgreiðslu á fasteignagjöldum en undanfarin ár hefur kirkjan fengið styrk að upphæð 200.000 kr. á ári. Menningarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari upplýsingum um reksturinn  s.s. gjaldskrá, yfirliti yfir útleigu sem og ársreikningi 2012.

4.Ósk um rekstrarsamning við Menningar- og listasmiðjuna á Húsabakka

Málsnúmer 201307020Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Menningar- og listasmiðjunni að Húsabakka þar sem óskað er eftir rekstrarsamningi  til þriggja ára á móti húsaleigukostnaði. Menningarráð frestar afgreiðslu og mun boða forsvarsmenn á næsta fund ráðsins.

5.Fjárhagsáætlun 2014; Ósk um gerð styrktarsamnings til þriggja ára.

Málsnúmer 201309005Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi, dagsett 29. ágúst 2013, frá Félagi eldri borgara þar sem óskað er eftir styrktarsamningi til þriggja ára til að styrkja starf og rekstur félagsins. Byggðaráð vísaði erindinu til menningarráðs og félagsmálaráðs. Menningarráð hafnar styrktarsamningi en samþykkir að veita félaginu styrk vegna fasteignagjalda á árinu 2014 allt að 180.000 kr.  Í framhaldinu þarf að sækja um niðurgreiðslu vegna fasteignagjalda árlega þegar auglýst er eftir erindum vegna fjárhagsáætlunar.

6.Minnisvarði; beiðni um styrk

Málsnúmer 201309002Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir umsókn, dagsett 19. ágúst 2013 þar sem Símon Páll Steinsson og Magnús Gamalíel Gunnarsson áhugamenn um varðveislu minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn óska eftir styrk að upphæð 200.000 kr til þess að lagfæra minnisvarðann. Menningarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 200.000 kr. og vísar því á lið 05-70-9143.

7.Styrkbeiðni frá VinstriHægriVinstri

Málsnúmer 201308051Vakta málsnúmer

Tekin var fyrir styrkbeiðni frá VinstriHægriVinstri, dagsett 22.08.2013. þar sem óskað er eftir  70.000 kr. styrk til að setja upp leikrit. Efni leikritsins er að fræða börn um hætturnar sem leynast í umhverfinu en stefnt er að því að heimsækja alla skóla á landinu frá september 2013 til febrúar 2014. Menningarráð getur því miður ekki orðið við erindinu þar sem verkefnið uppfyllir ekki skilyrði úthlutunarreglna sjóðsins.

8.Fjárhagsáætlun 2014- erindi frá Náttúrusetrinu

Málsnúmer 201308045Vakta málsnúmer

Tekið var fyrir erindi frá Náttúsetrinu á Húsabakka, dagsett 21. ágúst 2013, þar sem m.a. er óskað eftir að gerður verði þjónustusamningur við Náttúrusetrið en byggðaráð tók á 672. fundi sínum erindið til umfjöllunar og vísaði þessum lið til menningaráðs. Menningarráð vísar þessu erindi til byggðaráðs og óskar eftir að byggðaráð móti framtíðarsýn um aðkomu sveitarfélagsins að rekstri Náttúrusetursins.

9.Erindisbréf

Málsnúmer 201301126Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi erindisbréf menningarráðs með tillögum að minniháttar breytingum. Menningarráð samþykkir erindisbréfið eins og það liggur fyrir og vísar því til afgreiðslu sveitarstjórnar.

10.Styrkúthlutun 2013 - Byggða- og húsakönnun

Málsnúmer 201306020Vakta málsnúmer

Upplýst var um styrk frá Minjastofnun Íslands sem Byggðasafnið Hvoll hlaut til byggða- og húsakönnunar. Styrkurinn er að upphæð 800.000 kr. Menningaráð lýsir yfir ánægju sinni með styrkinn.

11.Stofnskrá

Málsnúmer 201309023Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdi tillaga að breyttri stofnskrá fyrir Hvol.Minniháttar breytingar voru gerðar á fundinum. Menningarráð samþykkir stofnskrána eins og hún liggur fyrir og vísar henni áfram til afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Vinnufyrirkomulag safnstjóra Hvols

Málsnúmer 201309033Vakta málsnúmer

Tekið var til umræðu og afgreiðslu tímabundið samkomulag við Írisi Ólöfu Sigurjónsdóttur um breytt vinnufyrirkomulag en megininntakið er að hún verður ekki í starfi tímabilið nóvember til febrúar næstkomandi en starfshlutfall hennar eykst sem því nemur aðra mánuði ársins. Menningarráð samþykkir tillöguna.

13.Starfslýsingar stjórnenda fræðslu- og menningarsviðs

Málsnúmer 201307008Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu starfslýsingar forstöðumanns bóka- og héraðsskjalasafns og forstöðumanns Byggðasafnsins Hvols. Menningarráð samþykkir starfslýsingarnar eins og og þær liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson Formaður
  • Þóra Rósa Geirsdóttir
  • Hlín Torfadóttir
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri Fræðslu- og menningarsviðs