Frá Dalvíkurkirkju; Fjárhagsáætlun 2014; Beiðni um styrk vegna niðurgreiðslu á fasteignagjöldum.Til kynningar / afgreiðslu.

Málsnúmer 201308067

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 672. fundur - 05.09.2013

Tekið fyrir erindi frá sóknarnefnd Dalvíkurkirkju, dagsett þann 12. ágúst 2013, þar sem þess er farið á leit við sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að hún við gerð fjárhagsáætlunar sjái sér fært að veita Dalvíkurkirkju fjárstyrk á árinu 2014 eins og undanfarin ár.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til menningarráðs.

Menningarráð - 39. fundur - 13.09.2013

Tekin var fyrir beiðni frá Dalvíkurkirkju vegna niðurgreiðslu á fasteignagjöldum en undanfarin ár hefur kirkjan fengið styrk að upphæð 200.000 kr. á ári. Menningarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir frekari upplýsingum um reksturinn  s.s. gjaldskrá, yfirliti yfir útleigu sem og ársreikningi 2012.

Menningarráð - 40. fundur - 13.12.2013

Hlín Torfadóttir lýsti sig vanhæfa við afgreiðslu þessa liðs. Á 39. fundi menningarráðs var beiðni frá Dalvíkurkirkju tekin fyrir en afgreiðslu var frestað þar sem vilji var til að skoða ársreikning og gjaldskrá safnaðarheimilisins. Með fundarboði fylgdi ársreikningur 2012 en ekki liggur fyrir gjaldskrá. Menningarráð samþykkir styrk að upphæð 150.000 kr. og vísar því á lið 05-81-9121.