Frá Magnúsi G. Gunnarssyni og Símoni Páli Steinssyni; Fjárhagsáætlun 2014; Minnisvarði; beiðni um styrk.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201309002

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 672. fundur - 05.09.2013

Tekið fyrir erindi frá Magnúsi Gamalíel Gunnarssyni og Símoni Páli Steinssyni, bréf dagsett þann 19. ágúst 2013, þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 200.000 til að varðveita minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn. Fram kemur að minnisvarðinn er orðinn nokkuð skemmdur af veðri og vindum og leiðinlegt að horfa upp á hann grotna niður. Hluti af verkinu verður unninn í sjálfboðavinnu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs til skoðunar.

Menningarráð - 39. fundur - 13.09.2013

Tekin var fyrir umsókn, dagsett 19. ágúst 2013 þar sem Símon Páll Steinsson og Magnús Gamalíel Gunnarsson áhugamenn um varðveislu minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn óska eftir styrk að upphæð 200.000 kr til þess að lagfæra minnisvarðann. Menningarráð samþykkir að veita styrk að upphæð 200.000 kr. og vísar því á lið 05-70-9143.