Starfsáætlun 2014

Málsnúmer 201305087

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 48. fundur - 19.06.2013

Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fóru yfir fyrirhugaða vinnu við starfsáætlanagerð 2014  og var umræða um hvaða verkþætti íþrótta- og æskulýðsráð telur mikilvægt að verði settir í forgang á næsta ári en á næsta fundi ráðsins verður starfsáætlun að öllum líkindum til afgreiðslu. Jafnframt rætt um hvaða lykiltölur ráðið telur mikilvægt að lagðar séu fram í starfsáætlun og voru skráðir niður minnispunktar í þessu samhengi.

Fræðsluráð - 174. fundur - 26.06.2013

Á næsta fundi ráðsins er stefnt að því að starfs- og fjárhagsáætlun verði til afgreiðslu.Rætt var um hvaða verkefni ráðið telur að mikilvægt að verði sett í forgang og voru teknir niður minnispunktar sem munu nýtast við gerð starfsáætluninnar.Jafnframt var rætt um skiptingu á fjárhagsramma og mun sviðsstjóri vinna tillögu út frá þeirri umræðu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 49. fundur - 03.09.2013

Með fundaboði starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs og eru íþrótta- og æskulýðsmál hluti af því.Sviðsstjóri og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi fóru yfir helstu verkefni 2014 sem og fjárhagsáætlun þess árs.Óskað er eftir 2.000.000 kr. aukafjárveitingu til að geta staðið við samning við Skíðafélag Dalvíkur um viðhald á lið 06-80-9145 Óskað er eftir viðbótarfjárveitingu að upphæð 1.030.000 kr. á lið 06-80-9145 en vakin er athygli að ný verkefni eru inni í áætlun  s.s. Nori og gerð lýðheilsustefnu og er kostnaður vegna þeirra áætlaður 650.000 kr. en ekki kom viðbót við ramma vegna þeirra.Óskað er eftir viðbjótarfjárveitingu vegna Ungmennaráðs að upphæð 250.000 kr. á lið 06-31.Jafnframt er vakin athygli á að enginn áætlun er á lið búnaðarkaupa í Íþróttamiðstöð og því ekkert svigrúm til að begðast við ef einhver búnaður gefur sig og hafa starfsmenn ráðsins og fulltrúar í ráðinu áhyggur af því.Samtals er því óskað eftir viðbótarfjárveitingu við ramma að upphæð 3.280.000 kr. Jafnframt er UMFS á lokasprettinum að vinna áætlun um uppbyggingu íþróttasvæðisins og óskar íþrótta- og æskulýðsráð eftir að tekið verið skýr afstaða til þess við fjárhagsáætlanagerð. Verði þessar beiðnir samþykktar þá verður heildarrammi viðkomandi deilda 256.552.000 kr. Vegna endurbóta og aukinnar þjónustu við Tjaldsvæði Dalvíkur eykst kostnaður við tjaldsvæðis talsvert er því áætlaður rammi 3.534.000kr. í stað 801.000 kr. fyrir árið 2013.Íþrótta- og æskulýðsráðs samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun  2014.

Fræðsluráð - 175. fundur - 11.09.2013

Með fundarboði fylgdi starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs.Björn Gunnlaugsson fór yfir starfsáætlun Dalvíkurskóla og Frístundar. Hann gerði grein fyrir helstu áherslum næsta árs sem eru m.a. aukin áhersla á lýðræði, samkennsla, innleiðing nýrrar aðalnámskrár, frekari innleiðing fjölmenningarstefnu skóla, notkun upplýsingatækni í skólastarfi o.fl. Drífa Þórarinsdóttir fór yfir starfsáætlanir Káta- og Krílakots. Hún fór yfir helstu áherslur vetrarins og þau verkefni sem unnið er að í skólunum, t.d. grænfánann, jafnrétti, Uppbyggingarstefnu, fjölmenningu, stærðfræði, upplýsingaflæði, Söguskjóður, leikskólalóð, ræktun o.fl.  Starfsáætlanirnar gera jafnframt ráð fyrir frekara samstarfi skólanna s.s. undirbúningi á viðbyggingu við Krílakot sem myndi rúma  nemendafjölda Kátakots, aðlögun á stefnum og ferlum, nýtingu starfsfólks og fleira. Drífa Þórarinsdóttir verður skólastjóri beggja skólanna hér eftir.Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson fór yfir starfsáætlun Árskógarskóla. Hann greindi frá helstu áherslum svo sem innleiðingu nýrrar aðalnámskrár, þá sérstaklega nýs námsmats, vinnu við bekkjarnámsskrár og árganganámsskrár, Uppbyggingarstefnu, grænfána, jafnrétti, leikskóla-, byrjenda- og talnalæsi, samkennslu árganga, samvinnu skólastiga, samstarf við Dalvíkurskóla v. stoðþjónustu, samstarf við tónlistarskólann, nemendalýðræði, nýtingu upplýsingatækni, lotukennslu og framkvæmdir á leiksvæði. Ármann Einarsson skólastjóri Tónlistarskóla Dalvíkur fór yfir starfsáætlun skólans. Hann greindi frá helstu áherslum, svo sem samstarfi við aðra skóla og enn frekari tengingu við íbúa sveitarfélagins svo sem íbúa Dalbæjar, þróun tónfræðikennslu, hvernig málin standa með grænfánann, námsmat, Uppbyggingarstefnuna sem hann segir að gangi vel, hvernig málum er háttað með nemendur af erlendum uppruna og símenntun. Með fundarboðinu fylgdi jafnframt bréf frá sviðsstjóra og leikskólastjóra Kríla- og Kátakots þar sem farið er yfir að rammi Kátakots er of þröngur sem skýrist af vanáætlun á árinu 2013. Drífa vakti jafnframt athygli á að fjárhagsáætlun Kátakots fyrir árið 2013 mun ekki standast. Þörf er á að ramminn hækki um rúm 14,3% á milli ára sem skýrist að mestu leyti  á vanáætlun í launum, hærri launum hjá þremur starfsmönnum vegna aukinnar menntunar og hærri niðurgreiðslum vegna afslátta en áður hafði verið áætlað. Með aðhaldi reynist mögulegt að hagræða að hluta til innan ramma málaflokksins vegna þessa og er því aðeins sótt um aukafjárveitingu að upphæð 2.000.000 kr.Stjórnendur hafa skilað viðhaldsbeiðnum til Eignasjóðs og er mikilvægt að höfð sé í huga við forgangsröðun 4ra ára áætlun sveitarfélagsins sem gerir ráð fyrir að byggt verði við Krílkot árið 2016.Fræðsluráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun málaflokks 04 sem og beiðni um viðbótarfjárveitingu að upphæð 2.000.000 kr. vegna Kátakots  Jafnframt samþykkir ráðið ótímabunda ráðningu Drífu í starf leikskólastjóra Kríla- og Kátakots.Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi.

Menningarráð - 39. fundur - 13.09.2013

Með fundarboði fylgdi starfsáætlun fræðslu- og menningarsviðs.Forstöðumenn og sviðsstjóri gerðu grein fyrir fyrir helstu þáttum hennar en eins og áður eru mörg spennandi verkefni í bígerð. Jafnframt var farið yfir helstu þætti fjárhagsáætlunar 2014. Menningarráð samþykkir starfs- og fjárhagsáætlun 2014 eins og hún liggur fyrir.