Gjaldskrár íþrótta- og æskulýðsmála

Málsnúmer 201308048

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 49. fundur - 03.09.2013

Með fundarboði fylgdu tillögur að breytingum á gjalskrám málaflokksins:a) Árskógur Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu að gjaldskrárbreytingu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. b) Íþróttamiðstöð Nokkrar breytingar voru  gerðar á gjaldskrá í Íþróttamiðstöð þar sem afsláttur af skiptakortum í sund og líkamsrækt var töluvert mikill og það þarf að leiðrétta. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi kynnti tillögu að afslætti fyrir starfsfólk Dalvíkurbyggðar að árskortum í Íþróttamiðstöðinni og benti á mikilvægi þess að Dalvíkurbyggð fari fyrir með góðu fordæmi þegar kemur að heilsueflingu. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu að gjaldskrárbreytingu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. c) Víkurröst Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu að gjaldskrárbreytingu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar. d) Tjaldsvæði Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu að gjaldskrárbreytingu og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Fræðsluráð - 175. fundur - 11.09.2013

a) LeikskólarMeð fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingum á gjaldskrá leikskóla sbr. ákvörðun sveitarstjórnar um vísitöluhækkanir. Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir. b) TónlistarskóliMeð fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingum á gjaldskrá tónlistarskóla sbr. ákvörðun sveitarstjórnar um vísitöluhækkanir. Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir. c) FrístundMeð fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingum á gjaldskrá Frístundar sbr. ákvörðun sveitarstjórnar um vísitöluhækkanir. Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir. d) DalvíkurskóliMeð fundarboði fylgdi tillaga að gjaldskrárbreytingum á gjaldskrá Dalvíkurskóla. Fræðsluráð samþykkir gjaldskrána eins og hún liggur fyrir. Skólastjórar og áheyrnarfulltrúar véku af fundi.

Menningarráð - 39. fundur - 13.09.2013

a) Gjaldskrá Bókasafns DalvíkurbyggðarMeð fundarboði fylgdi tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir Bókasafn Dalvíkurbyggðar. Á fundinum kom fram hugmynd um nýtt fyrirkomulag á árskortum til að fjölga þjónustuþegum. Safnstjóra er falið að útfæra tillöguna fyrir næsta fund ráðins og frestar menningarráð því afgreiðslu.b) Byggðasafnið HvollÁ árinu var samþykkt ný gjaldskrá fyrir Hvol og leggur safnstjóri því til óbreytta gjaldskrá. Menningarráð samþykkir tillögu safnstjóra.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 50. fundur - 01.10.2013

Lögð var fyrir tillaga að gjaldskrárbreytingu vegna mótahalda í Íþróttamiðstöð og vegna útleigu á Íþróttamiðstöð Dalvíkur til annara viðburða en móta.  Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir breytingu á gjaldskránum og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 51. fundur - 03.12.2013

Endurskoðuð gjaldskrá var lögð fyrir fundinn þar sem hækkanir á þjónustugjöldum munu ekki koma til framkvæmdar. Vegna bókunar frá 678. fundi byggðarráðs um afslátt til starfsmanna Dalvíkurbyggðar vegna árskorta í  Íþróttamiðstöð Dalvíkur tekur íþrótta- og æskulýðsráð þá ákvörðun að fresta gildistöku afsláttar og felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að útfæra málið betur.