Ósk um rekstrarsamning við Menningar- og listasmiðjuna á Húsabakka

Málsnúmer 201307020

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 39. fundur - 13.09.2013

Tekið var fyrir erindi frá Menningar- og listasmiðjunni að Húsabakka þar sem óskað er eftir rekstrarsamningi  til þriggja ára á móti húsaleigukostnaði. Menningarráð frestar afgreiðslu og mun boða forsvarsmenn á næsta fund ráðsins.

Menningarráð - 40. fundur - 13.12.2013

Undir þessum lið sátu Ingibjörg Kristinsdóttir og Guðrún Rósa Lárusdóttir. Farið var yfir starfsemi og rekstur Menningar- og listasmiðjunnar á Húsabakka. Félagar eru um 20-30. Óskað er eftir rekstrarsamningi vegna húsaleigu og hitaveitukostnaðar.  Nokkur umræða var um hvaða verkefni félagið getur tekið að sér eða séð um. Sviðsstjóra var falið að vinna drög að rekstrarsamningi til þriggja ára í samræmi við umræður á fundinum og stefnt er að því að leggja drögin fram á næsta fundi.

Menningarráð - 41. fundur - 14.01.2014

Með fundarboði fylgdu drög að samningi til þriggja ára við Menningar- og listasmiðjuna á Húsabakka.
Meðal þess sem kemur fram í samningnum er að Menningar- og listasmiðjunni ber að halda félagatal, auglýsa starfsemina og vinna að fjölgun félagsmanna. Styrkurinn er ætlaður upp í kostnað við leigu, hita og rafmagn.


Menningarráð samþykkir samninginn með minniháttar breytingum og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.